Erlent

Gáfust upp á að reyna að koma í veg fyrir för flóttamanna

Heimir Már Pétursson skrifar
Hundruð flóttamanna hafa farið yfir landamærin frá Grikklandi til Makedóníu í morgun eftir að öryggissveitir gáfust upp á að reyna að koma í veg fyrir för fólksins. Alger ringulreið hefur ríkt á landamærunum undanfarna daga og lýstu yfirvöld í Makedóníu yfir neyðarástandi vegna flóttamannastraumsins á fimmtudag. Óeirðalögreglumenn eru enn við landamærin og fylgjast með án teljandi afskipta. Um tvö þúsund karlar, konur og börn hafa farið yfir landamærin á hverjum degi að undanförnu.

Mjög margir eru flóttamenn frá Sýrlandi og öðrum átakasvæðum í Miðausturlöndum. Fæstir stoppa í Makedóníu heldur halda áfram för sinni til Serbíu og þaðan til Ungverjalands til að freista þess að komast inn á Shengen-svæðið í vestur Evrópu í von um öryggi og betra líf. Fólkið hefur oft á tíðum sofið undir berum himni dögum saman með mjög takmarkað aðgengi að vatni og mat. Makedónískir landamæraverðir reyndu síðast í gær að stöðva flóttafólkið en gáfust upp þegar tvö þúsund manns ruddust yfir landamærin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×