Óli Jó: Teljum stigin að móti loknu | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2015 19:00 Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, mætir í Kaplakrika á morgun í fyrsta skipti síðan hann hætti sem þjálfari FH árið 2007. Ólafur náði frábærum árangri með FH en undir hans stjórn varð liðið þrívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. „Það verður gaman að koma þangað. Mér hefur yfirleitt gengið vel í Krikanum og vonandi verður það svoleiðis áfram,“ sagði Ólafur í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. Valsmenn hafa spilað vel undir stjórn Ólafs í sumar og eru í 3. sæti Pepsi-deildarinnar, aðeins þremur stigum frá toppliði FH sem þeir geta náð að stigum með sigri á morgun. Þá er Valur kominn í úrslit Borgunarbikarsins. En kemur þessi góði árangur Vals Ólafi á óvart? „Bæði og. En jú, ég verð að viðurkenna að ef einhver hefði boðið mér að vera rétt fyrir aftan FH og KR á þessum tímapunkti hefði ég þegið það,“ sagði Ólafur. „En eins og ég hef sagt áður erum við með fínt fótboltalið og höfum náð að búa til gott lið hérna,“ asgði Ólafur sem segir að leikurinn gegn FH sé stærsta próf Vals á tímabilinu. En hvað finnst Ólafi um frammistöðu síns gamla liðs á tímabilinu? „FH-liðið er skipað frábærum leikmönnum og er í efsta sæti deildarinnar. Ég held það sé ekki hægt að gera betur en þeir eru að gera núna. Þeir eru að spila mjög vel,“ sagði Ólafur kankvís en getur Valur farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn? „Við erum s.s. ekki farnir að velta því fyrir okkur en við erum í þessum efri pakka eins og staðan er núna og viljum vera þar sem lengst. Svo teljum við bara upp úr pokunum þegar mótið er búið.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, mætir í Kaplakrika á morgun í fyrsta skipti síðan hann hætti sem þjálfari FH árið 2007. Ólafur náði frábærum árangri með FH en undir hans stjórn varð liðið þrívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. „Það verður gaman að koma þangað. Mér hefur yfirleitt gengið vel í Krikanum og vonandi verður það svoleiðis áfram,“ sagði Ólafur í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. Valsmenn hafa spilað vel undir stjórn Ólafs í sumar og eru í 3. sæti Pepsi-deildarinnar, aðeins þremur stigum frá toppliði FH sem þeir geta náð að stigum með sigri á morgun. Þá er Valur kominn í úrslit Borgunarbikarsins. En kemur þessi góði árangur Vals Ólafi á óvart? „Bæði og. En jú, ég verð að viðurkenna að ef einhver hefði boðið mér að vera rétt fyrir aftan FH og KR á þessum tímapunkti hefði ég þegið það,“ sagði Ólafur. „En eins og ég hef sagt áður erum við með fínt fótboltalið og höfum náð að búa til gott lið hérna,“ asgði Ólafur sem segir að leikurinn gegn FH sé stærsta próf Vals á tímabilinu. En hvað finnst Ólafi um frammistöðu síns gamla liðs á tímabilinu? „FH-liðið er skipað frábærum leikmönnum og er í efsta sæti deildarinnar. Ég held það sé ekki hægt að gera betur en þeir eru að gera núna. Þeir eru að spila mjög vel,“ sagði Ólafur kankvís en getur Valur farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn? „Við erum s.s. ekki farnir að velta því fyrir okkur en við erum í þessum efri pakka eins og staðan er núna og viljum vera þar sem lengst. Svo teljum við bara upp úr pokunum þegar mótið er búið.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Sjá meira