Eldhúsdagsumræður: Verðum að horfast í augu við gerendur kynferðisofbeldis Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2015 22:42 Andrés Ingi Jónsson sagði ríkisstjórnina, þingið og þjóðina verða að hlusta, bregðast við og mæta kröfum byltingarinnar. „Við höfum varið milljörðum til að verjast snjóflóðum, en hvaða upphæðum hefur verið varið til að fræða lögregluþjóna og dómara um eðli og meðferð kynferðisbrotamála?“ spurði Andrés Ingi Jónsson, varaþingmaður Vinstri-grænna, í Eldhúsdagsumræðum fyrr í kvöld. Andrés Ingi fjallaði í ræðu sinni um kvennabyltingu síðustu vikna og mánaða – samfélagsbylgju sem hafi tekið að rísa á samfélagsmiðlum undir yfirskrift #FreeTheNipple og síðan tekið á sig ýmsar myndir. Byltingu sem sé að mestu borin uppi af ungum konum. „Hvers vegna gengur ekki hraðar að fjölga kvenkyns dómurum? Hvar eru forvarnarsjóðirnir og forvarnarátökin sem ættu að vera stöðugt í gangi? Hvar eru rannsóknirnar á umfangi og þjóðhagslegum áhrifum ofbeldis, rannsóknirnar á því hvers vegna svo mikill fjöldi kvenna í okkar góða samfélagi hefur orðið fyrir nauðgun, kynferðisofbeldi eða áreitni?“Ótrúleg orka leyst úr læðingiAndrés Ingi sagði ótrúlega orka hafa leyst úr læðingi á Íslandi síðustu vikur og mánuði. „Þessi orka snýst öll um að úthýsa þögninni, varpa ljósi á samfélagsmein, hrópa á réttlátara og betra samfélag.“ Hann sagðist ekki áður hafa áttað sig á því hvað hrelliklám – eina útgáfu af rafrænu ofbeldi – sé stór hluti af lífi ungra kvenna. „Hversu margar höfðu upplifað það á eigin skinni og hversu margar hafa búið í stöðugum ótta við að viðkvæmum myndum af þeim væri deilt með hverjum sem er, hvenær sem er, hvar sem er. Án þeirra samþykkis. Mér brá, af því að þótt ég vissi af vandanum hafði ég ekki áttað mig á því hversu útbreiddur og hversu alvarlegur vandi hrelliklám væri. En ég fylltist á sama tíma mikilli von og gríðarlegu stolti þegar ég sá þúsundir ungra kvenna standa saman gegn óværunni, fastar fyrir og óhræddar. Forseti, við megum öll vera stolt af þeim,“ sagði Andrés Ingi.Með innviði til að takast á við náttúruhamfarirÞingmaðurinn sagði alla Íslendinga þekkja þolendur ofbeldis og alla þekkja gerendur. Að því leytinu yrðu viðbrögðin við kvennabyltingunni alltaf önnur en við náttúruhamförum, þar sem landmenn hafi verið svo lánsamir að hafa byggt upp innviði til að takast á við flest það sem náttúran láti þá finna fyrir. Sjaldan sé spurt um verðmiða þegar byggja þarf upp eftir jarðskjálfta eða jökulhlaup. „Okkur nægir nefnilega ekki að fá almannavarnir til að opna fjöldahjálparmiðstöð og semja aðgerðaráætlun fyrir þolendur ofbeldis, eins og eftir stóran jarðskjálfta. Þótt yfirskrift nýjustu bylgjunnar hafi verið #þöggun og #konurtala, þá væru það til lengdar litið algjörlega ófullnægjandi viðbrögð að láta okkur nægja að hjálpa þolendum ofbeldis að opna sig um reynsluna. Það þarf nefnilega hina hliðina, sem er líklega erfiðasti hlutinn, að horfast í augu við gerendurna.“ Andrés Ingi sagði að nú þyrftum við öll - ríkisstjórnin, þingið og þjóðin – að hlusta, bregðast við og mæta kröfum byltingarinnar. „Stelpurnar okkar – og strákarnir – eiga það skilið!“ #FreeTheNipple Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
„Við höfum varið milljörðum til að verjast snjóflóðum, en hvaða upphæðum hefur verið varið til að fræða lögregluþjóna og dómara um eðli og meðferð kynferðisbrotamála?“ spurði Andrés Ingi Jónsson, varaþingmaður Vinstri-grænna, í Eldhúsdagsumræðum fyrr í kvöld. Andrés Ingi fjallaði í ræðu sinni um kvennabyltingu síðustu vikna og mánaða – samfélagsbylgju sem hafi tekið að rísa á samfélagsmiðlum undir yfirskrift #FreeTheNipple og síðan tekið á sig ýmsar myndir. Byltingu sem sé að mestu borin uppi af ungum konum. „Hvers vegna gengur ekki hraðar að fjölga kvenkyns dómurum? Hvar eru forvarnarsjóðirnir og forvarnarátökin sem ættu að vera stöðugt í gangi? Hvar eru rannsóknirnar á umfangi og þjóðhagslegum áhrifum ofbeldis, rannsóknirnar á því hvers vegna svo mikill fjöldi kvenna í okkar góða samfélagi hefur orðið fyrir nauðgun, kynferðisofbeldi eða áreitni?“Ótrúleg orka leyst úr læðingiAndrés Ingi sagði ótrúlega orka hafa leyst úr læðingi á Íslandi síðustu vikur og mánuði. „Þessi orka snýst öll um að úthýsa þögninni, varpa ljósi á samfélagsmein, hrópa á réttlátara og betra samfélag.“ Hann sagðist ekki áður hafa áttað sig á því hvað hrelliklám – eina útgáfu af rafrænu ofbeldi – sé stór hluti af lífi ungra kvenna. „Hversu margar höfðu upplifað það á eigin skinni og hversu margar hafa búið í stöðugum ótta við að viðkvæmum myndum af þeim væri deilt með hverjum sem er, hvenær sem er, hvar sem er. Án þeirra samþykkis. Mér brá, af því að þótt ég vissi af vandanum hafði ég ekki áttað mig á því hversu útbreiddur og hversu alvarlegur vandi hrelliklám væri. En ég fylltist á sama tíma mikilli von og gríðarlegu stolti þegar ég sá þúsundir ungra kvenna standa saman gegn óværunni, fastar fyrir og óhræddar. Forseti, við megum öll vera stolt af þeim,“ sagði Andrés Ingi.Með innviði til að takast á við náttúruhamfarirÞingmaðurinn sagði alla Íslendinga þekkja þolendur ofbeldis og alla þekkja gerendur. Að því leytinu yrðu viðbrögðin við kvennabyltingunni alltaf önnur en við náttúruhamförum, þar sem landmenn hafi verið svo lánsamir að hafa byggt upp innviði til að takast á við flest það sem náttúran láti þá finna fyrir. Sjaldan sé spurt um verðmiða þegar byggja þarf upp eftir jarðskjálfta eða jökulhlaup. „Okkur nægir nefnilega ekki að fá almannavarnir til að opna fjöldahjálparmiðstöð og semja aðgerðaráætlun fyrir þolendur ofbeldis, eins og eftir stóran jarðskjálfta. Þótt yfirskrift nýjustu bylgjunnar hafi verið #þöggun og #konurtala, þá væru það til lengdar litið algjörlega ófullnægjandi viðbrögð að láta okkur nægja að hjálpa þolendum ofbeldis að opna sig um reynsluna. Það þarf nefnilega hina hliðina, sem er líklega erfiðasti hlutinn, að horfast í augu við gerendurna.“ Andrés Ingi sagði að nú þyrftum við öll - ríkisstjórnin, þingið og þjóðin – að hlusta, bregðast við og mæta kröfum byltingarinnar. „Stelpurnar okkar – og strákarnir – eiga það skilið!“
#FreeTheNipple Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira