Heimavallarsigur í fimmgangi á HM í Herning Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 5. ágúst 2015 20:13 Hér má sjá Reyni Örn á hestinum Greifa. Vísir/Jón Björnsson Dramatíkin heldur áfram á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Herning í Danmörku. Spennandi keppni fimmgangi lauk í dag. Það er hin danska Julie Christiansen á Hug frá Flugumýri II, sem stendur efst fyrir úrslitin á sunnudag. Julie er núverandi heimsmeistari í slaktaumatölti. Hún þurfti að grípa til varahests þar sem keppnishestur hennar forfallaðist á síðastu stundu, en það kom greinilega ekki að sök. Fulltrúi íslands, Reynir Örn Pálmason á Greifa frá Holtsmúla 1, átti jafna og góða sýningu. Hann lenti í 2. til 3. sæti með einkunnina 7,03 rétt eins og Jessica Rydin frá Svíþjóð.Hugur frá Flugumýri II er sannarlega flottur hestur.Vísir/Jón BjörnssonEyjólfur Þorsteinsson á hesti sínum Oliver frá Kvistum slapp naumlega inn í B-úrslit með einkunnina 6,40 í 10. til 12. Eyjólfu lenti í vandræðum með niðurtöku á skeiði og var það honum dýrt, en Óíiver og Eyjólfur standa efstir á heimslistanum í dag. Það verða því sjö knapar sem berjast um sæti í A-úrslitum í fimmgangi á þessu móti í stað fimm eins og venjan er. Eyjólfur á því enn möguleika að komast í A-úrslitin. Ungmennið Gústaf Ásgeir Hinriksson á Geisla frá Svanavatni átti ágæta sýningu en smá feill í fyrri skeiðspretti hefur sennilega kostað hann einhverjar kommur. Hann á því vonandi inni fyrir úrslitin í ungmennaflokknum. Fyrir sýningu sína í dag hlaut Gústaf 6,43 og er fjórði.Einbeittur Eyjólfur Þorsteinsson og Óliver.Vísir/Jón BjörnssonMikill viðsnúningur var í veðurfarinu hér í Herning frá í gær. Rigningu á þessu móti er lokið að sögn mótshaldara, sól og blíða það sem eftir er af mótinu. Mikið hefur fjölgað á mótsvæðinu í dag. Greinilegt er að mikið af íslendingum hafa bæst við og von á fleirum á morgun og fram að helgi. Fyrir áhugasama er bara að skella sér í flug og mæta á svæðið. Dómar kynbótahrossa, sem frestað var í gær stendur yfir og klárast í kvöld. Yfirlitssýning kynbótahrossa fer svo fram á morgun. A-úrslit á sunnudag 1. Julie Christiansen [DK] - Hugur frá Flugumýri II - 7,10 2. Reynir Örn Pálmason [IS] - Greifi frá Holtsmúla 1 - 7,03 2. Jessica Rydin [SE] - Jórik från Lönneberga [] 7,03 4. Magnús Skúlason [WC] [SE] - Hraunar frá Efri-Rauðalæk - 7,00 5. Rasmus Møller Jensen [DK] - Farsæll vom Hrafnsholt - 6,80 B- úrslit á laugardag 6. Mara Daniella Staubli [CH] - Hlébarði frá Ketilsstöðum - 6,60 7. Hans-Christian Løwe [DK] - Eldjárn fra Vivildgård - 6,57 8. Johannes Hoyos [AT] - Hrafn vom Schloßberg - 6,53 9. Steffi Svendsen [DK] - Ljóni frá Ketilsstöðum - 6,47 10 - 12. Eyjólfur Þorsteinsson [IS] - Oliver frá Kvistum – 6,40 10 - 12. Piet Hoyos [AT] - Glymur frá Flekkudal - 6,40 10 - 12. Chrissy Seipolt [US] - Dreki vom Wotanshof – 6,40 Ungmennaflokkur úrslit 1. Marvin Heinze [DE] - Myrkvi vom Quillerhof - 6,87 2. Kristian Tofte Ambo [DK] - Tónn frá Ólafsbergi - 6,77 3. Lara Balz [CH] - Trú från Sundäng - 6,50 4. Gústaf Ásgeir Hinriksson [IS] - Geisli frá Svanavatni - 6,43 5. Ingrid Marie Larsen [NO] - Dimmey fra Jakobsgården - 6,33 6. Sasha Sommer [DK] - Snar frá Kjartansstöðum - 6,33Hér má sjá öll úrslit mótsins.Fljúgandi skeið hjá Gústaf og Geisla.Vísir/Jón Björnsson. Hestar Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Sjá meira
Dramatíkin heldur áfram á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Herning í Danmörku. Spennandi keppni fimmgangi lauk í dag. Það er hin danska Julie Christiansen á Hug frá Flugumýri II, sem stendur efst fyrir úrslitin á sunnudag. Julie er núverandi heimsmeistari í slaktaumatölti. Hún þurfti að grípa til varahests þar sem keppnishestur hennar forfallaðist á síðastu stundu, en það kom greinilega ekki að sök. Fulltrúi íslands, Reynir Örn Pálmason á Greifa frá Holtsmúla 1, átti jafna og góða sýningu. Hann lenti í 2. til 3. sæti með einkunnina 7,03 rétt eins og Jessica Rydin frá Svíþjóð.Hugur frá Flugumýri II er sannarlega flottur hestur.Vísir/Jón BjörnssonEyjólfur Þorsteinsson á hesti sínum Oliver frá Kvistum slapp naumlega inn í B-úrslit með einkunnina 6,40 í 10. til 12. Eyjólfu lenti í vandræðum með niðurtöku á skeiði og var það honum dýrt, en Óíiver og Eyjólfur standa efstir á heimslistanum í dag. Það verða því sjö knapar sem berjast um sæti í A-úrslitum í fimmgangi á þessu móti í stað fimm eins og venjan er. Eyjólfur á því enn möguleika að komast í A-úrslitin. Ungmennið Gústaf Ásgeir Hinriksson á Geisla frá Svanavatni átti ágæta sýningu en smá feill í fyrri skeiðspretti hefur sennilega kostað hann einhverjar kommur. Hann á því vonandi inni fyrir úrslitin í ungmennaflokknum. Fyrir sýningu sína í dag hlaut Gústaf 6,43 og er fjórði.Einbeittur Eyjólfur Þorsteinsson og Óliver.Vísir/Jón BjörnssonMikill viðsnúningur var í veðurfarinu hér í Herning frá í gær. Rigningu á þessu móti er lokið að sögn mótshaldara, sól og blíða það sem eftir er af mótinu. Mikið hefur fjölgað á mótsvæðinu í dag. Greinilegt er að mikið af íslendingum hafa bæst við og von á fleirum á morgun og fram að helgi. Fyrir áhugasama er bara að skella sér í flug og mæta á svæðið. Dómar kynbótahrossa, sem frestað var í gær stendur yfir og klárast í kvöld. Yfirlitssýning kynbótahrossa fer svo fram á morgun. A-úrslit á sunnudag 1. Julie Christiansen [DK] - Hugur frá Flugumýri II - 7,10 2. Reynir Örn Pálmason [IS] - Greifi frá Holtsmúla 1 - 7,03 2. Jessica Rydin [SE] - Jórik från Lönneberga [] 7,03 4. Magnús Skúlason [WC] [SE] - Hraunar frá Efri-Rauðalæk - 7,00 5. Rasmus Møller Jensen [DK] - Farsæll vom Hrafnsholt - 6,80 B- úrslit á laugardag 6. Mara Daniella Staubli [CH] - Hlébarði frá Ketilsstöðum - 6,60 7. Hans-Christian Løwe [DK] - Eldjárn fra Vivildgård - 6,57 8. Johannes Hoyos [AT] - Hrafn vom Schloßberg - 6,53 9. Steffi Svendsen [DK] - Ljóni frá Ketilsstöðum - 6,47 10 - 12. Eyjólfur Þorsteinsson [IS] - Oliver frá Kvistum – 6,40 10 - 12. Piet Hoyos [AT] - Glymur frá Flekkudal - 6,40 10 - 12. Chrissy Seipolt [US] - Dreki vom Wotanshof – 6,40 Ungmennaflokkur úrslit 1. Marvin Heinze [DE] - Myrkvi vom Quillerhof - 6,87 2. Kristian Tofte Ambo [DK] - Tónn frá Ólafsbergi - 6,77 3. Lara Balz [CH] - Trú från Sundäng - 6,50 4. Gústaf Ásgeir Hinriksson [IS] - Geisli frá Svanavatni - 6,43 5. Ingrid Marie Larsen [NO] - Dimmey fra Jakobsgården - 6,33 6. Sasha Sommer [DK] - Snar frá Kjartansstöðum - 6,33Hér má sjá öll úrslit mótsins.Fljúgandi skeið hjá Gústaf og Geisla.Vísir/Jón Björnsson.
Hestar Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Sjá meira