Gerðu Davis að launahæsta leikmanni NBA mínútu eftir að glugginn opnaði Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júlí 2015 14:00 Anthony Davis á að komast New Orleans alla leið. vísir/getty Anthony Davis, kraftframherji New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta, verður launahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann skrifar formlega undir nýjan samning við félagið í næstu viku. Leikmannamarkaðurinn í NBA-deildinni opnaði á miðnætti og var Davis boðinn nýi samningurinn á fyrstu mínútu félagaskiptagluggans. Samningurinn er til fimm ára og tryggir Davis 145 milljónir dollara eða 19 milljarða króna. Hann fær 29 milljónir dollara á ári og verður sá launahæsti í deildinni sem fyrr segir. Forráðamenn New Orleans og nýi þjálfarinn, Alvin Gentry, fóru til Los Angeles til að hitta Davis og bjóða honum nýja samninginn sem drengurinn samþykkti og þakkaði svo fyrir sig.NOLA, I am here to stay! Just getting started… #6MoreYears #TakeFlightpic.twitter.com/Kni8WpikEA — Anthony Davis (@AntDavis23) July 1, 2015 Hann lét stuðningsmenn New Orleans vita á Twitter að „hann væri rétt að byrja“ en nokkuð ljóst er að Davis verður ein af skærustu stjörnum deildarinnar á næstu árum. Nákvæm tala á samningnum kemur í ljós þegar launaþakið verður endanlega hækkað á næsta ári, en Davis mun fá eins háan samning og mögulegt er, samkvæmt frétt ESPN. Davis skrifar undir samninginn 9. júlí. Davis komst með New Orleans í fyrsta sinn í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð þar sem hann slóst í hóp með goðsögnum á borð við Kareem Abdul-Jabbar, Wilt Chamberlain og Bob McAdoo yfir einu mennina sem skoruðu 30 stig og tóku 10 fráköst í fyrstu fjórum leikjum sínum í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Anthony Davis, kraftframherji New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta, verður launahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann skrifar formlega undir nýjan samning við félagið í næstu viku. Leikmannamarkaðurinn í NBA-deildinni opnaði á miðnætti og var Davis boðinn nýi samningurinn á fyrstu mínútu félagaskiptagluggans. Samningurinn er til fimm ára og tryggir Davis 145 milljónir dollara eða 19 milljarða króna. Hann fær 29 milljónir dollara á ári og verður sá launahæsti í deildinni sem fyrr segir. Forráðamenn New Orleans og nýi þjálfarinn, Alvin Gentry, fóru til Los Angeles til að hitta Davis og bjóða honum nýja samninginn sem drengurinn samþykkti og þakkaði svo fyrir sig.NOLA, I am here to stay! Just getting started… #6MoreYears #TakeFlightpic.twitter.com/Kni8WpikEA — Anthony Davis (@AntDavis23) July 1, 2015 Hann lét stuðningsmenn New Orleans vita á Twitter að „hann væri rétt að byrja“ en nokkuð ljóst er að Davis verður ein af skærustu stjörnum deildarinnar á næstu árum. Nákvæm tala á samningnum kemur í ljós þegar launaþakið verður endanlega hækkað á næsta ári, en Davis mun fá eins háan samning og mögulegt er, samkvæmt frétt ESPN. Davis skrifar undir samninginn 9. júlí. Davis komst með New Orleans í fyrsta sinn í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð þar sem hann slóst í hóp með goðsögnum á borð við Kareem Abdul-Jabbar, Wilt Chamberlain og Bob McAdoo yfir einu mennina sem skoruðu 30 stig og tóku 10 fráköst í fyrstu fjórum leikjum sínum í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira