Árni Páll Árnason Samfylkingu: Fjárlagafrumvarp þeirra betur settu Jakob Bjarnar skrifar 8. september 2015 15:06 Árni Páll: Mikilvægast nú er að leysa úr húsnæðismálunum. Ríkisstjórnin er þar enn sem fyrr á hraða snigilsins. „Fjárlögin eru athyglisverð,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar um ný fjárlög: „Gríðarlegt svigrúm til að bæta úr eftir aðhald undanfarinna ára er ekki nýtt til uppbyggingar. Áberandi er að barnafjölskyldur, meðaltekjufólk, lífeyrisþegar og lágtekjufólk eru skilin eftir. Hækkuð laun valda því að meðaltekjufólk hrynur út úr öllum stuðningskerfum, barnabótum, vaxtabótum og fæðingarorlofi. Engin viðmiðunarmörk eru hækkuð svo nokkru nemi. Skattbreytingar nýtast bara þeim betur settu og lífeyrisþegar fá ekki að njóta þeirra lágmarkslauna sem almennt var samið um í vor. Ekkert nýtt í vegi eða aðra inniviði og ekki fjárfest í heilbrigði eða húsnæðismálum. Landspítalinn fær ekki fullnægjandi úrlausn. Margauglýst framlög til húsnæðismála eru svo lítil að þau munu hvergi duga fyrir 2.300 íbúðum. 1.600 milljónir í nýjar íbúðir er nær því að duga fyrir einum stigagangi. En það er gott að sjá að viðsnúningur er að eiga sér stað. Forgangsröðunin er bara skökk,“ segir Árni Páll. Og hann bætir við: „Mikilvægast nú er að leysa úr húsnæðismálunum. Ríkisstjórnin er þar enn sem fyrr á hraða snigilsins. Lífskjör barnafjölskyldna á lágum og meðaltekjum halda áfram að dragast aftur úr nágrannalöndunum. Barna- og vaxtabætur eru orðnar láglaunabætur og vaxtabætur stefna nú í að verða fjórðungur, segi og skrifa fjórðungur, af því sem þær voru 2011. Lítil hreyfing á uppbyggingu hjúkrunarrýma og aldraðir og öryrkjar munu sitja eftir þegar lágmarkslaun fara upp í 300.000. Svigrúmið hefur allt verið nýtt með millifærslum til þeirra sem meira hafa.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
„Fjárlögin eru athyglisverð,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar um ný fjárlög: „Gríðarlegt svigrúm til að bæta úr eftir aðhald undanfarinna ára er ekki nýtt til uppbyggingar. Áberandi er að barnafjölskyldur, meðaltekjufólk, lífeyrisþegar og lágtekjufólk eru skilin eftir. Hækkuð laun valda því að meðaltekjufólk hrynur út úr öllum stuðningskerfum, barnabótum, vaxtabótum og fæðingarorlofi. Engin viðmiðunarmörk eru hækkuð svo nokkru nemi. Skattbreytingar nýtast bara þeim betur settu og lífeyrisþegar fá ekki að njóta þeirra lágmarkslauna sem almennt var samið um í vor. Ekkert nýtt í vegi eða aðra inniviði og ekki fjárfest í heilbrigði eða húsnæðismálum. Landspítalinn fær ekki fullnægjandi úrlausn. Margauglýst framlög til húsnæðismála eru svo lítil að þau munu hvergi duga fyrir 2.300 íbúðum. 1.600 milljónir í nýjar íbúðir er nær því að duga fyrir einum stigagangi. En það er gott að sjá að viðsnúningur er að eiga sér stað. Forgangsröðunin er bara skökk,“ segir Árni Páll. Og hann bætir við: „Mikilvægast nú er að leysa úr húsnæðismálunum. Ríkisstjórnin er þar enn sem fyrr á hraða snigilsins. Lífskjör barnafjölskyldna á lágum og meðaltekjum halda áfram að dragast aftur úr nágrannalöndunum. Barna- og vaxtabætur eru orðnar láglaunabætur og vaxtabætur stefna nú í að verða fjórðungur, segi og skrifa fjórðungur, af því sem þær voru 2011. Lítil hreyfing á uppbyggingu hjúkrunarrýma og aldraðir og öryrkjar munu sitja eftir þegar lágmarkslaun fara upp í 300.000. Svigrúmið hefur allt verið nýtt með millifærslum til þeirra sem meira hafa.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01