Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmanni, var ekki boðinn áframhaldandi samningur hjá Unicaja Málaga á Spáni, en Jón Arnór lék þar á síðasta tímabili.
Jón Arnór segir í samtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í morgun að ákvörðunin hafi verið þeirra, en íþróttamaður ársins 2014 er nú án félags.
„Þetta var ekki mín ákvörðun. Ég beið eftir því hvort ég myndi fá tilboð um nýjan samning frá þeim. Þjálfari liðsins barðist fyrir því í allt sumar að félagið myndi halda mér. Félagið ákvað hins vegar að fara í aðra átt,” sagði Jón Arnór.
„Þeir ætla að manna tvær stöður með leikmönnum sem eru uppaldir hjá félaginu en hafa verið á láni annars staðar. Þjálfarinn vildi vera með tólf sterka atvinnumenn í hópnum en félagið kaus að vera með tíu í þeim gæðaflokki og tvo uppalda leikmenn.”
„Þjálfarinn sendi mér langan tölvupóst um daginn og útskýrði málið. Þetta er því allt í góðu,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið.
Jón Arnór verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu þegar liðið spilar á Evrópumótinu í Berlín sem fram fer í haust. Það verður góður gluggi fyrir Jón Arnór sem leitar nú að félagi.
Jón Arnór: Ekki mín ákvörðun
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið







Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins
Enski boltinn


Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti
