Tugþúsundir karla, kvenna og barna á vergangi Heimir Már Pétursson skrifar 23. ágúst 2015 18:59 Tugþúsundir flóttamanna; karlar, konur og börn eru á vergangi víðs vegar um Evrópu vegna átaka sem Vesturlönd hafa átt beina eða óbeina aðild að. Landamæraverðir í Makedóníu gáfust upp í morgun við að reyna að hefta straum fólks yfir landamærin frá Grikklandi. Undanfarnar vikur hafa um tvö þúsund manns farið yfir landamærin frá yfirfullum flóttamannabúðum í Grikklandi yfir til Makedóníu. Ríkisstjórn landsins lýsti yfir neyðarástandi á fimmtudag en eftir að varnarmúrar brustu í gær gáfust landamæraverðir endanlega upp í morgun við að reyna að hemja strauminn. Flóttafólk sem kemur þessa leið er flest frá Afganistan, Sýrlandi og Írak og er á flótta undan stríðsátökum. Flestir stoppa ekki lengi í Makedóníu en halda förinni áfram til Serbíu og þaðan til Ungverjalands í von um að komast að lokum inna á Schengen svæðið í öryggið í vestur Evrópu. Lestarstöðin í Gevgelija í Makedóníu er full af fólki sem dögum saman hefur þurft að sofa undir berum himni með mjög takmarkað aðgengi að vatni og mat. Aslam ungur maður frá Afganistan ere inn þeirra sem komst til Makedóníu í dag. „Ég held að landamærin hafi verið lokuð í þrjá daga. En í dag var ástandið betra og okkur tókst að komast alla leið frá Aþenu. Mér líður betur núna komandi frá landi þar sem ríkir stríð. Nú vona ég að mér auðnist að lifa góðu lífi í öruggu landi. Vonandi verður allt betra en við sjáum til hvað gerist,“ sagði Aslam vongóður.Venjulegt fólk á flótta undan stríði og eymdMargt af þessu fólki lifði eðlilegu lífi í heimalandi sínu þar til stríðsátök hrakti það á flótta. Mohamed Haji-Rachid frá Aleppo í Sýrlandi hefur fengið skjól fyrir sig, eiginkonuna og barnungan son í Þýskalandi. „Við höfðum það gott í Sýrlandi áður en stríðið braust út. Ég var með vinnu, við áttum bíl og nóg af peningum. Við áttum yfirhöfuð gott líf. Ég kem ekki til Þýskalands vegna peninga heldur vegna þess að ástandið er orðið svo slæmt að ég sá enga aðra leið en yfirgefa heimaland mitt,“ segir Haji-Rachid. Andúð á útlendingum almennt og þá sérstaklega á flóttamönnum hefur farið vaxandi víðs vegar um Evrópu með auknum flóttamannastraumi og efnahagslegum afturkipp. Til að mynda kom til átaka lögreglu og á annað hundrað mótmælenda hægri öfgamanna í borginni Heidenau í Þýsklandi í gærkvöldi. En þar hefur verið komið upp nýjum flóttamannabúðum. Borgarstjórinn fordæmdi mótmælendur og sagði að Þjóðverjar ættu að taka vel á móti flóttafólki. Flóttamannastraumurinn er ekki bara frá Afganistan, Sýrlandi og Írak. Ítalska flotanum og norsku varðskipi tókst að bjarga um fjögur þúsund flóttamönnum á illa búnum bátum á Miðjarðarhafinu í gær. Nú þegar hafa um 2.200 flóttamenn farist á hafinu á þessu ári í tilraunum sínum til að að öðlast öryggi og betra líf í vestur Evrópu. Flóttamenn Grikkland Tengdar fréttir Makedónía beitir táragasi á flóttamenn Þúsundir flóttamanna gerðu tilraun í morgun til þess að komast inn í Makedóníu frá Grikklandi. 21. ágúst 2015 10:20 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Tugþúsundir flóttamanna; karlar, konur og börn eru á vergangi víðs vegar um Evrópu vegna átaka sem Vesturlönd hafa átt beina eða óbeina aðild að. Landamæraverðir í Makedóníu gáfust upp í morgun við að reyna að hefta straum fólks yfir landamærin frá Grikklandi. Undanfarnar vikur hafa um tvö þúsund manns farið yfir landamærin frá yfirfullum flóttamannabúðum í Grikklandi yfir til Makedóníu. Ríkisstjórn landsins lýsti yfir neyðarástandi á fimmtudag en eftir að varnarmúrar brustu í gær gáfust landamæraverðir endanlega upp í morgun við að reyna að hemja strauminn. Flóttafólk sem kemur þessa leið er flest frá Afganistan, Sýrlandi og Írak og er á flótta undan stríðsátökum. Flestir stoppa ekki lengi í Makedóníu en halda förinni áfram til Serbíu og þaðan til Ungverjalands í von um að komast að lokum inna á Schengen svæðið í öryggið í vestur Evrópu. Lestarstöðin í Gevgelija í Makedóníu er full af fólki sem dögum saman hefur þurft að sofa undir berum himni með mjög takmarkað aðgengi að vatni og mat. Aslam ungur maður frá Afganistan ere inn þeirra sem komst til Makedóníu í dag. „Ég held að landamærin hafi verið lokuð í þrjá daga. En í dag var ástandið betra og okkur tókst að komast alla leið frá Aþenu. Mér líður betur núna komandi frá landi þar sem ríkir stríð. Nú vona ég að mér auðnist að lifa góðu lífi í öruggu landi. Vonandi verður allt betra en við sjáum til hvað gerist,“ sagði Aslam vongóður.Venjulegt fólk á flótta undan stríði og eymdMargt af þessu fólki lifði eðlilegu lífi í heimalandi sínu þar til stríðsátök hrakti það á flótta. Mohamed Haji-Rachid frá Aleppo í Sýrlandi hefur fengið skjól fyrir sig, eiginkonuna og barnungan son í Þýskalandi. „Við höfðum það gott í Sýrlandi áður en stríðið braust út. Ég var með vinnu, við áttum bíl og nóg af peningum. Við áttum yfirhöfuð gott líf. Ég kem ekki til Þýskalands vegna peninga heldur vegna þess að ástandið er orðið svo slæmt að ég sá enga aðra leið en yfirgefa heimaland mitt,“ segir Haji-Rachid. Andúð á útlendingum almennt og þá sérstaklega á flóttamönnum hefur farið vaxandi víðs vegar um Evrópu með auknum flóttamannastraumi og efnahagslegum afturkipp. Til að mynda kom til átaka lögreglu og á annað hundrað mótmælenda hægri öfgamanna í borginni Heidenau í Þýsklandi í gærkvöldi. En þar hefur verið komið upp nýjum flóttamannabúðum. Borgarstjórinn fordæmdi mótmælendur og sagði að Þjóðverjar ættu að taka vel á móti flóttafólki. Flóttamannastraumurinn er ekki bara frá Afganistan, Sýrlandi og Írak. Ítalska flotanum og norsku varðskipi tókst að bjarga um fjögur þúsund flóttamönnum á illa búnum bátum á Miðjarðarhafinu í gær. Nú þegar hafa um 2.200 flóttamenn farist á hafinu á þessu ári í tilraunum sínum til að að öðlast öryggi og betra líf í vestur Evrópu.
Flóttamenn Grikkland Tengdar fréttir Makedónía beitir táragasi á flóttamenn Þúsundir flóttamanna gerðu tilraun í morgun til þess að komast inn í Makedóníu frá Grikklandi. 21. ágúst 2015 10:20 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Makedónía beitir táragasi á flóttamenn Þúsundir flóttamanna gerðu tilraun í morgun til þess að komast inn í Makedóníu frá Grikklandi. 21. ágúst 2015 10:20