„Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2015 15:46 Íslendingar á flugvellinum á Shannon-flugvelli á Írlandi. Gangi allt að óskum munu um 150 Íslendingar lenda í Keflavík um klukkan 18 að loknu sólahringsferðalagi sínu frá Tenerife á Spáni. Vél Primera Air átti að lenda í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gærkvöldi en óhætt er að segja að ferðalagið hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Eins og Vísir greindi frá í gær þurftu farþegar í fluginu að bíða í flugvélinni í um tvo tíma þar til varð ljóst að nóttinni yrði varið á Írlandi.Ásgeir Tómasson fréttamaður á RÚV, einn farþega í vélinni, var hinn spakasti á Shannon-flugvelli þegar Vísir náði af honum tali á fjórða tímanum í dag. Aðspurður hvort þetta væri hans versta flugferð til þessa svaraði hann því til að hann hefði nú lent í ýmsu í gegnum árin. Þessi væri þó ein sú lengsta.Áhöfnin mátti ekki vinna lengur Fréttamaðurinn segir að eftir að flugvélin fór í loftið á Spáni í gær hafi verið tilkynnt að vélin væri mjög þung. Því þyrfti að millilenda á Shannon-flugvelli og taka bensín. Sömuleiðis var tilkynnt að veðurspáin á Norðurlandi væri slæm og því væri ekki hægt að treysta á Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll. Í aðdraganda lendingarinnar var farþegum sagt að það tæki um tuttugu mínútur að fylla vélina. „Við sátum í sætunum okkar í hitanum,“ segir Ásgeir. Í kjölfarið hafi farþegar orðið vitni að reikistefnu hjá áhöfninni og greinilegt að ekki var allt að ganga samkvæmt áætlun. Skilningur Ásgeirs er sá að fólk hafi áttað sig á því að áhöfnin næði ekki heim í tæka tíð. Áhöfn í flugvélum má aðeins vera á vakt svo lengi og sá tími yrði runninn út við komuna til Íslands. Flugmaður hafi tjáð Ásgeiri að kostirnir í stöðunni væru að fá nýja áhöfn eða fljúga vélinni til Billund eða Kaupmannahafnar í Danmörku. Sísti kosturinn hafi verið að gista á hóteli í Limerick. „Við biðum eftir upplýsingum og allir voru jafnsvekktir, líka flugmennirnir og áhöfnin,,“ segir Ásgeir um viðbrögð fólks þegar ljóst var að gisting á Írlandi væri niðurstaðan. Fólk hafi þó ekki áfellst áhöfnina. Þau hafi beðið eftir ákvörðun annarra sem voru að skoða málin. Það hafi tekið tíma og í kjölfarið hafi flug til Danmerkur heldur ekki verið möguleiki. Því hafi ekkert annað komið til greina en nótt á Írlandi.Biðu eftir rútunni Rútur voru sendar eftir farþegunum sem Ásgeir telur að hafi verið um 150 í heildina. Fjórar rútur mættu eftir um fjörutíu mínútna bið. Því hafi biðin frá því að vélin lenti og fólk var komið upp á hótel um þrír tímar. Ásgeir og hans fjölskylda var í um 90 manna hópi sem fór á Radison Blue hótel. Klukkan var orðin svo margt að matarkostir voru fáir. Starfsfólk var hins vegar ræst út á hótelinu til að smyrja ofan í liðið. Ekki tókst jafnvel til á hinu hótelinu. Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari kvennaliðs Fylkis í knattspyrnu og farþegi í vélinni, segir í samtali við RÚV að engan mat hafi verið að finna á hennar hóteli. Þar hafi allir farið glorsoltnir að sofa. Fólkinu var tilkynnt að það yrði sótt á hótelið klukkan 11 í morgun. Áætluð brottför frá Írlandi væri klukkan 14 að staðartíma eða klukkan 13 að íslenskum tíma. Fólk beið á flugvellinum þar til vinir og vandamenn á Íslandi hafi byrjað að hringja til að tilkynna því að samkvæmt upplýsingum hér heima ætti vélin ekki að lenda fyrr en klukkan 18. „Þá varð fólk virkilega pirrað. Það hafði engin tilkynning borist um að það hefði verið seinkun,“ segir Ásgeir. Tilkynningin hafi borist um tuttugu mínútum síðar.Bleyjuskortur Ásgeir segir farþega í fluginu hafa verið á öllum aldri. Allt frá kornabörnum yfir í fólk vel á áttræðisaldur. Vélin hafi verið troðfull. Hans fjölskylda hafi verið ytra í viku eins og fleiri. Aðrir hafi verið í tveggja til þriggja vikna fríi. Farþegar fengu afhentar tíu evrur á mann til að kaupa sér eitthvað að borða á meðan á biðinni stæði. Ásgeir segir að það hafi dugað skammt enda kostaði samloka fimmtán evrur og hamborgari tólf. „Sumum fannst þetta fyndið en öðrum hörmulegt.“ Þá hafi komið upp vandamál hjá foreldrum ungabarna sem að skorti bleyjur og þurrmjólk sem var ekki að fá á vellinum. Starfsfólk á flugvellinum hafi stokkið til og reynt að bjarga málunum eins og hægt var. Meðal annars skroppið út í búð. Í flugstöðinni hafi allir fundið til með farþegunum, „aumingja Íslendingunum.“ Áhöfnin hafði nýlega gengið fram hjá hópnum í flugstöðinni þegar Vísir náði tali af Ásgeiri. Hann segir að klappað hafi verið fyrir henni þegar hún kom í salinn. Vonir standi til að allir verði komnir heim til Íslands um sexleytið eftir langt ferðalag. „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina.“Farþegar Primera á Shannon flugvelli innleysa matarmiðana sína upp á 10 evrur. Þess má til gamans geta að hamborgari...Posted by Asgeir Tomasson on Thursday, August 27, 2015 Tengdar fréttir Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Gangi allt að óskum munu um 150 Íslendingar lenda í Keflavík um klukkan 18 að loknu sólahringsferðalagi sínu frá Tenerife á Spáni. Vél Primera Air átti að lenda í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gærkvöldi en óhætt er að segja að ferðalagið hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Eins og Vísir greindi frá í gær þurftu farþegar í fluginu að bíða í flugvélinni í um tvo tíma þar til varð ljóst að nóttinni yrði varið á Írlandi.Ásgeir Tómasson fréttamaður á RÚV, einn farþega í vélinni, var hinn spakasti á Shannon-flugvelli þegar Vísir náði af honum tali á fjórða tímanum í dag. Aðspurður hvort þetta væri hans versta flugferð til þessa svaraði hann því til að hann hefði nú lent í ýmsu í gegnum árin. Þessi væri þó ein sú lengsta.Áhöfnin mátti ekki vinna lengur Fréttamaðurinn segir að eftir að flugvélin fór í loftið á Spáni í gær hafi verið tilkynnt að vélin væri mjög þung. Því þyrfti að millilenda á Shannon-flugvelli og taka bensín. Sömuleiðis var tilkynnt að veðurspáin á Norðurlandi væri slæm og því væri ekki hægt að treysta á Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll. Í aðdraganda lendingarinnar var farþegum sagt að það tæki um tuttugu mínútur að fylla vélina. „Við sátum í sætunum okkar í hitanum,“ segir Ásgeir. Í kjölfarið hafi farþegar orðið vitni að reikistefnu hjá áhöfninni og greinilegt að ekki var allt að ganga samkvæmt áætlun. Skilningur Ásgeirs er sá að fólk hafi áttað sig á því að áhöfnin næði ekki heim í tæka tíð. Áhöfn í flugvélum má aðeins vera á vakt svo lengi og sá tími yrði runninn út við komuna til Íslands. Flugmaður hafi tjáð Ásgeiri að kostirnir í stöðunni væru að fá nýja áhöfn eða fljúga vélinni til Billund eða Kaupmannahafnar í Danmörku. Sísti kosturinn hafi verið að gista á hóteli í Limerick. „Við biðum eftir upplýsingum og allir voru jafnsvekktir, líka flugmennirnir og áhöfnin,,“ segir Ásgeir um viðbrögð fólks þegar ljóst var að gisting á Írlandi væri niðurstaðan. Fólk hafi þó ekki áfellst áhöfnina. Þau hafi beðið eftir ákvörðun annarra sem voru að skoða málin. Það hafi tekið tíma og í kjölfarið hafi flug til Danmerkur heldur ekki verið möguleiki. Því hafi ekkert annað komið til greina en nótt á Írlandi.Biðu eftir rútunni Rútur voru sendar eftir farþegunum sem Ásgeir telur að hafi verið um 150 í heildina. Fjórar rútur mættu eftir um fjörutíu mínútna bið. Því hafi biðin frá því að vélin lenti og fólk var komið upp á hótel um þrír tímar. Ásgeir og hans fjölskylda var í um 90 manna hópi sem fór á Radison Blue hótel. Klukkan var orðin svo margt að matarkostir voru fáir. Starfsfólk var hins vegar ræst út á hótelinu til að smyrja ofan í liðið. Ekki tókst jafnvel til á hinu hótelinu. Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari kvennaliðs Fylkis í knattspyrnu og farþegi í vélinni, segir í samtali við RÚV að engan mat hafi verið að finna á hennar hóteli. Þar hafi allir farið glorsoltnir að sofa. Fólkinu var tilkynnt að það yrði sótt á hótelið klukkan 11 í morgun. Áætluð brottför frá Írlandi væri klukkan 14 að staðartíma eða klukkan 13 að íslenskum tíma. Fólk beið á flugvellinum þar til vinir og vandamenn á Íslandi hafi byrjað að hringja til að tilkynna því að samkvæmt upplýsingum hér heima ætti vélin ekki að lenda fyrr en klukkan 18. „Þá varð fólk virkilega pirrað. Það hafði engin tilkynning borist um að það hefði verið seinkun,“ segir Ásgeir. Tilkynningin hafi borist um tuttugu mínútum síðar.Bleyjuskortur Ásgeir segir farþega í fluginu hafa verið á öllum aldri. Allt frá kornabörnum yfir í fólk vel á áttræðisaldur. Vélin hafi verið troðfull. Hans fjölskylda hafi verið ytra í viku eins og fleiri. Aðrir hafi verið í tveggja til þriggja vikna fríi. Farþegar fengu afhentar tíu evrur á mann til að kaupa sér eitthvað að borða á meðan á biðinni stæði. Ásgeir segir að það hafi dugað skammt enda kostaði samloka fimmtán evrur og hamborgari tólf. „Sumum fannst þetta fyndið en öðrum hörmulegt.“ Þá hafi komið upp vandamál hjá foreldrum ungabarna sem að skorti bleyjur og þurrmjólk sem var ekki að fá á vellinum. Starfsfólk á flugvellinum hafi stokkið til og reynt að bjarga málunum eins og hægt var. Meðal annars skroppið út í búð. Í flugstöðinni hafi allir fundið til með farþegunum, „aumingja Íslendingunum.“ Áhöfnin hafði nýlega gengið fram hjá hópnum í flugstöðinni þegar Vísir náði tali af Ásgeiri. Hann segir að klappað hafi verið fyrir henni þegar hún kom í salinn. Vonir standi til að allir verði komnir heim til Íslands um sexleytið eftir langt ferðalag. „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina.“Farþegar Primera á Shannon flugvelli innleysa matarmiðana sína upp á 10 evrur. Þess má til gamans geta að hamborgari...Posted by Asgeir Tomasson on Thursday, August 27, 2015
Tengdar fréttir Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51