Tómas Lemarquis fer með hlutverk Caliban í X-Men: Apocalypse Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2015 17:00 Tómas Lemarquis, leikari og myndlistarmaður. vísir/stefán Íslenski leikarinn Tómas Lemarquis leikur Caliban í nýjustu X-men-myndinni sem ber heitið X-Men: Apocalypse. Leikstjóri myndarinnar er Bryan Singer en tökur fóru fram í Montreal í Kanada fyrir um mánuði síðan. „Ég er með umboðsmann í Los Angeles og þetta verkefni kom í gegnum hann. Ég þurfti að senda frá mér svona „self-tape“ sem maður tekur upp sjálfur en svo höfðu framleiðendur líka séð mig í bíómyndunum sem ég hef verið í,“ segir Tómas í samtali við Vísi en frá þessu var greint fyrst á DV. Á meðal þeirra leikara í X-Men: Apocalypse eru þau Jennifer Lawrence, Michael Fassbender, Olivia Munn og James McAvoy. Tómas má hins vegar ekkert gefa upp um hverjum hann leikur á móti í myndinni eða hversu stórt hlutverkið hans er þar sem hann er bundinn trúnaði um verkefnið. Þá má hann heldur ekki greina frá því hversu lengi hann var við tökur í Montreal.Klippimyndin Fellinis sem Tómas sýndi á listahátíðinni DOMA.mynd/Tómas LemarquisVar í tökum á landamærum Sýrlands og Íran Frá Kanada hélt Tómas svo til Sofíu í Búlgaríu þar sem hann tók þátt í skandinavísku listahátíðinni DOMA ásamt fleiri íslenskum listamönnum. „Ég var þar að sýna klippimyndir sem ég hef verið að gera,“ segir Tómas en hann lauk á sínum tíma myndlistarnámi frá Listaháskóla Íslands. Hann segir leiklistina hafa tekið meiri tíma síðustu ár en að hann taki reglulega skorpur í myndlistinni. Áður en Tómas kom svo í frí til Íslands fór hann til Tyrklands þar sem hann var í tökum á listrænni bíómynd sem sýnd verður á Istanbúl-tvíæringnum. „Myndin var bæði tekin upp í stúdíóí en einnig úti, nálægt landamærum Sýrlands og Írans. Það var magnað að koma þangað en einnig nokkuð sérstakt því þarna er mikið af rústum og fornminjum en núna voru engir ferðamenn á svæðinu út af ástandinu í Sýrlandi,“ segir Tómas. Tengdar fréttir Jennifer Lawrence söluhæst árið 2014 Leikkonan Jennifer Lawrence er samkvæmt tímaritinu Forbes sá leikari ársins 2014 sem aflaði mestra miðasölutekna. 29. desember 2014 09:00 Leika ekki í næstu X-men Patrick Stewart og Ian McKellen munu líklega ekki leika í hinni væntanlegu X-Men: Apocalypse sem kemur út á næsta ári. 19. janúar 2015 11:30 Í viðræðum vegna X-Men Ástralski leikarinn Hugh Jackman er í viðræðum um að leika í X-Men: Apocalypse. 18. desember 2014 18:15 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Íslenski leikarinn Tómas Lemarquis leikur Caliban í nýjustu X-men-myndinni sem ber heitið X-Men: Apocalypse. Leikstjóri myndarinnar er Bryan Singer en tökur fóru fram í Montreal í Kanada fyrir um mánuði síðan. „Ég er með umboðsmann í Los Angeles og þetta verkefni kom í gegnum hann. Ég þurfti að senda frá mér svona „self-tape“ sem maður tekur upp sjálfur en svo höfðu framleiðendur líka séð mig í bíómyndunum sem ég hef verið í,“ segir Tómas í samtali við Vísi en frá þessu var greint fyrst á DV. Á meðal þeirra leikara í X-Men: Apocalypse eru þau Jennifer Lawrence, Michael Fassbender, Olivia Munn og James McAvoy. Tómas má hins vegar ekkert gefa upp um hverjum hann leikur á móti í myndinni eða hversu stórt hlutverkið hans er þar sem hann er bundinn trúnaði um verkefnið. Þá má hann heldur ekki greina frá því hversu lengi hann var við tökur í Montreal.Klippimyndin Fellinis sem Tómas sýndi á listahátíðinni DOMA.mynd/Tómas LemarquisVar í tökum á landamærum Sýrlands og Íran Frá Kanada hélt Tómas svo til Sofíu í Búlgaríu þar sem hann tók þátt í skandinavísku listahátíðinni DOMA ásamt fleiri íslenskum listamönnum. „Ég var þar að sýna klippimyndir sem ég hef verið að gera,“ segir Tómas en hann lauk á sínum tíma myndlistarnámi frá Listaháskóla Íslands. Hann segir leiklistina hafa tekið meiri tíma síðustu ár en að hann taki reglulega skorpur í myndlistinni. Áður en Tómas kom svo í frí til Íslands fór hann til Tyrklands þar sem hann var í tökum á listrænni bíómynd sem sýnd verður á Istanbúl-tvíæringnum. „Myndin var bæði tekin upp í stúdíóí en einnig úti, nálægt landamærum Sýrlands og Írans. Það var magnað að koma þangað en einnig nokkuð sérstakt því þarna er mikið af rústum og fornminjum en núna voru engir ferðamenn á svæðinu út af ástandinu í Sýrlandi,“ segir Tómas.
Tengdar fréttir Jennifer Lawrence söluhæst árið 2014 Leikkonan Jennifer Lawrence er samkvæmt tímaritinu Forbes sá leikari ársins 2014 sem aflaði mestra miðasölutekna. 29. desember 2014 09:00 Leika ekki í næstu X-men Patrick Stewart og Ian McKellen munu líklega ekki leika í hinni væntanlegu X-Men: Apocalypse sem kemur út á næsta ári. 19. janúar 2015 11:30 Í viðræðum vegna X-Men Ástralski leikarinn Hugh Jackman er í viðræðum um að leika í X-Men: Apocalypse. 18. desember 2014 18:15 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Jennifer Lawrence söluhæst árið 2014 Leikkonan Jennifer Lawrence er samkvæmt tímaritinu Forbes sá leikari ársins 2014 sem aflaði mestra miðasölutekna. 29. desember 2014 09:00
Leika ekki í næstu X-men Patrick Stewart og Ian McKellen munu líklega ekki leika í hinni væntanlegu X-Men: Apocalypse sem kemur út á næsta ári. 19. janúar 2015 11:30
Í viðræðum vegna X-Men Ástralski leikarinn Hugh Jackman er í viðræðum um að leika í X-Men: Apocalypse. 18. desember 2014 18:15