Mikilvæg atkvæðagreiðsla á gríska þinginu í kvöld Heimir Már Pétursson skrifar 22. júlí 2015 13:11 Alexis Tsipras forsætisráðherra reynir að koma aga á þá stjórnarþingmenn sem ekki fylgdu honum að málum við atkvæðagreiðslu í síðustu viku. vísir/afp Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands reynir nú að koma aga á þá þingmenn sem ýmist sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn frumvörpum í tengslum við björgunarpakka Evrópu í síðustu viku. En í kvöld fara fram umræður og mikilvæg atkvæðagreiðsla í gríska þinginu um önnur frumvörp sem samþykkja þarf áður en formlegar viðræður geta hafist við Evrópusambandið, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um framkvæmd 86 milljarða evra aðstoðar við landið. Í atkvæðagreiðslunni í síðustu viku greiddu 32 þingmenn stjórnarflokksins Syriza atkvæði gegn nauðsynlegum frumvörpum og sex sátu hjá. Tsipras segist hafa heyrt margar hetjulegar ræður frá þessum hópi en engar tillögur um hvað beri að gera annað til að bjarga Grikkjum út úr kreppunni. Ekki er útilokað að Tsipras boði til kosninga innan tíðar og telja stjórnmálaskýrendur nánast öruggt að hann muni vinna sigur, aðallega vegna þess að stjórnarandstöðuflokkarnir eru í tætlum, en einnig vegna persónulegs fylgis Tsipras á meðal kjósenda. Hann gæti notað kosningarnar til að losa sig við þann hluta þingmanna flokksins sem ekki fylgja honum að málum. Helstu stjórnarandstöðuflokkar leggjast gegn kosningum en síðast var kosið í Grikklandi í janúar. Grikkland Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands reynir nú að koma aga á þá þingmenn sem ýmist sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn frumvörpum í tengslum við björgunarpakka Evrópu í síðustu viku. En í kvöld fara fram umræður og mikilvæg atkvæðagreiðsla í gríska þinginu um önnur frumvörp sem samþykkja þarf áður en formlegar viðræður geta hafist við Evrópusambandið, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um framkvæmd 86 milljarða evra aðstoðar við landið. Í atkvæðagreiðslunni í síðustu viku greiddu 32 þingmenn stjórnarflokksins Syriza atkvæði gegn nauðsynlegum frumvörpum og sex sátu hjá. Tsipras segist hafa heyrt margar hetjulegar ræður frá þessum hópi en engar tillögur um hvað beri að gera annað til að bjarga Grikkjum út úr kreppunni. Ekki er útilokað að Tsipras boði til kosninga innan tíðar og telja stjórnmálaskýrendur nánast öruggt að hann muni vinna sigur, aðallega vegna þess að stjórnarandstöðuflokkarnir eru í tætlum, en einnig vegna persónulegs fylgis Tsipras á meðal kjósenda. Hann gæti notað kosningarnar til að losa sig við þann hluta þingmanna flokksins sem ekki fylgja honum að málum. Helstu stjórnarandstöðuflokkar leggjast gegn kosningum en síðast var kosið í Grikklandi í janúar.
Grikkland Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira