Þórður vann Nordic Talents 2015: Ætlar núna að skrifa handritið að myndinni að fullri alvöru Stefán Árni Pálsson skrifar 9. september 2015 16:00 Rúnar Rúnarsson og Þórður Pálsson. vísir „Ég er búsettur í London og hef verið þar síðan ég útskrifaðist úr The National Film and Television School með MA í Directing Fiction,“ segir Þórður Pálsson sem vann Nordic Talents 2015 sem fór fram á föstudagskvöldið. Nordic Talents er haldið af Nordisk Film & TV Fond í danska kvikmyndaskólanum í Kaupmannahöfn. „Ég var mjög lánsamur að fá umboðsmann strax eftir útskrift sem hefur verið að hjálpa mér að fá fundi hjá framleiðslufyrirtækjum á Englandi,“ segir Þórður en umboðsmaður hans heitir Sayle Screen. Þórður vann verðlaunin fyrir kvikmyndina Stuck in Dundalk sem hann hefur verið að vinna ásamt vini sínum Matthew Jankes síðan þeir útskrifuðust í lok febrúar. „Nordic Talents er frábær stökkpallur fyrir ungt kvikmyndagerðafólk sem er nýútskrifað og er að reyna koma sér á framfæri. Það kom mér verulega á óvart að vinna þessa keppni þar sem það voru mjög mörg góð verkefni sem verið var að sýna. Sem betur fer gekk allt upp hjá mér ég náði tenginu við dómarana með sögunni minni.“ Nordic Talents hefur verið í 15 ár og hafa íslendingar unnið þetta fjórum sinnum. „Það er frábær tölfræði fyrir okkur,“ segir Þórður en þeir Árni Ólafur Ásgeirsson (2001), Rúnar Rúnarsson (2009) og Hlynur Pálmason (2013) hafa einnig unnið til þessara verðlauna. „Ég vona núna að ég geti sest niður og byrjar að skrifa handritið að myndinni að fullri alvöru. Það hefur verið draumur hjá mér að koma þessari sögu upp á hvítatjaldið og með þessum verðlaunum er ég kominn aðeins nær því.“ Dómnefndin gaf Þórði frábæra dóma: „Verkefnið heillaði okkur þar sem handritið er vel uppsett og sagan mjög persónuleg.“ Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Ég er búsettur í London og hef verið þar síðan ég útskrifaðist úr The National Film and Television School með MA í Directing Fiction,“ segir Þórður Pálsson sem vann Nordic Talents 2015 sem fór fram á föstudagskvöldið. Nordic Talents er haldið af Nordisk Film & TV Fond í danska kvikmyndaskólanum í Kaupmannahöfn. „Ég var mjög lánsamur að fá umboðsmann strax eftir útskrift sem hefur verið að hjálpa mér að fá fundi hjá framleiðslufyrirtækjum á Englandi,“ segir Þórður en umboðsmaður hans heitir Sayle Screen. Þórður vann verðlaunin fyrir kvikmyndina Stuck in Dundalk sem hann hefur verið að vinna ásamt vini sínum Matthew Jankes síðan þeir útskrifuðust í lok febrúar. „Nordic Talents er frábær stökkpallur fyrir ungt kvikmyndagerðafólk sem er nýútskrifað og er að reyna koma sér á framfæri. Það kom mér verulega á óvart að vinna þessa keppni þar sem það voru mjög mörg góð verkefni sem verið var að sýna. Sem betur fer gekk allt upp hjá mér ég náði tenginu við dómarana með sögunni minni.“ Nordic Talents hefur verið í 15 ár og hafa íslendingar unnið þetta fjórum sinnum. „Það er frábær tölfræði fyrir okkur,“ segir Þórður en þeir Árni Ólafur Ásgeirsson (2001), Rúnar Rúnarsson (2009) og Hlynur Pálmason (2013) hafa einnig unnið til þessara verðlauna. „Ég vona núna að ég geti sest niður og byrjar að skrifa handritið að myndinni að fullri alvöru. Það hefur verið draumur hjá mér að koma þessari sögu upp á hvítatjaldið og með þessum verðlaunum er ég kominn aðeins nær því.“ Dómnefndin gaf Þórði frábæra dóma: „Verkefnið heillaði okkur þar sem handritið er vel uppsett og sagan mjög persónuleg.“
Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira