Hvað myndi gerast ef kjarnorkusprengju yrði varpað á Ísland? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2015 17:15 Stór hluti stjórnkerfis Íslands er staðsettur innan þessa svæðis. Nukemap Í dag eru 70 ár liðin frá kjarnorkuárás Bandaríkjanna og bandamanna á Hiroshima í Japan. Ef sambærileg sprengja myndi springa yfir Þingholtunum myndu langflestar byggingar í miðborg Reykjavíkur verða jafnaðar við jörðu. Harpan, Háskóli Íslands, Hallgrímskirkja, Alþingishúsið. Allt myndi þetta fara og meira til. Allir þeir sem staðsettir væru á þessu svæði myndu deyja eða slasast alvarlega, nánast samstundis vegna sprengjunnar. Með hjálp vefforritsins Nukemap, sem sagnfræðingurinn Alex Wellerstein útbjó árið 2012 til þess að almenningur gæti betur áttað sig á krafti kjarnorkuvopna, hefur Vísir tekið saman hvaða áhrif sambærileg kjarnorkusprengja og varpað var á Hiroshima myndi hafa ef henni væri varpað á helstu þéttbýliskjarna Íslands. Þann 6. ágúst 1945 hóf Enola Gay, B-29 flugvél bandaríska hersins, sig á loft með kjarnorkusprengju innanborðs. Nokkrum tímum síðar höfðu 80.000 íbúar látið lífið í sprengingunni sem gjöreyðilagði um 70% af byggingum Hiroshima. Þegar allt er talið saman er talið að um 220.000 manns hafi týnt lífi vegna kjarnorkuárásarinnar á Hiroshima. Eftir að hafa orðið vitni að gjöreyðileggingu af völdum kjarnorkusprengjunnar hefur mannkynið sem betur fer ekki séð slíkar sprengjur notaðar til árása, þrátt fyrir að þróun á þeim hafi haldið áfram. AkureyriNukemapNánast ekkert yrði eftir af Akureyri ef sprengjunni yrði varpað yfir miðbænum. Aðeins íbúar í Síðuhverfinu myndu sleppa í fyrstu vegna sprengingarinnar þó spurning sé hvort að fjallendi í nágrenni myndu magna upp áhrif sprengingarinnar. Góðu fréttirnar er þó þær að flugvöllurinn ætti að sleppa þannig að hægt væri að fljúga með slasaða í burtu.HöfuðborgarsvæðiðNukemapKjarnorkusprengjan sem sprengd var yfir Hiroshima telst þó vera agnarsmá í dag. En ef svokölluð Trident sprengja sem er í kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjahers yrði sprengd yfir höfuðborgarsvæðinu myndi ekkert sveitarfélag innan þess sleppa. Sú sprengja er 30 sinnum stærri en Hiroshima-sprengjan.SuðvesturhorniðNukemapJafnvel hún telst þó lítil í samanburði við stærstu kjarnorkusprengju sem sprengd hefur verið. Hún nefndist Tzar-Bomba eða Keisarasprengjan og var sprengt í tilraunaskyni. Hún var 500 kílótonn og myndi hreinlega þurrka út Suðvesturhorn landsins eins og það leggur sig, allt frá Borgarnesi að Hellu. Kertafleytingar til minningar um fórnarlömb Hiroshima og Nagasaki verða á Tjörninni í Reykjavík í kvöld auk þess sem að sambærileg kertafleyting verður við tjörnina í Innbænum á Akureyri. Athafnirnar hefjast kl. 22.30. Fréttir af flugi Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Í dag eru 70 ár liðin frá kjarnorkuárás Bandaríkjanna og bandamanna á Hiroshima í Japan. Ef sambærileg sprengja myndi springa yfir Þingholtunum myndu langflestar byggingar í miðborg Reykjavíkur verða jafnaðar við jörðu. Harpan, Háskóli Íslands, Hallgrímskirkja, Alþingishúsið. Allt myndi þetta fara og meira til. Allir þeir sem staðsettir væru á þessu svæði myndu deyja eða slasast alvarlega, nánast samstundis vegna sprengjunnar. Með hjálp vefforritsins Nukemap, sem sagnfræðingurinn Alex Wellerstein útbjó árið 2012 til þess að almenningur gæti betur áttað sig á krafti kjarnorkuvopna, hefur Vísir tekið saman hvaða áhrif sambærileg kjarnorkusprengja og varpað var á Hiroshima myndi hafa ef henni væri varpað á helstu þéttbýliskjarna Íslands. Þann 6. ágúst 1945 hóf Enola Gay, B-29 flugvél bandaríska hersins, sig á loft með kjarnorkusprengju innanborðs. Nokkrum tímum síðar höfðu 80.000 íbúar látið lífið í sprengingunni sem gjöreyðilagði um 70% af byggingum Hiroshima. Þegar allt er talið saman er talið að um 220.000 manns hafi týnt lífi vegna kjarnorkuárásarinnar á Hiroshima. Eftir að hafa orðið vitni að gjöreyðileggingu af völdum kjarnorkusprengjunnar hefur mannkynið sem betur fer ekki séð slíkar sprengjur notaðar til árása, þrátt fyrir að þróun á þeim hafi haldið áfram. AkureyriNukemapNánast ekkert yrði eftir af Akureyri ef sprengjunni yrði varpað yfir miðbænum. Aðeins íbúar í Síðuhverfinu myndu sleppa í fyrstu vegna sprengingarinnar þó spurning sé hvort að fjallendi í nágrenni myndu magna upp áhrif sprengingarinnar. Góðu fréttirnar er þó þær að flugvöllurinn ætti að sleppa þannig að hægt væri að fljúga með slasaða í burtu.HöfuðborgarsvæðiðNukemapKjarnorkusprengjan sem sprengd var yfir Hiroshima telst þó vera agnarsmá í dag. En ef svokölluð Trident sprengja sem er í kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjahers yrði sprengd yfir höfuðborgarsvæðinu myndi ekkert sveitarfélag innan þess sleppa. Sú sprengja er 30 sinnum stærri en Hiroshima-sprengjan.SuðvesturhorniðNukemapJafnvel hún telst þó lítil í samanburði við stærstu kjarnorkusprengju sem sprengd hefur verið. Hún nefndist Tzar-Bomba eða Keisarasprengjan og var sprengt í tilraunaskyni. Hún var 500 kílótonn og myndi hreinlega þurrka út Suðvesturhorn landsins eins og það leggur sig, allt frá Borgarnesi að Hellu. Kertafleytingar til minningar um fórnarlömb Hiroshima og Nagasaki verða á Tjörninni í Reykjavík í kvöld auk þess sem að sambærileg kertafleyting verður við tjörnina í Innbænum á Akureyri. Athafnirnar hefjast kl. 22.30.
Fréttir af flugi Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira