Brestir í aðgerðaáætlun gegn mansali Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. júlí 2015 19:30 Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um aðgerðir einstakra ríkja heims gegn mansali sem kom út á mánudag eru gerðar alvarlega athugasemdir við framkvæmd aðgerðaráætlunar íslenskra stjórnvalda. Bæta þurfi eftirlit á vinnustöðum, þekkingu saksóknara og dómara á mansali og efla löggæslu. Í fréttum okkar í síðustu viku greindum við frá því að mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu væri að aðstoða lögregluna í Bolungarvík vegna mögulegs mansals er varðar tuttugu pólska starfsmenn í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs. En í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins er mansal á Íslandi sagt fara fram í fiskvinnslu, veitingastöðum, byggingariðnaði og á nuddstofum.Í úttektum Fréttablaðsins á þessu ári hefur verið greint frá umfangi og tilvist mansals á Íslandi, fjárskorti og úrræðaleysi í málefnum þolenda. Þingflokksformaður Vinstri Grænna, Svandís Svavarsdóttir, segir efni skýrslunnar alvarlegt. „Þetta eru alvarlegar fréttir fyrir Ísland og vekur okkur til umhugsunar um það að svo virðist sem að hvorki stjórnvöld né almenningur hafi látið sig þennan þátt varða nægilega. Við virðumst ekki hafa horft í augu við það að þetta er íslenskur veruleiki því miður.“ Innanríkisráðherra verði að svara fyrir hvers vegna svo fá atriði áætlunar stjórnvalda hafi komið til framkvæmda en Svandís lagði fram fyrirspurn og spurði um framfylgd aðgerðaáætlunar gegn mansali fyrr í vetur. „Nú kemur fram staðfesting á því að mansalsáætlun var ekki sett fram í lausu lofti heldur af raunverulegri þörf. Það kemur líka fram í þessari skýrslu að spurningin var heldur ekki úr lausu lofti gripin að spyrja hversu vel áætluninni var fylgt eftir. Ég held að ráðherra þessa málaflokks þurfi að svara því áður en þingið kemur saman til hausts með hvaða hætti framkvæmdavaldið ætlar að taka á þessu með ábyrgum hætti.“ John Kerry minnir á að baráttan gegn mansali sé gríðarleg áskorun sem allir þurfi að taka þátt í. „Hvað ef mansalsfórnarlambið væri einhver sem við þekktum? Hvað ef það væri nágranni okkar, eða verra eins og í martröð, sonur eða dóttir eða einhver nákominn?“ Mansal í Vík Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um aðgerðir einstakra ríkja heims gegn mansali sem kom út á mánudag eru gerðar alvarlega athugasemdir við framkvæmd aðgerðaráætlunar íslenskra stjórnvalda. Bæta þurfi eftirlit á vinnustöðum, þekkingu saksóknara og dómara á mansali og efla löggæslu. Í fréttum okkar í síðustu viku greindum við frá því að mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu væri að aðstoða lögregluna í Bolungarvík vegna mögulegs mansals er varðar tuttugu pólska starfsmenn í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs. En í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins er mansal á Íslandi sagt fara fram í fiskvinnslu, veitingastöðum, byggingariðnaði og á nuddstofum.Í úttektum Fréttablaðsins á þessu ári hefur verið greint frá umfangi og tilvist mansals á Íslandi, fjárskorti og úrræðaleysi í málefnum þolenda. Þingflokksformaður Vinstri Grænna, Svandís Svavarsdóttir, segir efni skýrslunnar alvarlegt. „Þetta eru alvarlegar fréttir fyrir Ísland og vekur okkur til umhugsunar um það að svo virðist sem að hvorki stjórnvöld né almenningur hafi látið sig þennan þátt varða nægilega. Við virðumst ekki hafa horft í augu við það að þetta er íslenskur veruleiki því miður.“ Innanríkisráðherra verði að svara fyrir hvers vegna svo fá atriði áætlunar stjórnvalda hafi komið til framkvæmda en Svandís lagði fram fyrirspurn og spurði um framfylgd aðgerðaáætlunar gegn mansali fyrr í vetur. „Nú kemur fram staðfesting á því að mansalsáætlun var ekki sett fram í lausu lofti heldur af raunverulegri þörf. Það kemur líka fram í þessari skýrslu að spurningin var heldur ekki úr lausu lofti gripin að spyrja hversu vel áætluninni var fylgt eftir. Ég held að ráðherra þessa málaflokks þurfi að svara því áður en þingið kemur saman til hausts með hvaða hætti framkvæmdavaldið ætlar að taka á þessu með ábyrgum hætti.“ John Kerry minnir á að baráttan gegn mansali sé gríðarleg áskorun sem allir þurfi að taka þátt í. „Hvað ef mansalsfórnarlambið væri einhver sem við þekktum? Hvað ef það væri nágranni okkar, eða verra eins og í martröð, sonur eða dóttir eða einhver nákominn?“
Mansal í Vík Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði