Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2026 16:16 Ungverjar voru stoltir af hvernig tókst að eiga við íslensku sóknina en þeim tókst þó ekki að stoppa Gísla Þorgeir Kristjánsson. EPA/Johan Nilsson Þjálfari og helstu leikmenn ungverska landsliðsins í handbolta voru á einu máli um það að Viktor Gísli Hallgrímsson væri aðalástæðan fyrir því að liðið tapaði gegn Íslandi í leiknum mikilvæga á EM í gærkvöld. Viktor Gísli átti stórkostlegan leik og ekki veitti af því Ísland endaði á að vinna með aðeins eins marks mun, 24-23. Adrián Sipos, varnartröll Ungverja, sagði að þrátt fyrir harðan slag þætti honum ungverska liðið eiga meira inni en það sýndi í gær. „Það er erfitt að finna réttu orðin því við veittum þeim mjög jafna keppni og það er frekar merkilegt að ná að halda Íslandi í 24 mörkum,“ sagði Sipos við 24.hu í Ungverjalandi. Hann var greinilega stoltur af því hvernig til tókst við að verjast Íslendingunum sem til að mynda spila með taplausu toppliði Magdeburg í þýsku deildinni, þar sem Sipos spilar með Melsungen. „Mér finnst við enn eiga meira inni, jafnvel þó að við höfum verið að spila við þá bestu í heimi! Við náðum að mæta þeim stöðugt í gegnum allan leikinn og ef ekki hefði verið fyrir frammistöðu markvarðarins þá held ég að við hefðum getað unnið með nokkrum mörkum,“ sagði Sipos. Hornamaðurinn Bence Imre, sem spilar með Kiel, var markahæstur Ungverja í gær með sjö mörk en þar af voru fjögur af vítalínunni. Hann kvaðst afar vonsvikinn. „Mér fannst við verðskulda að minnsta kosti stig. Þetta er mjög sárt. Ég elska að spila fyrir þetta lið og ég held að öllum líði eins. Ef við skoðum leikmannahópana þá held ég að íslenska liðið sé 5-6 mörkum betra en við eyddum þeim mun í sextíu mínútur. Vörnin og auðvitað markvarslan var svo góð,“ sagði Imre. Þjálfarinn Chema Rodríguez sagði það sama og Sipos, í viðtali við M4, um hve ótrúlegt það væri að ná að halda Íslandi í 24 mörkum. Vörn Ungverja hefði verið stórkostleg. „Við vorum svo ekki í neinum vandræðum í sókninni til að byrja með en svo blindaði markvörðurinn þeirra okkur. Hann varði nánast allt og við fórum að verða ragir, hættum að fara í einvígin,“ sagði Rodríguez og bætti við að þó að Richárd Bodó hefði komið með nokkur skyttumörk þá hefði liðið þurft að skora fleiri mörk að utan. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Sjá meira
Viktor Gísli átti stórkostlegan leik og ekki veitti af því Ísland endaði á að vinna með aðeins eins marks mun, 24-23. Adrián Sipos, varnartröll Ungverja, sagði að þrátt fyrir harðan slag þætti honum ungverska liðið eiga meira inni en það sýndi í gær. „Það er erfitt að finna réttu orðin því við veittum þeim mjög jafna keppni og það er frekar merkilegt að ná að halda Íslandi í 24 mörkum,“ sagði Sipos við 24.hu í Ungverjalandi. Hann var greinilega stoltur af því hvernig til tókst við að verjast Íslendingunum sem til að mynda spila með taplausu toppliði Magdeburg í þýsku deildinni, þar sem Sipos spilar með Melsungen. „Mér finnst við enn eiga meira inni, jafnvel þó að við höfum verið að spila við þá bestu í heimi! Við náðum að mæta þeim stöðugt í gegnum allan leikinn og ef ekki hefði verið fyrir frammistöðu markvarðarins þá held ég að við hefðum getað unnið með nokkrum mörkum,“ sagði Sipos. Hornamaðurinn Bence Imre, sem spilar með Kiel, var markahæstur Ungverja í gær með sjö mörk en þar af voru fjögur af vítalínunni. Hann kvaðst afar vonsvikinn. „Mér fannst við verðskulda að minnsta kosti stig. Þetta er mjög sárt. Ég elska að spila fyrir þetta lið og ég held að öllum líði eins. Ef við skoðum leikmannahópana þá held ég að íslenska liðið sé 5-6 mörkum betra en við eyddum þeim mun í sextíu mínútur. Vörnin og auðvitað markvarslan var svo góð,“ sagði Imre. Þjálfarinn Chema Rodríguez sagði það sama og Sipos, í viðtali við M4, um hve ótrúlegt það væri að ná að halda Íslandi í 24 mörkum. Vörn Ungverja hefði verið stórkostleg. „Við vorum svo ekki í neinum vandræðum í sókninni til að byrja með en svo blindaði markvörðurinn þeirra okkur. Hann varði nánast allt og við fórum að verða ragir, hættum að fara í einvígin,“ sagði Rodríguez og bætti við að þó að Richárd Bodó hefði komið með nokkur skyttumörk þá hefði liðið þurft að skora fleiri mörk að utan.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Sjá meira