Tregafullur Tsipras vinnur að stuðningi við frumvörp innan gríska þingsins Atli Ísleifsson skrifar 15. júlí 2015 10:58 Dagarnir hafa verið annasamnir hjá Alexis Tsipras síðustu daga. Vísir/AFP Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, vinnur nú hörðum höndum að því að tryggja stuðning við fjögur lagafrumvörp innan gríska þingsins til að tryggja frekari neyðarlán til grískra yfirvalda. Grískir þingmenn munu greiða atkvæði um frumvörpin fjögur í kvöld, en samþykkt þeirra er forsenda þess að Evrópusambandið tryggi Grikkjum frekari lán til bjargar efnahag landsins. Frumvörpin miða meðal annars að því að hækka eftirlaunaaldur, hækka virðisaukaskatt og að tryggja sjálfstæði hagstofu landsins.Skrifaði undir til að forða Grikklandi frá stórslysiTsipras hefur sjálfur sagt að hann hafi ekki trú á samkomulaginu sem náðist á mánudagsmorguninn í Brussel og hafa fjölmargir stjórnarþingmenn sagt að þeir ætli ekki að greiða atkvæði með frumvörpunum. Tsipras þarf því að öllum líkindum að treysta á stuðning stjórnarandstöðuþingmanna. Falli stjórnarmeirihluti Tsipras má búast við að boðað verði til þingkosninga í landinu.Skýrsla AGS flækir stöðunaNýbirt skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur enn bætt á óvissuna í kringum atkvæðagreiðsluna í gríska þinginu, en einnig þeirri í því þýska, sem einnig þarf að samþykkja samkomulag mánudagsins. Skýrslu AGS var gerð fyrir fund leiðtoga ESB um helgina þar sem rök eru færð fyrir því að sjóðurinn muni ekki taka þátt í því að veita Grikkjum þriðja neyðarlánið, nema skuldir gríska ríkisins verði afskrifaðar mun meira en ríkisstjórnir í Evrópu, sér í lagi sú þýska, séu tilbúnar að samþykkja.Ekki í aðstöðu til að taka upp drökmuna Tsipras sagði í viðtali við gríska ríkissjónvarpið í gærkvöldi að þrátt fyrir að samkomulaginu við lánardrottna hafi verið þröngvað upp á Grikki, þá hafi það bjargað Grikklandi frá því að yfirgefa evrusamstarfið. Sagði hann að samkomulagið yrði að ná fram að ganga. Grikkland sé ekki í neinni aðstöðu til að taka upp drökmuna á ný. Ekki einungis muni bankarnir fara í þrot heldur myndi slíkt leiða til mikilla vandamála annars staðar í samfélaginu.Axlar fulla ábyrgðTsipras sagðist axla fulla ábyrgð á ýmsum þeim mistökum sem hafi verið gerð, auk þess að hafa skrifað undir samkomulag sem hann trúi ekki . Hann hafi hins vegar gert það til að koma í veg fyrir stórslys í Grikklandi – hrun fjármálakerfisins. „Nú ber mér skylda til að innleiða samkomulagið,“ sagði Tsipras. Grikkland Tengdar fréttir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill mun meiri skuldaafskriftir fyrir Grikkland Í skýrslu sem AGS gerði um skuldastöðu Grikklands eru færð rök fyrir því að sjóðurinn muni ekki taka þátt í því að veita Grikkjum þriðja neyðarlánið. 14. júlí 2015 23:54 Skiptar skoðanir um nýjan samning Grikkir eru eru sagðir afsala sjálfstæði sínu til ESB með nýjum samningi um neyðarlán. 14. júlí 2015 07:00 Tsipras mætir mikilli andstöðu innan eigin flokks Panos Kammenos, leiðtogi samstarfsflokks Syriza, segist ekki ætla styðja samkomulag Grikkja og lánardrottna. 14. júlí 2015 09:40 Trúir ekki á samkomulagið en skrifaði undir til að koma í veg fyrir stórslys "Ég axla fulla ábyrgð, á ýmsum mistökum, og á því að hafa skrifað undir samkomulag sem ég trúi ekki á,“ sagði Alexis Tsipras í sjónvarpsviðtali í kvöld. 14. júlí 2015 21:28 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, vinnur nú hörðum höndum að því að tryggja stuðning við fjögur lagafrumvörp innan gríska þingsins til að tryggja frekari neyðarlán til grískra yfirvalda. Grískir þingmenn munu greiða atkvæði um frumvörpin fjögur í kvöld, en samþykkt þeirra er forsenda þess að Evrópusambandið tryggi Grikkjum frekari lán til bjargar efnahag landsins. Frumvörpin miða meðal annars að því að hækka eftirlaunaaldur, hækka virðisaukaskatt og að tryggja sjálfstæði hagstofu landsins.Skrifaði undir til að forða Grikklandi frá stórslysiTsipras hefur sjálfur sagt að hann hafi ekki trú á samkomulaginu sem náðist á mánudagsmorguninn í Brussel og hafa fjölmargir stjórnarþingmenn sagt að þeir ætli ekki að greiða atkvæði með frumvörpunum. Tsipras þarf því að öllum líkindum að treysta á stuðning stjórnarandstöðuþingmanna. Falli stjórnarmeirihluti Tsipras má búast við að boðað verði til þingkosninga í landinu.Skýrsla AGS flækir stöðunaNýbirt skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur enn bætt á óvissuna í kringum atkvæðagreiðsluna í gríska þinginu, en einnig þeirri í því þýska, sem einnig þarf að samþykkja samkomulag mánudagsins. Skýrslu AGS var gerð fyrir fund leiðtoga ESB um helgina þar sem rök eru færð fyrir því að sjóðurinn muni ekki taka þátt í því að veita Grikkjum þriðja neyðarlánið, nema skuldir gríska ríkisins verði afskrifaðar mun meira en ríkisstjórnir í Evrópu, sér í lagi sú þýska, séu tilbúnar að samþykkja.Ekki í aðstöðu til að taka upp drökmuna Tsipras sagði í viðtali við gríska ríkissjónvarpið í gærkvöldi að þrátt fyrir að samkomulaginu við lánardrottna hafi verið þröngvað upp á Grikki, þá hafi það bjargað Grikklandi frá því að yfirgefa evrusamstarfið. Sagði hann að samkomulagið yrði að ná fram að ganga. Grikkland sé ekki í neinni aðstöðu til að taka upp drökmuna á ný. Ekki einungis muni bankarnir fara í þrot heldur myndi slíkt leiða til mikilla vandamála annars staðar í samfélaginu.Axlar fulla ábyrgðTsipras sagðist axla fulla ábyrgð á ýmsum þeim mistökum sem hafi verið gerð, auk þess að hafa skrifað undir samkomulag sem hann trúi ekki . Hann hafi hins vegar gert það til að koma í veg fyrir stórslys í Grikklandi – hrun fjármálakerfisins. „Nú ber mér skylda til að innleiða samkomulagið,“ sagði Tsipras.
Grikkland Tengdar fréttir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill mun meiri skuldaafskriftir fyrir Grikkland Í skýrslu sem AGS gerði um skuldastöðu Grikklands eru færð rök fyrir því að sjóðurinn muni ekki taka þátt í því að veita Grikkjum þriðja neyðarlánið. 14. júlí 2015 23:54 Skiptar skoðanir um nýjan samning Grikkir eru eru sagðir afsala sjálfstæði sínu til ESB með nýjum samningi um neyðarlán. 14. júlí 2015 07:00 Tsipras mætir mikilli andstöðu innan eigin flokks Panos Kammenos, leiðtogi samstarfsflokks Syriza, segist ekki ætla styðja samkomulag Grikkja og lánardrottna. 14. júlí 2015 09:40 Trúir ekki á samkomulagið en skrifaði undir til að koma í veg fyrir stórslys "Ég axla fulla ábyrgð, á ýmsum mistökum, og á því að hafa skrifað undir samkomulag sem ég trúi ekki á,“ sagði Alexis Tsipras í sjónvarpsviðtali í kvöld. 14. júlí 2015 21:28 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill mun meiri skuldaafskriftir fyrir Grikkland Í skýrslu sem AGS gerði um skuldastöðu Grikklands eru færð rök fyrir því að sjóðurinn muni ekki taka þátt í því að veita Grikkjum þriðja neyðarlánið. 14. júlí 2015 23:54
Skiptar skoðanir um nýjan samning Grikkir eru eru sagðir afsala sjálfstæði sínu til ESB með nýjum samningi um neyðarlán. 14. júlí 2015 07:00
Tsipras mætir mikilli andstöðu innan eigin flokks Panos Kammenos, leiðtogi samstarfsflokks Syriza, segist ekki ætla styðja samkomulag Grikkja og lánardrottna. 14. júlí 2015 09:40
Trúir ekki á samkomulagið en skrifaði undir til að koma í veg fyrir stórslys "Ég axla fulla ábyrgð, á ýmsum mistökum, og á því að hafa skrifað undir samkomulag sem ég trúi ekki á,“ sagði Alexis Tsipras í sjónvarpsviðtali í kvöld. 14. júlí 2015 21:28