Veigar tryggði Stjörnunni stig í fyrra | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2015 15:30 Stjarnan og Breiðablik mætast í 17. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst hálftíma fyrir leik. Liðin eru á ólíkum stað í deildinni nú miðað við stöðu þeirra þegar þau mættust í Garðabænum í fyrra, þá einnig í 17. umferð. Stjarnan var þá í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn sem liðið vann svo eftirminnilega í lokaumferðinni. Blikar voru hins vegar í baráttu á hinum enda töflunnar og björguðu sér ekki endanlega frá falli fyrr en undir lok móts. Ólafur Karl Finsen skoraði eina mark fyrri hálfleiks, úr vítaspyrnu á 44. mínútu, en hann fór meiddur af velli mínútu seinna. Blikar mættu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og Guðjón Pétur Lýðsson jafnaði metin með frábæru marki beint úr aukaspyrnu á 49. mínútu. Guðjón skoraði alls fjögur mörk beint úr aukaspyrnum í fyrra. Aðeins þremur mínútum seinna tók Guðjón aukaspyrnu við vítateigshornið vinstra megin, sendi boltann á fjærstöngina á Arnór Svein Aðalsteinsson sem skallaði boltann fyrir markið á Damir Muminovic sem skoraði af stuttu færi. En eins og svo oft í fyrra komu Stjörnumenn til baka eftir að hafa lent undir og Veigar Páll Gunnarsson jafnaði metin með skalla eftir frábæra fyrir Arnars Más Björgvinssonar á 82. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki en þremur mínútum fyrir leikslok fékk Martin Rauschenberg, miðvörður Stjörnunnar að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Árna Vilhjálmssyni sem var sloppinn í gegn. Þetta var eitt af tólf jafnteflum sem Breiðablik gerði í Pepsi-deildinni 2014 en liðið endaði að lokum í 7. sæti með 27 stig. Stjarnan varð sem áður sagði Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins en liðið fór taplaust í gegnum mótið.Mörkin og helstu atvik úr leik Stjörnunnar og Breiðabliks í fyrra má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Stjarnan og Breiðablik mætast í 17. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst hálftíma fyrir leik. Liðin eru á ólíkum stað í deildinni nú miðað við stöðu þeirra þegar þau mættust í Garðabænum í fyrra, þá einnig í 17. umferð. Stjarnan var þá í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn sem liðið vann svo eftirminnilega í lokaumferðinni. Blikar voru hins vegar í baráttu á hinum enda töflunnar og björguðu sér ekki endanlega frá falli fyrr en undir lok móts. Ólafur Karl Finsen skoraði eina mark fyrri hálfleiks, úr vítaspyrnu á 44. mínútu, en hann fór meiddur af velli mínútu seinna. Blikar mættu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og Guðjón Pétur Lýðsson jafnaði metin með frábæru marki beint úr aukaspyrnu á 49. mínútu. Guðjón skoraði alls fjögur mörk beint úr aukaspyrnum í fyrra. Aðeins þremur mínútum seinna tók Guðjón aukaspyrnu við vítateigshornið vinstra megin, sendi boltann á fjærstöngina á Arnór Svein Aðalsteinsson sem skallaði boltann fyrir markið á Damir Muminovic sem skoraði af stuttu færi. En eins og svo oft í fyrra komu Stjörnumenn til baka eftir að hafa lent undir og Veigar Páll Gunnarsson jafnaði metin með skalla eftir frábæra fyrir Arnars Más Björgvinssonar á 82. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki en þremur mínútum fyrir leikslok fékk Martin Rauschenberg, miðvörður Stjörnunnar að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Árna Vilhjálmssyni sem var sloppinn í gegn. Þetta var eitt af tólf jafnteflum sem Breiðablik gerði í Pepsi-deildinni 2014 en liðið endaði að lokum í 7. sæti með 27 stig. Stjarnan varð sem áður sagði Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins en liðið fór taplaust í gegnum mótið.Mörkin og helstu atvik úr leik Stjörnunnar og Breiðabliks í fyrra má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira