Megnið af volæði veraldarinnar Magnús Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2015 09:15 „Megnið af volæði veraldarinnar stafar af skorti á ímyndunarafli,“ segir í Bréfi til Láru frá Þórbergi Þórðarsyni frá 1924. Ímyndunaraflið býr nefnilega yfir þeim stórkostlega mætti að það getur gert okkur það kleift að setja okkur í spor annarra. Gert okkur það mögulegt að finna til með fólki og skilja betur hvað rekur það áfram í lífinu og fær það til þess að gera það sem það gerir. John Lennon, annað grannholda séní með kringlótt gleraugu eins og Þórbergur, skildi þetta líka mæta vel og bað okkur um að beita ímyndunaraflinu til þess að breyta heiminum til betri vegar. Ekki veitir af. Þess vegna skulum við nú ímynda okkur eitt stundarkorn að við höfum í morgun vakið börnin okkar óvenju snemma til þess að reyna að komast úr landi með öllum tiltækum ráðum. Það er ekkert annað að gera. Okkar bíður ekkert líf, aðeins blóðug, heiftarleg styrjöld og dauði. Ímyndum okkur að við setjum allt í að komast um borð í gúmmíbát sem á smá möguleika á að koma okkur til öruggrar hafnar en gæti allt eins endað á hafsbotni. Ímyndum okkur að við komumst á áfangastað en þar taki okkur enginn opnum örmum, okkar bíða aðeins flóttamannabúðir, hungur og niðurlæging. Það er erfitt að ímynda sér þessar aðstæður yfir kaffibolla á mánudagsmorgni norður á Íslandi. Engu að síður ber okkur þó siðferðisleg skylda til þess nú þegar þúsundir streyma til Evrópu í leit að lífi. Lífi án styrjalda, hungurs og hörmunga. Ástandið er svo skelfilegt að lítil þjóð norður í Atlantshafi þarf nú að hætta að hugsa smátt. Íslensk stjórnvöld samþykktu fyrir ekki svo löngu að taka við fimmtíu flóttamönnum á tveimur árum. Það er dropi í haf eymdarinnar. Tala sem getur í besta falli talist friðþæging þegar litið er til þess fjölda sem lönd á borð við Þýskaland og Svíþjóð taka við ár hvert og það er ekkert skjól í að miða við fólksfjölda á Íslandi. Langt frá því. Íslensk stjórnvöld þurfa því að láta reyna á ímyndunaraflið, láta samkennd og mannúð ráða för og margfalda þann fjölda flóttafólks sem verður boðið velkomið til Íslands. Það er það eina rétta í stöðunni fyrir þjóð sem vill vera hluti af samfélagi þjóðanna og bera höfuðið hátt á alþjóðavettvangi. Það er það eina rétta í stöðunni fyrir stjórnvald sem vill geta horfst skammlaust í augu við þjóð sína. Þjóð sem getur með brotabroti af ímyndunarafli meistara Þórbergs sér til fulltingis gert betur, bjargað langtum fleiri mannslífum og tekið þeim opnum örmum. Því ef við getum ímyndað okkur betri heim þá getum við að sönnu breytt honum til betri vegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Magnús Guðmundsson Skoðun Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
„Megnið af volæði veraldarinnar stafar af skorti á ímyndunarafli,“ segir í Bréfi til Láru frá Þórbergi Þórðarsyni frá 1924. Ímyndunaraflið býr nefnilega yfir þeim stórkostlega mætti að það getur gert okkur það kleift að setja okkur í spor annarra. Gert okkur það mögulegt að finna til með fólki og skilja betur hvað rekur það áfram í lífinu og fær það til þess að gera það sem það gerir. John Lennon, annað grannholda séní með kringlótt gleraugu eins og Þórbergur, skildi þetta líka mæta vel og bað okkur um að beita ímyndunaraflinu til þess að breyta heiminum til betri vegar. Ekki veitir af. Þess vegna skulum við nú ímynda okkur eitt stundarkorn að við höfum í morgun vakið börnin okkar óvenju snemma til þess að reyna að komast úr landi með öllum tiltækum ráðum. Það er ekkert annað að gera. Okkar bíður ekkert líf, aðeins blóðug, heiftarleg styrjöld og dauði. Ímyndum okkur að við setjum allt í að komast um borð í gúmmíbát sem á smá möguleika á að koma okkur til öruggrar hafnar en gæti allt eins endað á hafsbotni. Ímyndum okkur að við komumst á áfangastað en þar taki okkur enginn opnum örmum, okkar bíða aðeins flóttamannabúðir, hungur og niðurlæging. Það er erfitt að ímynda sér þessar aðstæður yfir kaffibolla á mánudagsmorgni norður á Íslandi. Engu að síður ber okkur þó siðferðisleg skylda til þess nú þegar þúsundir streyma til Evrópu í leit að lífi. Lífi án styrjalda, hungurs og hörmunga. Ástandið er svo skelfilegt að lítil þjóð norður í Atlantshafi þarf nú að hætta að hugsa smátt. Íslensk stjórnvöld samþykktu fyrir ekki svo löngu að taka við fimmtíu flóttamönnum á tveimur árum. Það er dropi í haf eymdarinnar. Tala sem getur í besta falli talist friðþæging þegar litið er til þess fjölda sem lönd á borð við Þýskaland og Svíþjóð taka við ár hvert og það er ekkert skjól í að miða við fólksfjölda á Íslandi. Langt frá því. Íslensk stjórnvöld þurfa því að láta reyna á ímyndunaraflið, láta samkennd og mannúð ráða för og margfalda þann fjölda flóttafólks sem verður boðið velkomið til Íslands. Það er það eina rétta í stöðunni fyrir þjóð sem vill vera hluti af samfélagi þjóðanna og bera höfuðið hátt á alþjóðavettvangi. Það er það eina rétta í stöðunni fyrir stjórnvald sem vill geta horfst skammlaust í augu við þjóð sína. Þjóð sem getur með brotabroti af ímyndunarafli meistara Þórbergs sér til fulltingis gert betur, bjargað langtum fleiri mannslífum og tekið þeim opnum örmum. Því ef við getum ímyndað okkur betri heim þá getum við að sönnu breytt honum til betri vegar.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar