Eyjólfur: Við höfum sýnt það áður að við getum gert allt Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. ágúst 2015 06:30 Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska 21 árs landsliðsins. Vísir/Anton Brink „Stemmingin í hópnum er góð, við erum gríðarlega spenntir fyrir þessum tveimur leikjum sem framundan eru,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla í fótbolta í gær er leikmannahópur liðsins var tilkynntur fyrir leiki gegn Frakklandi og Norður-Írlandi. „Við erum að fara að spila gegn gríðarlega sterku liði Frakklands sem inniheldur leikmenn sem eru að spila reglulega í stærstu deildum heims, bæði á Spáni, Englandi og í Frakklandi. Þetta eru allt byrjunarliðsleikmenn og þetta er gríðarlega öflugt lið sem við verðum að gæta okkur á.“ Mismunandi leikir Ljóst er að íslenska liðið fer með mismunandi leikáætlanir inn í leikina. Gera má ráð fyrir að íslenska liðið reyni að sitja aftar gegn Frökkum en reyni að sækja á Norður-Írana. Aðeins tvö ár eru síðan hluti þessa leikmannahóps var hluti af sigurliði Frakklands á HM U20 ára í Tyrklandi. „Þetta verða báðir erfiðir leikir en ólíkir. Frakkarnir eru svakalega góðir á bolta, þeir urðu heimsmeistarar fyrir aðeins tveimur árum svo þetta er gott og verðugt verkefni fyrir strákana að sjá hvar þeir eru staddir. Við þurfum eflaust að verjast meira gegn þeim og sækja á vörn Norður-Íranna í leiknum gegn þeim.“ Eyjólfur sagðist ætla að berja trú í leikmenn sína og minnti á að fyrir ekki svo löngu síðan unnu þáverandi leikmenn hans frábæran 4-1 sigur á Þýskalandi í Kaplakrika. Þrír af leikmönnum þýska liðsins þann dag voru hluti af leikmannahóp Þýskalands á heimsmeistaramótinu síðasta sumar en auk þess hafa fjölmargir leikið leik fyrir þýska landsliðið. „Við höfum sýnt það áður að við getum gert allt ef trúin er til staðar. Gott dæmi um það var þegar við unnum Þjóðverja í Kaplakrika þar sem verðandi Heimsmeistarar léku. Það sýndi hvað trúin getur gert mikið fyrir leik liðs. Markmiðið er að búa til leikmenn sem hafa trú á því sem þeir eru að gera og markmiðið er að vinna alla leiki.“ Ísland vann 3-0 sigur á Makedóníu í fyrsta leik en Eyjólfur á von á því að efstu liðin eigi eftir að taka stig af hvor öðru. Sagðist hann ekki vera viss hvort 2. sæti í riðlinum nægði til þess að komast í umspil í ljósi þess. „Við erum í það sterkum riðli að ég held að það gæti vel orðið svo að aðeins eitt lið kæmist áfram. Úkraína, Skotland, Frakkland, Makedónía og við munum skiptast á að taka stig af hvorum öðrum sem gerir það að verkum að það verður erfitt að ná þeim stigafjölda sem þarf til þess að ná umspilssæti. Það verður erfitt að ná því svo ég geri ráð fyrir að við þurfum að vinna riðilinn til þess að komast í lokakeppnina,“ sagði Eyjólfur sem sagði töluverðan létti að hafa unnið fyrsta leik í riðlinum. „Það var frábær sigur. Makedónar segja að þetta sé gullkynslóð þeirra og þeir voru afar sigurvissir fyrir leikinn en við sýndum í þeim leik að við erum með öflugt lið og ætlum langt í þessari keppni. Það var jákvætt að sjá hugarfar leikmannana minna í þeim leik því markmiðið er að vinna alla leiki á heimavelli.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira
„Stemmingin í hópnum er góð, við erum gríðarlega spenntir fyrir þessum tveimur leikjum sem framundan eru,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla í fótbolta í gær er leikmannahópur liðsins var tilkynntur fyrir leiki gegn Frakklandi og Norður-Írlandi. „Við erum að fara að spila gegn gríðarlega sterku liði Frakklands sem inniheldur leikmenn sem eru að spila reglulega í stærstu deildum heims, bæði á Spáni, Englandi og í Frakklandi. Þetta eru allt byrjunarliðsleikmenn og þetta er gríðarlega öflugt lið sem við verðum að gæta okkur á.“ Mismunandi leikir Ljóst er að íslenska liðið fer með mismunandi leikáætlanir inn í leikina. Gera má ráð fyrir að íslenska liðið reyni að sitja aftar gegn Frökkum en reyni að sækja á Norður-Írana. Aðeins tvö ár eru síðan hluti þessa leikmannahóps var hluti af sigurliði Frakklands á HM U20 ára í Tyrklandi. „Þetta verða báðir erfiðir leikir en ólíkir. Frakkarnir eru svakalega góðir á bolta, þeir urðu heimsmeistarar fyrir aðeins tveimur árum svo þetta er gott og verðugt verkefni fyrir strákana að sjá hvar þeir eru staddir. Við þurfum eflaust að verjast meira gegn þeim og sækja á vörn Norður-Íranna í leiknum gegn þeim.“ Eyjólfur sagðist ætla að berja trú í leikmenn sína og minnti á að fyrir ekki svo löngu síðan unnu þáverandi leikmenn hans frábæran 4-1 sigur á Þýskalandi í Kaplakrika. Þrír af leikmönnum þýska liðsins þann dag voru hluti af leikmannahóp Þýskalands á heimsmeistaramótinu síðasta sumar en auk þess hafa fjölmargir leikið leik fyrir þýska landsliðið. „Við höfum sýnt það áður að við getum gert allt ef trúin er til staðar. Gott dæmi um það var þegar við unnum Þjóðverja í Kaplakrika þar sem verðandi Heimsmeistarar léku. Það sýndi hvað trúin getur gert mikið fyrir leik liðs. Markmiðið er að búa til leikmenn sem hafa trú á því sem þeir eru að gera og markmiðið er að vinna alla leiki.“ Ísland vann 3-0 sigur á Makedóníu í fyrsta leik en Eyjólfur á von á því að efstu liðin eigi eftir að taka stig af hvor öðru. Sagðist hann ekki vera viss hvort 2. sæti í riðlinum nægði til þess að komast í umspil í ljósi þess. „Við erum í það sterkum riðli að ég held að það gæti vel orðið svo að aðeins eitt lið kæmist áfram. Úkraína, Skotland, Frakkland, Makedónía og við munum skiptast á að taka stig af hvorum öðrum sem gerir það að verkum að það verður erfitt að ná þeim stigafjölda sem þarf til þess að ná umspilssæti. Það verður erfitt að ná því svo ég geri ráð fyrir að við þurfum að vinna riðilinn til þess að komast í lokakeppnina,“ sagði Eyjólfur sem sagði töluverðan létti að hafa unnið fyrsta leik í riðlinum. „Það var frábær sigur. Makedónar segja að þetta sé gullkynslóð þeirra og þeir voru afar sigurvissir fyrir leikinn en við sýndum í þeim leik að við erum með öflugt lið og ætlum langt í þessari keppni. Það var jákvætt að sjá hugarfar leikmannana minna í þeim leik því markmiðið er að vinna alla leiki á heimavelli.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira