Ekkert íslenskt félag hefur beðið lengur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2015 12:00 Víkingar á æfingu í gær. Vísir/Andri Marinó Víkingar setja nýtt met í kvöld þegar þeir spila sinn fyrsta Evrópuleik frá árinu 1992 en ekkert íslenskt félag hefur þurft að bíða lengur á milli Evrópuleikja. Víkingar bæta nú sex ára gamalt met Framara frá 2009 sem þá spiluðu sinn fyrsta Evrópuleik í 17 ár. Þegar Framarar settu metið höfðu KR (1984) og Keflavík (1994) þurft að bíða lengst eða í fimmtán ár hvort félag. Víkingar komust síðast í Evrópukeppni eftir að liðið varð Íslandsmeistari 1991 en það liðu alls 8.310 dagar á milli Evrópuleikja Víkinga eða nákvæmlega 22 ár, 9 mánuðir og 2 dagar. Á þeim tíma hafði Víkingsliðið fimm sinnum fallið úr deildinni og fimm sinnum komið upp aftur.Flest ár á milli Evrópuleikja 23 Víkingur (1992-2015) 17 Fram (1992-2009) 15 Keflavík (1979-1994) 15 KR (1969-1984) 13 KA (1990-2003) 13 Valur (1993-2006) 12 ÍBV (1984-1996)Engir Evrópudraumar hingað til Víkingar hafa ekki tekið þátt í Evrópukeppni í 23 ár en fá nú tækifæri til að gera það sem engu Víkingsliði hefur tekist í tíu Evrópuleikjum félagsins frá 1972 til 1992. Víkingur á nefnilega enn eftir að vinna leik í Evrópukeppni þar sem allir þessir tíu Evrópuleikir félagsins hingað til hafa tapast. Víkingsliðið skoraði ekki í fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum en fyrsta Evrópumarkið skoraði Jóhann Þorvarðarson strax á fyrstu mínútu í útileik á móti spænska Baskafélaginu Real Sociedad í september 1982. Jóhann skoraði líka í útileik á móti ungverska liðinu Gyor árið eftir og er markahæsti Víkingurinn í Evrópukeppni með tvö mörk. Síðasta mark Víkinga í Evrópukeppni skoraði Guðmundur Steinsson mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður í 2-4 tapi á móti CSKA Moskvu á Luzhniki-leikvanginum 30. september 1992. Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ég veit nánast allt um þetta lið Víkingur spilar sinn fyrsta Evrópuleik í 23 ár í kvöld þegar liðið tekur á móti Koper frá Slóveníu. Hörður Theodórsson var einn af þeim sem spilaði síðasta Evrópuleik Víkinga gegn rússneska liðinu CSKA Mosvku haustið 1992 og segir hann það hafa verið mikla upplifun. 2. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira
Víkingar setja nýtt met í kvöld þegar þeir spila sinn fyrsta Evrópuleik frá árinu 1992 en ekkert íslenskt félag hefur þurft að bíða lengur á milli Evrópuleikja. Víkingar bæta nú sex ára gamalt met Framara frá 2009 sem þá spiluðu sinn fyrsta Evrópuleik í 17 ár. Þegar Framarar settu metið höfðu KR (1984) og Keflavík (1994) þurft að bíða lengst eða í fimmtán ár hvort félag. Víkingar komust síðast í Evrópukeppni eftir að liðið varð Íslandsmeistari 1991 en það liðu alls 8.310 dagar á milli Evrópuleikja Víkinga eða nákvæmlega 22 ár, 9 mánuðir og 2 dagar. Á þeim tíma hafði Víkingsliðið fimm sinnum fallið úr deildinni og fimm sinnum komið upp aftur.Flest ár á milli Evrópuleikja 23 Víkingur (1992-2015) 17 Fram (1992-2009) 15 Keflavík (1979-1994) 15 KR (1969-1984) 13 KA (1990-2003) 13 Valur (1993-2006) 12 ÍBV (1984-1996)Engir Evrópudraumar hingað til Víkingar hafa ekki tekið þátt í Evrópukeppni í 23 ár en fá nú tækifæri til að gera það sem engu Víkingsliði hefur tekist í tíu Evrópuleikjum félagsins frá 1972 til 1992. Víkingur á nefnilega enn eftir að vinna leik í Evrópukeppni þar sem allir þessir tíu Evrópuleikir félagsins hingað til hafa tapast. Víkingsliðið skoraði ekki í fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum en fyrsta Evrópumarkið skoraði Jóhann Þorvarðarson strax á fyrstu mínútu í útileik á móti spænska Baskafélaginu Real Sociedad í september 1982. Jóhann skoraði líka í útileik á móti ungverska liðinu Gyor árið eftir og er markahæsti Víkingurinn í Evrópukeppni með tvö mörk. Síðasta mark Víkinga í Evrópukeppni skoraði Guðmundur Steinsson mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður í 2-4 tapi á móti CSKA Moskvu á Luzhniki-leikvanginum 30. september 1992.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ég veit nánast allt um þetta lið Víkingur spilar sinn fyrsta Evrópuleik í 23 ár í kvöld þegar liðið tekur á móti Koper frá Slóveníu. Hörður Theodórsson var einn af þeim sem spilaði síðasta Evrópuleik Víkinga gegn rússneska liðinu CSKA Mosvku haustið 1992 og segir hann það hafa verið mikla upplifun. 2. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira
Ég veit nánast allt um þetta lið Víkingur spilar sinn fyrsta Evrópuleik í 23 ár í kvöld þegar liðið tekur á móti Koper frá Slóveníu. Hörður Theodórsson var einn af þeim sem spilaði síðasta Evrópuleik Víkinga gegn rússneska liðinu CSKA Mosvku haustið 1992 og segir hann það hafa verið mikla upplifun. 2. júlí 2015 07:00