„Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Árni Gísli Magnússon skrifar 7. ágúst 2025 21:04 Sér engar framfarir milli leikja. Vísir/Diego Valur vann 1-2 sigur á Þór/KA í 12. umferð Bestu deildar kvenna í Boganum á Akureyri í kvöld. Öll mörkin komu í seinni hálfleik og skoruðu Valskonur sigurmarkið úr umdeildri vítaspyrnu þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en heimakonur voru þá nýbúnar að jafna leikinn úr vítaspyrnu. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var gríðarlega vonsvikinn eftir leik, bæði með dómgæsluna og frammistöðu síns liðs. Þessi leikur hlýtur að svíða Jóhann? „Já já, hann gerir það, alveg hryllilega mikið.“ Þór/KA fékk dæmt á sig vítaspyrna á 83. mínútu þegar Margrét Árnadóttir var talin handleika boltann þegar hann sveif inn í teig eftir hornspyrnu. Jóhann fór yfir atvikið og dómgæsluna í heild sinni og var ekki par sáttur. „Ég veit það ekki. Þeir geta víst ekki svarað fyrir sig þannig það er ekki kannski sanngjarnt af mér að vera tjá mig eitthvað um það en ef hún leikur honum með hendinni er það væntanlega bara víti og gult en hún fær ekki gult, heldur systir hennar (Amalía Árnadóttir) fyrir kjaft, sem kom bara strax á loft, ég hélt hann væri að spjalda vitlausa manneskju. Aðdragandinn að þessari hornspyrnu sem þetta kemur upp úr er náttúrulega brot á Söndru og það því miður voru gerð mistök ansi oft í þessum leik þar sem að, ég veit ekki hvort það var að ásettu ráði, maður hræðist það svolítið mikið af því þetta er Sandra, en það er mjög auðvelt að verjast á móti Söndru Maríu þar sem að þú mátt gera það sem er gert til þess að stoppa hana og ég væri til í að mega þetta en það var leyft í dag og sáum við á dómurunum í restina því miður að þeir höfðu eitthvað á samviskunni.“ Sér engar framfarir á liðinu Leikurinn í dag var tiltölulega jafn en Jóhann segist samt sem áður ekki sjá neinar framfarir frá 2-0 tapi gegn Tindastól í síðustu umferð. „Nei, ástæðan fyrir að við töpuðum er ekki dómgæsla eða víti eða eitthvað því ég held ef allt er eðlilegt hefði átt að vera fjögur víti í þessum leik, við áttum að fá þrjú, miðað við vítið sem þær fá í restina. Leikurinn tapast á því að við förum niður á eitthvað plan sem gerir Val auðvelt fyrir en ég ætla ekki að taka neitt af Val, þetta er frábærlega gert hjá þeim að koma hérna norður eftir tvo leiki síðan við spiluðum síðast og ná í þrjú stigi. Allt kúdós á þær, þær eiga þetta bara, já skilið, þær unnu fyrir þessu en mitt lið var sjálfu sér verst og ég er mjög ósáttur við það hvernig við fórum með 90 mínútna leik á móti þessu liði á þessum tíma því við áttum að gera betur, við vitum það, en við fórum niður á eitthvað orkustig sem var lélegt hjá okkur og það er okkur ekki til sóma þannig ég ætla ekki að tala um neinar framfarir frá síðasta leik.“ Það eru komnir tveir leikir frá EM pásunni, tvö töp og frammistaða sem þú ert óánægður með. Hvað þarf að gera til að breyta þessu? Menn verða bara ákveða hvað þeir ætla gera því eins og staðan er núna þá erum við ekki að reyna koma okkur í neina toppbaráttu, það er alveg ljóst, því að við erum að kasta frá okkur stigum í leikjum sem við eigum ekki að tapa í þessum síðustu tveimur. Við vitum það best sjálf að við eigum ekki að tapa þessum leikjum en meðan þú tapar þeim þýðir ekkert að vera gapa hérna með það að maður eigi ekki að vera tapa en tapa samt þannig við erum bara á þeim stað sem við eigum að vera á og erum á, þannig við verðum bara að reyna girða okkur í brók og reyna vinna eitthvað af stigum til að sogast bara hreinlega ekki niður í neðri hlutann.“ Þór/KA mætir FH í Hafnafirði í næstu umferð sem situr í öðru sæti deildarinnar. „Við verðum bara að hugsa um okkar stærstu andstæðinga sem akkúrat í augnablikinu erum við sjálf“, sagði Jóhann að lokum þungt hugsi. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var gríðarlega vonsvikinn eftir leik, bæði með dómgæsluna og frammistöðu síns liðs. Þessi leikur hlýtur að svíða Jóhann? „Já já, hann gerir það, alveg hryllilega mikið.“ Þór/KA fékk dæmt á sig vítaspyrna á 83. mínútu þegar Margrét Árnadóttir var talin handleika boltann þegar hann sveif inn í teig eftir hornspyrnu. Jóhann fór yfir atvikið og dómgæsluna í heild sinni og var ekki par sáttur. „Ég veit það ekki. Þeir geta víst ekki svarað fyrir sig þannig það er ekki kannski sanngjarnt af mér að vera tjá mig eitthvað um það en ef hún leikur honum með hendinni er það væntanlega bara víti og gult en hún fær ekki gult, heldur systir hennar (Amalía Árnadóttir) fyrir kjaft, sem kom bara strax á loft, ég hélt hann væri að spjalda vitlausa manneskju. Aðdragandinn að þessari hornspyrnu sem þetta kemur upp úr er náttúrulega brot á Söndru og það því miður voru gerð mistök ansi oft í þessum leik þar sem að, ég veit ekki hvort það var að ásettu ráði, maður hræðist það svolítið mikið af því þetta er Sandra, en það er mjög auðvelt að verjast á móti Söndru Maríu þar sem að þú mátt gera það sem er gert til þess að stoppa hana og ég væri til í að mega þetta en það var leyft í dag og sáum við á dómurunum í restina því miður að þeir höfðu eitthvað á samviskunni.“ Sér engar framfarir á liðinu Leikurinn í dag var tiltölulega jafn en Jóhann segist samt sem áður ekki sjá neinar framfarir frá 2-0 tapi gegn Tindastól í síðustu umferð. „Nei, ástæðan fyrir að við töpuðum er ekki dómgæsla eða víti eða eitthvað því ég held ef allt er eðlilegt hefði átt að vera fjögur víti í þessum leik, við áttum að fá þrjú, miðað við vítið sem þær fá í restina. Leikurinn tapast á því að við förum niður á eitthvað plan sem gerir Val auðvelt fyrir en ég ætla ekki að taka neitt af Val, þetta er frábærlega gert hjá þeim að koma hérna norður eftir tvo leiki síðan við spiluðum síðast og ná í þrjú stigi. Allt kúdós á þær, þær eiga þetta bara, já skilið, þær unnu fyrir þessu en mitt lið var sjálfu sér verst og ég er mjög ósáttur við það hvernig við fórum með 90 mínútna leik á móti þessu liði á þessum tíma því við áttum að gera betur, við vitum það, en við fórum niður á eitthvað orkustig sem var lélegt hjá okkur og það er okkur ekki til sóma þannig ég ætla ekki að tala um neinar framfarir frá síðasta leik.“ Það eru komnir tveir leikir frá EM pásunni, tvö töp og frammistaða sem þú ert óánægður með. Hvað þarf að gera til að breyta þessu? Menn verða bara ákveða hvað þeir ætla gera því eins og staðan er núna þá erum við ekki að reyna koma okkur í neina toppbaráttu, það er alveg ljóst, því að við erum að kasta frá okkur stigum í leikjum sem við eigum ekki að tapa í þessum síðustu tveimur. Við vitum það best sjálf að við eigum ekki að tapa þessum leikjum en meðan þú tapar þeim þýðir ekkert að vera gapa hérna með það að maður eigi ekki að vera tapa en tapa samt þannig við erum bara á þeim stað sem við eigum að vera á og erum á, þannig við verðum bara að reyna girða okkur í brók og reyna vinna eitthvað af stigum til að sogast bara hreinlega ekki niður í neðri hlutann.“ Þór/KA mætir FH í Hafnafirði í næstu umferð sem situr í öðru sæti deildarinnar. „Við verðum bara að hugsa um okkar stærstu andstæðinga sem akkúrat í augnablikinu erum við sjálf“, sagði Jóhann að lokum þungt hugsi.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti