Ekki viss um að öll lið myndu komast upp með þetta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2015 07:29 Forráðamenn ÍBV voru mjög svekktir út í KR í gær og fóru fram á að fá dæmdan sigur í leiknum sem þeir áttu að spila gegn KR í gær. Aðeins hluti KR-liðsins komst til Eyja þar sem ekki var hægt að lenda vegna þoku. Leiknum var því frestað. Eyjamenn voru mjög súrir enda voru samgöngur til Eyja í gegnum Landeyjahöfn opnar allan gærdaginn en KR-ingar tóku áhættuna og flugu. Því fór sem fór. „Menn eru mjög svekktir. Okkur þykir KR taka mikinn séns með því að bóka flug, að hausti til, til Vestmannaeyja með tveggja tíma fyrirvara. Þetta er dýrt spaug. Ég er ekki viss um að öll lið myndu komast upp með þetta," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari ÍBv, svekktur. „Þessi veðurspá var komin í gær. Það er fært núna og þeir hefðu komist ef þeir hefðu beðið aðeins út á velli," sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.Bréfið sem ÍBV sendi KSÍ.Seint í gærkvöldi sendi ÍBV síðan bréf til KSÍ þar sem lið fór fram á að fá dæmdan sigur í leiknum. Svona er bréfið.Knattspyrnuráð ÍBV mótmælir harðlega þeirri niðurstöðu mótanefndar KSÍ að fresta leik ÍBV gegn KR í 16. umferð Pepsi-deildarinnar sem fara fram átti kl. 18.00 í dag á Hásteinsvelli.Það eru búnar að vera greiðar samgöngur milli lands og Eyja í allan dag og engin gild ástæða fyrir frestun leiksins.Allir sem tengjast leiknum, dómarar, fjölmiðlamenn, áhöfn útsendingarbíls, lýsendur og fleiri eru komnir á vettvang vandræðalaust. Allir, nema hluti KR-hópsins, sem það félag ákvað að skyldi velja eina ferðamátann sem var vafasamur í dag vegna veðurspár.KR á að sjálfsögðu að bera hallann af því og vera dæmdur leikurinn tapaður ef þeir mæta ekki til hans.Knattspyrnuráð ÍBV krefst þess að mótanefnd KSÍ endurskoði þessa ákvörðun og að KR verði dæmdur leikurinn tapaður." Svo mörg voru þau orð. Pepsi-mörkunum var ekki frestað þrátt fyrir þessa uppákomu sem var eðlilega rædd í þættinum. „Mér finnst að KR-ingar hafi átt að fara fyrr til Eyja. Eyjamenn hafa ekki misst af útileik í 20 ár og komast alltaf upp á land. KR er greinilega að starfa eftir regluverki KSÍ en ef það er tæpt þá eiga lið bara að taka bátinn. Það liggur beint við," sagði Hjörtur Hjartarson, sérfræðingur Pepsi-markanna. Umræðuna um þessa uppákomu má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik ÍBV og KR frestað til morgundagsins Fresta þurfti leik ÍBV og KR í Pepsi-deild karla um einn dag vegna þoku en flugvél KR gat ekki lent á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 16:58 Hvað segir Twitter um frestunina á leik KR og ÍBV? Sem kunnugt er hefur leik ÍBV og KR í 16. umferð Pepsi-deildar karla verið frestað til morguns vegna þoku í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 18:02 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Sjá meira
Forráðamenn ÍBV voru mjög svekktir út í KR í gær og fóru fram á að fá dæmdan sigur í leiknum sem þeir áttu að spila gegn KR í gær. Aðeins hluti KR-liðsins komst til Eyja þar sem ekki var hægt að lenda vegna þoku. Leiknum var því frestað. Eyjamenn voru mjög súrir enda voru samgöngur til Eyja í gegnum Landeyjahöfn opnar allan gærdaginn en KR-ingar tóku áhættuna og flugu. Því fór sem fór. „Menn eru mjög svekktir. Okkur þykir KR taka mikinn séns með því að bóka flug, að hausti til, til Vestmannaeyja með tveggja tíma fyrirvara. Þetta er dýrt spaug. Ég er ekki viss um að öll lið myndu komast upp með þetta," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari ÍBv, svekktur. „Þessi veðurspá var komin í gær. Það er fært núna og þeir hefðu komist ef þeir hefðu beðið aðeins út á velli," sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.Bréfið sem ÍBV sendi KSÍ.Seint í gærkvöldi sendi ÍBV síðan bréf til KSÍ þar sem lið fór fram á að fá dæmdan sigur í leiknum. Svona er bréfið.Knattspyrnuráð ÍBV mótmælir harðlega þeirri niðurstöðu mótanefndar KSÍ að fresta leik ÍBV gegn KR í 16. umferð Pepsi-deildarinnar sem fara fram átti kl. 18.00 í dag á Hásteinsvelli.Það eru búnar að vera greiðar samgöngur milli lands og Eyja í allan dag og engin gild ástæða fyrir frestun leiksins.Allir sem tengjast leiknum, dómarar, fjölmiðlamenn, áhöfn útsendingarbíls, lýsendur og fleiri eru komnir á vettvang vandræðalaust. Allir, nema hluti KR-hópsins, sem það félag ákvað að skyldi velja eina ferðamátann sem var vafasamur í dag vegna veðurspár.KR á að sjálfsögðu að bera hallann af því og vera dæmdur leikurinn tapaður ef þeir mæta ekki til hans.Knattspyrnuráð ÍBV krefst þess að mótanefnd KSÍ endurskoði þessa ákvörðun og að KR verði dæmdur leikurinn tapaður." Svo mörg voru þau orð. Pepsi-mörkunum var ekki frestað þrátt fyrir þessa uppákomu sem var eðlilega rædd í þættinum. „Mér finnst að KR-ingar hafi átt að fara fyrr til Eyja. Eyjamenn hafa ekki misst af útileik í 20 ár og komast alltaf upp á land. KR er greinilega að starfa eftir regluverki KSÍ en ef það er tæpt þá eiga lið bara að taka bátinn. Það liggur beint við," sagði Hjörtur Hjartarson, sérfræðingur Pepsi-markanna. Umræðuna um þessa uppákomu má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik ÍBV og KR frestað til morgundagsins Fresta þurfti leik ÍBV og KR í Pepsi-deild karla um einn dag vegna þoku en flugvél KR gat ekki lent á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 16:58 Hvað segir Twitter um frestunina á leik KR og ÍBV? Sem kunnugt er hefur leik ÍBV og KR í 16. umferð Pepsi-deildar karla verið frestað til morguns vegna þoku í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 18:02 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Sjá meira
Leik ÍBV og KR frestað til morgundagsins Fresta þurfti leik ÍBV og KR í Pepsi-deild karla um einn dag vegna þoku en flugvél KR gat ekki lent á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 16:58
Hvað segir Twitter um frestunina á leik KR og ÍBV? Sem kunnugt er hefur leik ÍBV og KR í 16. umferð Pepsi-deildar karla verið frestað til morguns vegna þoku í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 18:02