Einvígi góðs og ills í Fuglahreiðrinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2015 06:00 Usain Bolt. Vísir/Getty Usain Bolt hefur verið fljótasti maður heims í sjö ár og stefnir enn á ný á toppinn á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hefst í Peking í Kína í dag. Bolt sló í gegn í Fuglahreiðrinu í Peking árið 2008 þegar hann vann þrjú gull og setti þrjú heimsmet á Ólympíuleikunum í Peking. Nú mætir þessi eldfljóti 29 ára gamli Jamaíkamaður aftur á staðinn þar sem hann heillaði heiminn upp úr skónum í ágústmánuði fyrir sjö árum. Usain Bolt hélt upp á afmælið sitt í gær og það er óhætt að segja að afmælismánuðurinn hafi gefið honum gull og græna skóga síðustu árin enda fara stórmótin í frjálsum vanalega fram á þessum tíma. Bolt hefur alls unnið 14 gull á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum frá 2008 og hann er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari í bæði 100 og 200 metra hlaupi. Það mun hins vegar reyna á kappann að þessu sinni enda ein stór hindrun á gullinni braut hans. Það bíða nefnilega margir spenntir eftir einvígi Usains Bolt við Justin Gatlin sem hefur fallið tvisvar á lyfjaprófi á ferlinum en er nú kominn aftur betri en nokkurn tíma. Þetta einvígi hefur verið sett upp sem einvígi góðs og ills enda stærsta stjarnan að glíma við einn af svörtu sauðunum. Bolt hefur ekki tapað í 100 og 200 metra hlaupi á stórmóti frá ÓL 2008 fyrir utan það þegar hann þjófstartaði á HM 2011 en Bandaríkjamaðurinn Gatlin hefur ekki tapað í 27 hlaupum í röð og hefur hlaupið á 9,74 sekúndum á þessu tímabili. Gatlin hefur því hlaupið hraðar en Bolt á þessu ári og það verður því spenna í loftinu þegar ræst verður í úrslitahlaupið á morgun klukkan 13.15 að íslenskum tíma. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Sjá meira
Usain Bolt hefur verið fljótasti maður heims í sjö ár og stefnir enn á ný á toppinn á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hefst í Peking í Kína í dag. Bolt sló í gegn í Fuglahreiðrinu í Peking árið 2008 þegar hann vann þrjú gull og setti þrjú heimsmet á Ólympíuleikunum í Peking. Nú mætir þessi eldfljóti 29 ára gamli Jamaíkamaður aftur á staðinn þar sem hann heillaði heiminn upp úr skónum í ágústmánuði fyrir sjö árum. Usain Bolt hélt upp á afmælið sitt í gær og það er óhætt að segja að afmælismánuðurinn hafi gefið honum gull og græna skóga síðustu árin enda fara stórmótin í frjálsum vanalega fram á þessum tíma. Bolt hefur alls unnið 14 gull á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum frá 2008 og hann er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari í bæði 100 og 200 metra hlaupi. Það mun hins vegar reyna á kappann að þessu sinni enda ein stór hindrun á gullinni braut hans. Það bíða nefnilega margir spenntir eftir einvígi Usains Bolt við Justin Gatlin sem hefur fallið tvisvar á lyfjaprófi á ferlinum en er nú kominn aftur betri en nokkurn tíma. Þetta einvígi hefur verið sett upp sem einvígi góðs og ills enda stærsta stjarnan að glíma við einn af svörtu sauðunum. Bolt hefur ekki tapað í 100 og 200 metra hlaupi á stórmóti frá ÓL 2008 fyrir utan það þegar hann þjófstartaði á HM 2011 en Bandaríkjamaðurinn Gatlin hefur ekki tapað í 27 hlaupum í röð og hefur hlaupið á 9,74 sekúndum á þessu tímabili. Gatlin hefur því hlaupið hraðar en Bolt á þessu ári og það verður því spenna í loftinu þegar ræst verður í úrslitahlaupið á morgun klukkan 13.15 að íslenskum tíma.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Sjá meira