Præst setur pressu á Silfurskeiðina Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2015 20:30 Michael Præst var haldið eftir í myndatöku hjá skoskum ljósmyndurum. vísir/tom Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, vonast til að góð frammistaða Íslandsmeistaranna gegn Celtic á morgun geti kveikt þann neista sem þarf til í liði Garðbæinga. Titilvörn Stjörnunnar hefur verið mikil vonbrigði, en liðið er löngu dottið úr titilbaráttunni og hefur ekki enn unnið heimaleik í Pepsi-deildinni. „Við erum að spila betur og betur og gegn ÍA áttum við klárlega að vinna. Sjálfstraustið er að aukast því við erum allavega ekki að brotna niður eins og við gerðum í byrjun tímabilsins,“ sagði Præst á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Celtic í dag. „Góð úrslit gegn Celtic ættu að geta komið einhverju af stað hjá okkur og við þurfum líka á því að halda. Við þurfum sigra því tímabilið er að hlaupa frá okkur.“Skeiðin þarf að standa undir orðum fyrirliðans.vísir/daníelBestu stuðningsmenn á landinu Hann segir ekki mikinn mun á skoska liðinu og Lech Poznan frá Póllandi sem Stjarnan sló út í annarri umferðinni í fyrra. „Celtic spilar svipað og Poznan. Kantmennirnir leita inn á völlinn og bakverðirnir koma fram. Munurinn á liðunum var Stefan Johannsson. Við þurfum að stöðva hann og það gerðum við stærstan hluta fyrri hálfleiks,“ sagði Præst, en norski landsliðsmaðurinn fór illa með Stjörnuliðið. „Það er erfitt að stöðva gæðaleikmenn eins og hann. Stundum er þetta bara eitt færi eða ein sending sem skiptir öllu. Hann er mjög góður og við þurfum að passa hann.“ Præst talaði Silfurskeiðina, stuðningsmenn Stjörnunnar, mikið upp þegar skoskir blaðamenn spurðu hann um hvernig Stjarnan ætlar að snúa einvíginu sér í hag. Hann treystir á stuðning þeirra. Þeir áttu erfitt með að trúa að stuðningsmenn á jafn litlum velli gætu haft áhrif en aðspurður út í ummæli sín um Silfurskeiðina sagði Michael Præst: „Við erum með góða stuðningsmenn, þá bestu á landinu. Það mun koma þeim öllum á óvart hversu háværir 1.000 stuðningsmenn geta verið.“ Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03 Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Sjá meira
Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, vonast til að góð frammistaða Íslandsmeistaranna gegn Celtic á morgun geti kveikt þann neista sem þarf til í liði Garðbæinga. Titilvörn Stjörnunnar hefur verið mikil vonbrigði, en liðið er löngu dottið úr titilbaráttunni og hefur ekki enn unnið heimaleik í Pepsi-deildinni. „Við erum að spila betur og betur og gegn ÍA áttum við klárlega að vinna. Sjálfstraustið er að aukast því við erum allavega ekki að brotna niður eins og við gerðum í byrjun tímabilsins,“ sagði Præst á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Celtic í dag. „Góð úrslit gegn Celtic ættu að geta komið einhverju af stað hjá okkur og við þurfum líka á því að halda. Við þurfum sigra því tímabilið er að hlaupa frá okkur.“Skeiðin þarf að standa undir orðum fyrirliðans.vísir/daníelBestu stuðningsmenn á landinu Hann segir ekki mikinn mun á skoska liðinu og Lech Poznan frá Póllandi sem Stjarnan sló út í annarri umferðinni í fyrra. „Celtic spilar svipað og Poznan. Kantmennirnir leita inn á völlinn og bakverðirnir koma fram. Munurinn á liðunum var Stefan Johannsson. Við þurfum að stöðva hann og það gerðum við stærstan hluta fyrri hálfleiks,“ sagði Præst, en norski landsliðsmaðurinn fór illa með Stjörnuliðið. „Það er erfitt að stöðva gæðaleikmenn eins og hann. Stundum er þetta bara eitt færi eða ein sending sem skiptir öllu. Hann er mjög góður og við þurfum að passa hann.“ Præst talaði Silfurskeiðina, stuðningsmenn Stjörnunnar, mikið upp þegar skoskir blaðamenn spurðu hann um hvernig Stjarnan ætlar að snúa einvíginu sér í hag. Hann treystir á stuðning þeirra. Þeir áttu erfitt með að trúa að stuðningsmenn á jafn litlum velli gætu haft áhrif en aðspurður út í ummæli sín um Silfurskeiðina sagði Michael Præst: „Við erum með góða stuðningsmenn, þá bestu á landinu. Það mun koma þeim öllum á óvart hversu háværir 1.000 stuðningsmenn geta verið.“
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03 Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Sjá meira
Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03
Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32