Deron Williams orðinn leikmaður Dallas Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2015 14:30 Williams verður liðsfélagi Dirk Nowitzki hjá Dallas. vísir/getty Leikstjórnandinn Deron Williams er genginn í raðir Dallas Mavericks frá Brooklyn Nets. Þetta eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Dallas sem voru súrir eftir að miðherjinn DeAndre Jordan hætti við að semja við liðið eins og fjallað hefur verið um. Næsta tímabil verður það tólfta hjá Williams í NBA-deildinni en hann var valinn númer þrjú í nýliðavalinu 2005 af Utah Jazz. Williams, sem er 31 árs, lék með Utah til 2011 þegar honum var skipt til Brooklyn Nets, eða New Jersey Nets eins og liðið hét þá. Williams, sem var í menntaskóla í Texas, tekur við leikstjórnadastöðunni hjá Dallas af Rajon Rondo sem er farinn til Sacramento Kings. Dallas, sem féll úr leik fyrir Houston Rockets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vetur, teflir fram nokkuð breyttu liði á næsta tímabili en meðal leikmanna sem komnir eru til liðsins eru Wesley Matthews, Zaza Pachulia og Richard Jefferson, auk Williams. Williams hefur þrívegis verið valinn til þátttöku í Stjörnuleiknum auk þess sem hann var valinn í annað úrvalslið NBA 2008 og 2010. Þá vann leikstjórnandinn til gullverðlauna með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum 2008 og 2012. Williams er með 17,0 stig, 3,2 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferlinum. Hann er einn fimm leikmanna sem eru að spila í NBA-deildinni í dag sem hafa skorað a.m.k. 12.000 stig og gefið 6000 stoðsendingar á ferlinum. Hinir eru Chris Paul, Kobe Bryant, Andre Miller og LeBron James.OFFICIAL: Join us in welcoming PG .@DeronWilliams to the Dallas Mavericks! http://t.co/wv5yhx5crj pic.twitter.com/nrpZWbDOYK— Dallas Mavericks (@dallasmavs) July 14, 2015 NBA Tengdar fréttir Jordan hættur við að fara til Dallas | Verður áfram hjá Clippers Hlutirnir eru oft fljótir að breytast í NBA-deildinni eins og kom í ljós í nótt þegar miðherjinn DeAndre Jordan ákvað að halda kyrru fyrir hjá Los Angeles Clippers. 9. júlí 2015 12:04 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira
Leikstjórnandinn Deron Williams er genginn í raðir Dallas Mavericks frá Brooklyn Nets. Þetta eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Dallas sem voru súrir eftir að miðherjinn DeAndre Jordan hætti við að semja við liðið eins og fjallað hefur verið um. Næsta tímabil verður það tólfta hjá Williams í NBA-deildinni en hann var valinn númer þrjú í nýliðavalinu 2005 af Utah Jazz. Williams, sem er 31 árs, lék með Utah til 2011 þegar honum var skipt til Brooklyn Nets, eða New Jersey Nets eins og liðið hét þá. Williams, sem var í menntaskóla í Texas, tekur við leikstjórnadastöðunni hjá Dallas af Rajon Rondo sem er farinn til Sacramento Kings. Dallas, sem féll úr leik fyrir Houston Rockets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vetur, teflir fram nokkuð breyttu liði á næsta tímabili en meðal leikmanna sem komnir eru til liðsins eru Wesley Matthews, Zaza Pachulia og Richard Jefferson, auk Williams. Williams hefur þrívegis verið valinn til þátttöku í Stjörnuleiknum auk þess sem hann var valinn í annað úrvalslið NBA 2008 og 2010. Þá vann leikstjórnandinn til gullverðlauna með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum 2008 og 2012. Williams er með 17,0 stig, 3,2 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferlinum. Hann er einn fimm leikmanna sem eru að spila í NBA-deildinni í dag sem hafa skorað a.m.k. 12.000 stig og gefið 6000 stoðsendingar á ferlinum. Hinir eru Chris Paul, Kobe Bryant, Andre Miller og LeBron James.OFFICIAL: Join us in welcoming PG .@DeronWilliams to the Dallas Mavericks! http://t.co/wv5yhx5crj pic.twitter.com/nrpZWbDOYK— Dallas Mavericks (@dallasmavs) July 14, 2015
NBA Tengdar fréttir Jordan hættur við að fara til Dallas | Verður áfram hjá Clippers Hlutirnir eru oft fljótir að breytast í NBA-deildinni eins og kom í ljós í nótt þegar miðherjinn DeAndre Jordan ákvað að halda kyrru fyrir hjá Los Angeles Clippers. 9. júlí 2015 12:04 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira
Jordan hættur við að fara til Dallas | Verður áfram hjá Clippers Hlutirnir eru oft fljótir að breytast í NBA-deildinni eins og kom í ljós í nótt þegar miðherjinn DeAndre Jordan ákvað að halda kyrru fyrir hjá Los Angeles Clippers. 9. júlí 2015 12:04