„Ég ætla ekki að bjóða upp á svæði fyrir fólk að ata mig aur“ Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 4. júlí 2015 16:00 Bjarni Benediktsson Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Hann segir fjölmiðlaumhverfi hafa breyst mikið á undanförnum árum. „Fjölmiðlaflóran er orðin svo miklu fjölbreyttari og fólk er komið meira beint inn á samfélagsmiðlana til þess að tjá skoðanir sínar samstundis, jafnvel innan við mínútu eftir að þú lætur einhver orð falla. Það var ekki alltaf hér frjálst útvarp, bara RÚV og ein sjónvarpsstöð og svo flokksblöðin. Fólk hlustaði bara á sitt flokksblað. Umræður fóru fram á fundum, kaffi- og vinnustofum. Þetta er gjörbreytt og umræðan er orðin annars eðlis. Ég ætla að leyfa mér að segja að hún sé óvægnari, þó að hart hafi verið tekist á um hluti á þinginu og í flokksblöðunum í gamla daga. Menn hafa fyrir því að fara inn á Facebook-síðuna hjá manni og taka mjög djúpt í árina.“ Bjarni segist ekki alltaf hafa tíma til að svara. „En ég gef mér stundum tíma, þegar þannig stendur á. Það kemur mér mjög á óvart hvað fólk er tilbúið til þess að leggja á sig bara til þess að hreyta ónotum í aðra, það er eiginlega alveg ótrúlegt. Það er skuggahliðin á þessari stórkostlegu byltingu sem netið er. Að gefa hverjum og einum tækifæri til að tjá sig hvenær sem er. Skuggahliðin er sú að margir missa sig finnst mér. Það verður bara að horfa framhjá því og leyfa því að gerast. Ég hef ekki verið að loka á þann möguleika fyrir fólk að tjá sig um það sem ég set inn á Facebook. Þeir sem ganga of langt verða fyrir því að ég kasta þeim út eða ég stroka út. Mér finnst menn ekkert eiga opinn, sjálfsagðan rétt á því að fara inn á mína síðu og segja hvað sem er um mig eða það sem ég er að segja. Ég nenni ekkert endilega að vera svara því öllu.“Bjarni segist ekki viðkvæmur fyrir gagnrýni. „En eg ætla ekki að bjóða upp á svæði fyrir fólk til þess að koma inn og ata mig aur.“ Hann segir mikilvægt að stjórnmálafólk sé reiðubúið að taka þátt í opinni, gagnrýninni umræðu. „Ég er þeirrar skoðuna að þingið og það lýðræðisfyrirkomulag sem við höfum verið að þróa og erum enn að þróa sé stórkostlegt fyrirbæri. Netið og samfélagsmiðlarnir séu að dýpka þetta og breyta til þess betra í öllum meginatriðum. Þetta eru þessar skuggahliðar þar sem menn verða ómálefnalegir, dónalegir, maður verður að leiða það hjá sér. Ég hef hins vegar engar athugasemdir við það að fólk andmæli mér eða lýsi frati á mínum skoðunum yfirhöfuð. Það er allt í lagi, ég geri það reglulega um skoðanir annarra á þinginu.“ Hann segir þó að ríkisstjórnin hafi á köflum fengið óvægna gagnrýni og ekki í öllum tilfellum notið sannmælis. „Er ég brjálaður útaf því? Nei nei. En ég er ekkert feiminn að tala um það." Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Hann segir fjölmiðlaumhverfi hafa breyst mikið á undanförnum árum. „Fjölmiðlaflóran er orðin svo miklu fjölbreyttari og fólk er komið meira beint inn á samfélagsmiðlana til þess að tjá skoðanir sínar samstundis, jafnvel innan við mínútu eftir að þú lætur einhver orð falla. Það var ekki alltaf hér frjálst útvarp, bara RÚV og ein sjónvarpsstöð og svo flokksblöðin. Fólk hlustaði bara á sitt flokksblað. Umræður fóru fram á fundum, kaffi- og vinnustofum. Þetta er gjörbreytt og umræðan er orðin annars eðlis. Ég ætla að leyfa mér að segja að hún sé óvægnari, þó að hart hafi verið tekist á um hluti á þinginu og í flokksblöðunum í gamla daga. Menn hafa fyrir því að fara inn á Facebook-síðuna hjá manni og taka mjög djúpt í árina.“ Bjarni segist ekki alltaf hafa tíma til að svara. „En ég gef mér stundum tíma, þegar þannig stendur á. Það kemur mér mjög á óvart hvað fólk er tilbúið til þess að leggja á sig bara til þess að hreyta ónotum í aðra, það er eiginlega alveg ótrúlegt. Það er skuggahliðin á þessari stórkostlegu byltingu sem netið er. Að gefa hverjum og einum tækifæri til að tjá sig hvenær sem er. Skuggahliðin er sú að margir missa sig finnst mér. Það verður bara að horfa framhjá því og leyfa því að gerast. Ég hef ekki verið að loka á þann möguleika fyrir fólk að tjá sig um það sem ég set inn á Facebook. Þeir sem ganga of langt verða fyrir því að ég kasta þeim út eða ég stroka út. Mér finnst menn ekkert eiga opinn, sjálfsagðan rétt á því að fara inn á mína síðu og segja hvað sem er um mig eða það sem ég er að segja. Ég nenni ekkert endilega að vera svara því öllu.“Bjarni segist ekki viðkvæmur fyrir gagnrýni. „En eg ætla ekki að bjóða upp á svæði fyrir fólk til þess að koma inn og ata mig aur.“ Hann segir mikilvægt að stjórnmálafólk sé reiðubúið að taka þátt í opinni, gagnrýninni umræðu. „Ég er þeirrar skoðuna að þingið og það lýðræðisfyrirkomulag sem við höfum verið að þróa og erum enn að þróa sé stórkostlegt fyrirbæri. Netið og samfélagsmiðlarnir séu að dýpka þetta og breyta til þess betra í öllum meginatriðum. Þetta eru þessar skuggahliðar þar sem menn verða ómálefnalegir, dónalegir, maður verður að leiða það hjá sér. Ég hef hins vegar engar athugasemdir við það að fólk andmæli mér eða lýsi frati á mínum skoðunum yfirhöfuð. Það er allt í lagi, ég geri það reglulega um skoðanir annarra á þinginu.“ Hann segir þó að ríkisstjórnin hafi á köflum fengið óvægna gagnrýni og ekki í öllum tilfellum notið sannmælis. „Er ég brjálaður útaf því? Nei nei. En ég er ekkert feiminn að tala um það."
Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira