Conor: Ég grét af gleði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. júlí 2015 08:25 Conor kominn með beltið um mittið. vísir/getty Conor McGregor stóð við stóru orðin enn eina ferðina í nótt er hann varð heimsmeistari í fjaðurvigt eftir ótrúlegan bardaga gegn Chad Mendes. Conor mætti til leiks sírifandi kjaft og nýtti stærðarmuninn til þess að sparka og kýla Mendes. Hann varð þó aðeins of góður með sig því hann gætti ekki að sér og var tekinn niður tvisvar strax í fyrstu lotu. Í annarri lotu náði Mendes honum fljótt niður og var ofan á McGregor í um fjórar mínútur. Hann er frábær glímumaður og náði að halda McGregor. Hann meiddi og blóðgaði hann líka. Þegar nokkrar sekúndur eru eftir af annarri lotu nær McGregor að losa sig á ævintýralegan hátt og í kjölfarið rotaði hann Mendes á nokkrum sekúndum. Hann snéri að því er virtist töpuðum bardaga upp í sigur. Hann er því tímabundinn meistari en Jose Aldo fær að keppa við hann síðar en Aldo hefur haldið beltinu frá upphafi.Conor nær góðu sparki á Mendes.vísir/getty„Það þyrmdi yfir mig þegar ég náði loks takmarki mínu. Ég táraðist enda hefur þetta verið ótrúlegt ferðalag," sagði McGregor á blaðamannafundi eftir bardagann. Hann mætti langsíðastur á fundinn og sat einn með blaðamönnum. Honum gekk ekkert vel að klára lyfjapróf en það hafðist. „Það eru alltaf einhverjir að efast um að ég geti ekki hitt og þetta. Ég sýndi núna að ég ræð vel við glímuna og gat losað mig frá sterkum manni eins og Chad. Ég get alltaf svarað öllu," sagði McGregor en hann var augljóslega í miklu tilfinningalega uppnámi. Hann hefur lagt mikið á sig við að gera þetta að stærsta viðburði í sögu UFC og til að mynda aðeins sofið 19 sinnum heima hjá sér á árinu. Hann er búinn að setja heimset í fjölda viðtala og öll vinnan var að skila sér. „Ég elska ykkur blaðamenn en ég hef gjörsamlega fengið nóg af ykkur í bili," sagði McGregor og uppskar mikil hlátrasköll. Hann sagðist líka hafa verið meira meiddur en Jose Aldo sem dró sig úr bardaganum. Hann vildi samt ekki segja hvað hefði verið að plaga hann. „Ég gat ekki brugðist þjóð minni. Það er dýrt fyrir Íra að koma hingað og ég veit að fólkið var búið að vinna mikið fyrir því að komast hingað. Færa fórnir og ég gat ekki brugðist þessu fólki. Ég ætlaði alltaf að berjast." Mendes var auðmjúkur eftir tapið sem var svekkjandi enda var hann í góðri stöðu. „Ég tók áhættu og reyndi að klára hann í stað þess að halda áfram að halda minni stöðu og lemja á honum. Þessi áhættu kostaði mig sigurinn," sagði Mendes en hann var augljóslega mjög þreyttur er þeir stóðu aftur upp. „Ég var mjög þreyttur og lappirnar riðuðu. Ég tek samt ekkert af Conor að hann gat rifið kjaft allan bardagann. Meira að segja þegar ég náði að meiða hann og blóðga. Það var ótrúlegt. Hann er ekki endilega svo höggþungur eins og talað er um en hann er svakalega nákvæmur. Hann var betri og ég óska honum til hamingju."Mendes með Conor í erfiðri stöðu.vísir/getty MMA Tengdar fréttir Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur "Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 07:59 Mike Tyson sá Gunnar vinna Thatch og óskaði honum til hamingju Fyrrverandi heimsmeistarinn í hnefaleikum var ánægður með frammistöðu Gunnars Nelson gegn Brandon Thatch. 12. júlí 2015 03:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06 Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Sjá meira
Conor McGregor stóð við stóru orðin enn eina ferðina í nótt er hann varð heimsmeistari í fjaðurvigt eftir ótrúlegan bardaga gegn Chad Mendes. Conor mætti til leiks sírifandi kjaft og nýtti stærðarmuninn til þess að sparka og kýla Mendes. Hann varð þó aðeins of góður með sig því hann gætti ekki að sér og var tekinn niður tvisvar strax í fyrstu lotu. Í annarri lotu náði Mendes honum fljótt niður og var ofan á McGregor í um fjórar mínútur. Hann er frábær glímumaður og náði að halda McGregor. Hann meiddi og blóðgaði hann líka. Þegar nokkrar sekúndur eru eftir af annarri lotu nær McGregor að losa sig á ævintýralegan hátt og í kjölfarið rotaði hann Mendes á nokkrum sekúndum. Hann snéri að því er virtist töpuðum bardaga upp í sigur. Hann er því tímabundinn meistari en Jose Aldo fær að keppa við hann síðar en Aldo hefur haldið beltinu frá upphafi.Conor nær góðu sparki á Mendes.vísir/getty„Það þyrmdi yfir mig þegar ég náði loks takmarki mínu. Ég táraðist enda hefur þetta verið ótrúlegt ferðalag," sagði McGregor á blaðamannafundi eftir bardagann. Hann mætti langsíðastur á fundinn og sat einn með blaðamönnum. Honum gekk ekkert vel að klára lyfjapróf en það hafðist. „Það eru alltaf einhverjir að efast um að ég geti ekki hitt og þetta. Ég sýndi núna að ég ræð vel við glímuna og gat losað mig frá sterkum manni eins og Chad. Ég get alltaf svarað öllu," sagði McGregor en hann var augljóslega í miklu tilfinningalega uppnámi. Hann hefur lagt mikið á sig við að gera þetta að stærsta viðburði í sögu UFC og til að mynda aðeins sofið 19 sinnum heima hjá sér á árinu. Hann er búinn að setja heimset í fjölda viðtala og öll vinnan var að skila sér. „Ég elska ykkur blaðamenn en ég hef gjörsamlega fengið nóg af ykkur í bili," sagði McGregor og uppskar mikil hlátrasköll. Hann sagðist líka hafa verið meira meiddur en Jose Aldo sem dró sig úr bardaganum. Hann vildi samt ekki segja hvað hefði verið að plaga hann. „Ég gat ekki brugðist þjóð minni. Það er dýrt fyrir Íra að koma hingað og ég veit að fólkið var búið að vinna mikið fyrir því að komast hingað. Færa fórnir og ég gat ekki brugðist þessu fólki. Ég ætlaði alltaf að berjast." Mendes var auðmjúkur eftir tapið sem var svekkjandi enda var hann í góðri stöðu. „Ég tók áhættu og reyndi að klára hann í stað þess að halda áfram að halda minni stöðu og lemja á honum. Þessi áhættu kostaði mig sigurinn," sagði Mendes en hann var augljóslega mjög þreyttur er þeir stóðu aftur upp. „Ég var mjög þreyttur og lappirnar riðuðu. Ég tek samt ekkert af Conor að hann gat rifið kjaft allan bardagann. Meira að segja þegar ég náði að meiða hann og blóðga. Það var ótrúlegt. Hann er ekki endilega svo höggþungur eins og talað er um en hann er svakalega nákvæmur. Hann var betri og ég óska honum til hamingju."Mendes með Conor í erfiðri stöðu.vísir/getty
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur "Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 07:59 Mike Tyson sá Gunnar vinna Thatch og óskaði honum til hamingju Fyrrverandi heimsmeistarinn í hnefaleikum var ánægður með frammistöðu Gunnars Nelson gegn Brandon Thatch. 12. júlí 2015 03:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06 Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Sjá meira
Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur "Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 07:59
Mike Tyson sá Gunnar vinna Thatch og óskaði honum til hamingju Fyrrverandi heimsmeistarinn í hnefaleikum var ánægður með frammistöðu Gunnars Nelson gegn Brandon Thatch. 12. júlí 2015 03:30
Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40
Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06