Röng forgangsröðun í bankakerfinu Stjórnarmaðurinn skrifar 15. júlí 2015 08:57 Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. Áætlar bankinn að byggingin muni kosta um átta milljarða króna og komi til með að borga sig upp á u.þ.b. tíu árum enda hyggist bankinn selja fasteignir á móti, auk þess sem leigukostnaður mun minnka. Landsbankinn er 98% í eigu íslenska ríkisins – skattgreiðenda. Hagnaður bankans á síðasta ári nam tæplega 28 milljörðum króna, og ætla má að afkoman í ár verði sambærileg sé miðað við fyrsta ársfjórðung. Ekki er þó allt sem sýnist í uppgjörum bankanna, enda vitað mál að lán sem færð voru úr gömlu bankanum í þá nýju á afslætti hafa verið innheimt að fullu. Viðlíka afkomutölur eru því síður en svo tryggðar til frambúðar, heldur byggjast að stórum hluta á einskiptihagnaði. Raunar er ljóst að þegar kemur að skuldadögum þurfa bankarnir sennilega að vernda afkomu sína með hagræðingu eða hækkun þjónustugjalda. Nema hvort tveggja verði raunin. Því þykir stjórnarmanninum kyndugt að lesa um fyrirætlanir ríkisbankans um byggingu nýrra höfuðstöðva, en ætla mætti að þarfari verkefni bíði úrlausnar í fjármálageiranum. Þannig mætti til að mynda nefna sölu á eignum sem ekki teljast til kjarnastarfsemi, en bankarnir eiga í dag stóra hluti í fyrirtækjum á hinum ýmsu sviðum – allt frá fasteignum og matvöru yfir í fjarskipti. Fækkun starfsfólks í fjármálageiranum hefur sömuleiðis verið óveruleg síðan 2008, en skv. Fjármálaeftirlitinu eru starfsmenn í dag einungis 11% færri en í árslok 2008. Áhugavert í ljósi þess að eignir bankanna eru í dag sagðar vera um það bil fimmtungur af því sem þær voru sumarið 2008. Spurningin er því hvort laun á húsnæðisvanda Landsbankans liggi ekki í augum uppi. Kaupþing byggði á sínum tíma veglegar höfuðstöðvar í Borgartúni. Lokið var við bygginguna í árslok 2007, og hýsti hún megnið af innlendri starfsemi bankans. Í dag er byggingin notuð undir höfuðstöðvar Arion banka. Í ljósi þess að Borgartúnshöllin hýsti á sínum tíma banka sem var margfaldur að stærð við samanlagða starfsemi Arion Banka og Landsbankans mætti ímynda sér að undir eðlilegum kringumstæðum gætu bankarnir deilt aðstöðunni þannig að vel færi um alla. Jafnvel mætti ganga lengra og sameina hreinlega bankana tvo. Við sameininguna mætti svo greiða út veglegan arð til ríkisins, sem t.d. gæti staðið undir byggingu nýs spítala.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. Áætlar bankinn að byggingin muni kosta um átta milljarða króna og komi til með að borga sig upp á u.þ.b. tíu árum enda hyggist bankinn selja fasteignir á móti, auk þess sem leigukostnaður mun minnka. Landsbankinn er 98% í eigu íslenska ríkisins – skattgreiðenda. Hagnaður bankans á síðasta ári nam tæplega 28 milljörðum króna, og ætla má að afkoman í ár verði sambærileg sé miðað við fyrsta ársfjórðung. Ekki er þó allt sem sýnist í uppgjörum bankanna, enda vitað mál að lán sem færð voru úr gömlu bankanum í þá nýju á afslætti hafa verið innheimt að fullu. Viðlíka afkomutölur eru því síður en svo tryggðar til frambúðar, heldur byggjast að stórum hluta á einskiptihagnaði. Raunar er ljóst að þegar kemur að skuldadögum þurfa bankarnir sennilega að vernda afkomu sína með hagræðingu eða hækkun þjónustugjalda. Nema hvort tveggja verði raunin. Því þykir stjórnarmanninum kyndugt að lesa um fyrirætlanir ríkisbankans um byggingu nýrra höfuðstöðva, en ætla mætti að þarfari verkefni bíði úrlausnar í fjármálageiranum. Þannig mætti til að mynda nefna sölu á eignum sem ekki teljast til kjarnastarfsemi, en bankarnir eiga í dag stóra hluti í fyrirtækjum á hinum ýmsu sviðum – allt frá fasteignum og matvöru yfir í fjarskipti. Fækkun starfsfólks í fjármálageiranum hefur sömuleiðis verið óveruleg síðan 2008, en skv. Fjármálaeftirlitinu eru starfsmenn í dag einungis 11% færri en í árslok 2008. Áhugavert í ljósi þess að eignir bankanna eru í dag sagðar vera um það bil fimmtungur af því sem þær voru sumarið 2008. Spurningin er því hvort laun á húsnæðisvanda Landsbankans liggi ekki í augum uppi. Kaupþing byggði á sínum tíma veglegar höfuðstöðvar í Borgartúni. Lokið var við bygginguna í árslok 2007, og hýsti hún megnið af innlendri starfsemi bankans. Í dag er byggingin notuð undir höfuðstöðvar Arion banka. Í ljósi þess að Borgartúnshöllin hýsti á sínum tíma banka sem var margfaldur að stærð við samanlagða starfsemi Arion Banka og Landsbankans mætti ímynda sér að undir eðlilegum kringumstæðum gætu bankarnir deilt aðstöðunni þannig að vel færi um alla. Jafnvel mætti ganga lengra og sameina hreinlega bankana tvo. Við sameininguna mætti svo greiða út veglegan arð til ríkisins, sem t.d. gæti staðið undir byggingu nýs spítala.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira