„Allavega ekki að koma ísöld“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. júlí 2015 13:20 Sævar Helgi Bragason. Vísir/Anton „Það er allavega ekki að koma ísöld,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, í samtali við Vísi um fréttir þess efnis að lítil ísöld geti átt sér stað á jörðinni vegna minnkandi virkni sólar. Greint var frá niðurstöðum vísindamanna við Háskólann í Northumbria á Englandi í gær sem sögðu virkni sólar eiga eftir að dragast saman um allt að 60 af hundraði upp úr 2030 og því myndi fylgja kólnun á jörðinni og lítil ísöld nefnd í því samhengi sem myndi vara í nokkra áratugi.Fleiri áhrifaþættir Sævar segir hins vegar allt of snemmt að segja til um það. „Þetta var líkindagerð þar sem vísindamenn voru að reyna skilja hvers vegna sólblettasveiflan er mismunandi öflug. Það er í rauninni aðalinntakið með rannsókninni. Svo er klykkt út með því í lok fréttatilkynningarinnar frá konunglega breska stjarnvísindafélaginu, frá vísindamönnunum sjálfum, að eftir fimmtán ár verði þessi sólblettasveifla í sögulegu lágmarki og gæti orðið jafn lítil eins og hún var í kringum það sem kallast Maunder-lágmarkið kringum 1650 þegar áratugir liðu án þess að nokkrir sólblettir sæjust á sólinni.“Erum við á leið inn í nýja ísöld? Alveg örugglega ekki.Á 10-12 ára tímabili gengur sólin í gegnum það sem við köllum...Posted by Stjörnufræðivefurinn on Monday, July 13, 2015Merki um eldgos fundist Hann segir mikið kuldaskeið hafa verið í Evrópu á sama tíma. „Sem hófst reyndar miklu fyrr og lauk svo töluvert seinna eftir að virkni sólarinnar var komið aftur í lag. Litlu ísöldinni lauk ekkert fyrr en lok nítjándu aldar. Þar voru miklu fleiri áhrifaþættir sem höfðu áhrif á þessa litlu ísöld en bara sólin. Jarðfræðingar hafa stungið upp á og fundið merki um mikil eldgos sem hafa orðið á þrettándu - fjórtándu öld þó aldrei hafi tekist að staðsetja það almennilega. Svo hafa menn líka skoðað breytingar á vindröstum sem hafa verið að dæla köldu lofti yfir Bandaríkin og breytingar á hafstraumum.“ Hann segir Halldór Björnsson veðurfræðing hafa bent á að ef virkni sólar færi minnkandi þá myndi hiti lækka um hálfa gráðu sem myndi ekki vega upp á móti hlýnuninni sem hefur orðið frá árinu 1900 sem nemur um 0,8 gráðum.Ótímabært að tala um kólnun Hann segir rannsókn bresku vísindamannanna ekki hafa farið í gegnum ritrýningu sér af vitandi og því beri að taka henni með fyrirvara. „Það getur vel verið að við séum að sigla inn í rólegt tímabil í virkni sólarinnar, það sýnir sig kannski á því að núverandi sólblettasveifla er mun veikari en menn áttu von á og sú veikasta í næstum því hundrað ár. Við gætum alveg verið að sigla inn í rólegt tímabil en hvort því fylgir einhver kólnun það er allt of ótímabært að segja til um. Það er allavega ekki að koma ísöld. “ Veður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
„Það er allavega ekki að koma ísöld,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, í samtali við Vísi um fréttir þess efnis að lítil ísöld geti átt sér stað á jörðinni vegna minnkandi virkni sólar. Greint var frá niðurstöðum vísindamanna við Háskólann í Northumbria á Englandi í gær sem sögðu virkni sólar eiga eftir að dragast saman um allt að 60 af hundraði upp úr 2030 og því myndi fylgja kólnun á jörðinni og lítil ísöld nefnd í því samhengi sem myndi vara í nokkra áratugi.Fleiri áhrifaþættir Sævar segir hins vegar allt of snemmt að segja til um það. „Þetta var líkindagerð þar sem vísindamenn voru að reyna skilja hvers vegna sólblettasveiflan er mismunandi öflug. Það er í rauninni aðalinntakið með rannsókninni. Svo er klykkt út með því í lok fréttatilkynningarinnar frá konunglega breska stjarnvísindafélaginu, frá vísindamönnunum sjálfum, að eftir fimmtán ár verði þessi sólblettasveifla í sögulegu lágmarki og gæti orðið jafn lítil eins og hún var í kringum það sem kallast Maunder-lágmarkið kringum 1650 þegar áratugir liðu án þess að nokkrir sólblettir sæjust á sólinni.“Erum við á leið inn í nýja ísöld? Alveg örugglega ekki.Á 10-12 ára tímabili gengur sólin í gegnum það sem við köllum...Posted by Stjörnufræðivefurinn on Monday, July 13, 2015Merki um eldgos fundist Hann segir mikið kuldaskeið hafa verið í Evrópu á sama tíma. „Sem hófst reyndar miklu fyrr og lauk svo töluvert seinna eftir að virkni sólarinnar var komið aftur í lag. Litlu ísöldinni lauk ekkert fyrr en lok nítjándu aldar. Þar voru miklu fleiri áhrifaþættir sem höfðu áhrif á þessa litlu ísöld en bara sólin. Jarðfræðingar hafa stungið upp á og fundið merki um mikil eldgos sem hafa orðið á þrettándu - fjórtándu öld þó aldrei hafi tekist að staðsetja það almennilega. Svo hafa menn líka skoðað breytingar á vindröstum sem hafa verið að dæla köldu lofti yfir Bandaríkin og breytingar á hafstraumum.“ Hann segir Halldór Björnsson veðurfræðing hafa bent á að ef virkni sólar færi minnkandi þá myndi hiti lækka um hálfa gráðu sem myndi ekki vega upp á móti hlýnuninni sem hefur orðið frá árinu 1900 sem nemur um 0,8 gráðum.Ótímabært að tala um kólnun Hann segir rannsókn bresku vísindamannanna ekki hafa farið í gegnum ritrýningu sér af vitandi og því beri að taka henni með fyrirvara. „Það getur vel verið að við séum að sigla inn í rólegt tímabil í virkni sólarinnar, það sýnir sig kannski á því að núverandi sólblettasveifla er mun veikari en menn áttu von á og sú veikasta í næstum því hundrað ár. Við gætum alveg verið að sigla inn í rólegt tímabil en hvort því fylgir einhver kólnun það er allt of ótímabært að segja til um. Það er allavega ekki að koma ísöld. “
Veður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira