Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur með jafnteflið, 1-1, gegn ÍA í fyrsta leik tólftu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta á Samsung-vellinum í dag.
"Við spiluðum mjög vel þannig það var svekkjandi að klára ekki þennan leik," sagði svekktur Rúnar Páll Sigmundsson við Vísi eftir leikinn.
"Við fengum færi til að vinna leikinn og spilum í heildina frábærlega þannig það var leiðinlegt að fá á sig þetta mark einum fleiri."
Stjörnuþjálfarinn var ánægður með frammistöðu sinna manna, en það gekk flest allt upp hjá Garðbæingum.
"Markið kemur eftir útspark hjá okkur; boltinn bara í gegn og mark. Fyrir utan það gekk næstum allt upp en það var pirrandi að fá á sig þetta mark," sagði Rúnar.
Jeppe Hansen á framtíð fyrir sér í Garðabænum þrátt fyrir að Guðjón Baldvinsson var fenginn til liðsins. Þeir spiluðu saman frammi í dag en af hverju var Guðjón settur beint í byrjunarliðið?
"Ég vildi bara meiri kraft í sóknina," sagði Rúnar Páll, og bætti við um framtíð Jeppe:
"Ég hefði ekki stillt þeim saman frammi í dag ef það væri ekki planið til framtíðar. Við erum bara að fá Guðjón til að styrkja liðið."
Rúnar: Jeppe á framtíð í Garðabænum
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
