Tvö mörk frá Pape dugðu Djúpmönnum skammt

Selfyssingar komust yfir á 17. mínútu með marki Elton Renato Livramento Barros en Pape jafnaði metin á 36. mínútu.
Pape, sem hætti sem frægt er orðið hjá Víkingi R. eftir fjórar umferðir í Pepsi-deildinni, kom BÍ/Bolungarvík svo yfir með sínu öðru marki á 55. mínútu.
En Barros reyndist bjargvættur gestanna því hann jafnaði í 2-2 þremur mínútum fyrir leikslok.
Jafnteflið gerir lítið fyrir Djúpmenn en þeir eru enn í botnsæti deildarinnar með fimm stig, sex stigum frá öruggu sæti.
Selfyssingar eru hins vegar í 9. sæti en þeir hafa náð í fjögur stig í síðustu tveimur leikjum eftir þjálfaraskiptin.
Tengdar fréttir

Zoran hættur hjá Selfossi
Gunnar Rafn Borgþórsson tekur við Selfossi sem er í botnbaráttu 1. deildar karla.

Pape: Erfitt að spila þegar maður nýtur ekki stuðnings þjálfara
Framherjinn útskýrir af hverju hann ákvað að yfirgefa Pepsi-deildar lið Víkings.

Víkingur selur Pape til Djúpmanna
Framherjinn sem hætti í Fossvoginum í byrjun tímabils spilar með botnliði 1. deildar.

Ólafur Þórðarson segir að menn í stjórnum knattspyrnuliða viti oft ekki mikið um fótbolta
Ólafur Þórðarson var í gær rekinn úr starfi þjálfara Pepsi-deildarliðs Víkings í knattspyrnu eftir tæplega fjögurra ára starf en hann var annar af tveimur þjálfurum Víkingsliðsins.

Hjörvar: Pape á að þegja og drulla sér aftur í vinnuna
Sparkspekingur Pepsi-markanna veltir því fyrir sér hvort félögin hafi engan rétt þegar leikmenn taka upp á því að hætta.

Selfoss verður af milljónum þar sem Jón Daði fer frítt
Fyrstu deildar liðið fær árangurstengdar greiðslur á móti þar sem leikmaðurinn klára samninginn í Stavanger

Pape hættur hjá Víkingi
Framherjinn tilkynnti leikmönnum liðsins á æfingu í gær að hann myndi ekki mæta aftur.

Sigur í fyrsta leiknum undir stjórn Gunnars
Selfyssingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu topplið Þróttar, 2-0, í 11. umferð 1. deildar karla í kvöld.