Annar mannanna tveggja, sem voru í lítilli flugvél sem fórst á Tröllaskaga í gær, var látinn þegar björgunarmenn komu á vettvang í gærkvöldi. Þyrla gæslunnar flutti hinn til Akureyrar þaðan sem flogið var með hann í sjúkrafluvél til Reykjavíkur og dvelst hann nú á gjörgæsludeild Landspítalans.
Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður.
Vélin fór frá Akureyri og ætlaði að lenda í Keflavík klukkan 16.20 en skilaði sér ekki. Samhæfingarstöð Ríkislögreglustjóra var þá virkjuð og voru allar björgunarsveitir Landsbjargar af Norðurlandi, Vesturlandi og Suðurlandi kallaðar út, alls 43 sveitir með 200 manns. Áhöfn gæsluþyrlu fann svo flakið um klukkan hálf níu í gærkvöldi.
Tildrög eru með öllu óljós og rannsókn er hafin.
Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur

Tengdar fréttir

Flugslysið í Barkárdal: Annar mannanna látinn
Hinn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akureyrar og þaðan fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur.

Flugvélin fannst í dal inn af Hörgárdal
Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst síðdegis vegna eins hreyfis vélar sem hafði ekki skilað sér. Í henni voru tveir menn.

Leit hafin að lítilli flugvél
Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17:06 vegna lítillar flugvélar sem hafði ekki skilað sér. Tveir menn voru í vélinni.