Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Atli Ísleifsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 8. september 2015 13:01 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs í hádeginu í dag. vísir/gva Gert er ráð fyrir að tekjuafgangur ríkissjóðs verði 15,3 milljarðar króna á árinu 2016. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. Bjarni sagði að stefnt yrði að hallalausum fjárlögum þriðja árið í röð en nú stefndi í að afkoma ríkissjóðs árið 2015 verði betri en gert var ráð fyrir með 21 milljarðs afgang. „Landsframleiðsla hefur aukist samfellt frá árinu 2011. Ef hagspár ganga eftir erum við að ganga í gegnum eitt lengsta samfellda hagvaxtarskeið í nútíma hagsögu Íslands,“ sagði Bjarni og bætti við að heildartekjur lækki fram til ársins 2019, en heildargjöld lækka meira fram til ársins 2019.Greinileg merki um að skuldir heimila séu að lækka Ráðherra sagði kaupmátt hafa vaxið stöðugt, vaxið um 3,7 prósent, og sé kaupmáttur að ná þeim gildum sem hann var á árinu 2007. Þá hafi verðbólga verið hófleg en fari hækkandi á næstu tveimur árum. Þannig er því spáð að hún hækki á nýju, verði milli 4 og 4,5 prósent, en muni svo fara minnkandi. Bjarni sagði atvinnuleysi hafa haldist stöðugt, fjárfesting í atvinnuvegum fari vaxandi og farið yfir langtímameðaltal. „Við sjáum greinileg merki þess að skuldir heimila séu að lækka og eignastaða heimila að batna.“Sjá meira: Bætur hækka um 9,4 prósentÁhersla á að draga úr skuldum ríkissjóðs Kom það jafnframt fram í kynningu ráðherra að vaxtagjöld ríkissjóðs vægu þyngra í opinberum fjármálum en annars staðar. Því yrðu lögð rík áhersla á það að lækka vaxtakostnað ríkisins á næstu árum. „Við munum leggja sérstaka áherslu á að draga úr skuldum ríkisins til þess að draga úr vaxtabyrðinni á næstu árum.“ Heildarskuldir ríkissjóðs standa í 1.177 milljörðum króna en fram til ársins 2018 er að mati Bjarna svigrúm til þess að lækka skuldirnar verulega og myndi söluandvirði á þeim hlut ríkisins í Landsbankanum sem seldur yrði allur nýttur til þess að greiða niður skuldir.Sjá meira: Aukið framlag til hælisleitenda2,6 milljarðar í húsnæðismál Afgangur af frumjöfnuði verður áfram verulegur, eða um 73 milljarðar króna. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir nýju 2,6 milljarða króna framlagi til húsnæðismála og minni skattbyrði leigutekna til að hvetja til langtímaleigu. Þá hækka framlög til heilbrigðismála, menntamála og almannatrygginga. Bjarni sagði stærstu breytingarnar á skattkerfinu árið 2016 snúa að tekjuskatti einstaklinga og afnámi tolla á fatnað og skó. Tollar á fatnað og skó munu falla niður um næstu áramót. Þá sá stefnt að því að allir aðrir tollar en þeir sem leggjast á „tiltekin matvæli“ verði lagðir af í ársbyrjun 2017. „Niðurfelling tolla hefur umtalsverð áhrif á smásöluverð og ætla má að vísitala neysluverðs geti lækkað um allt að 0,5% á árinu 2016 og nái 1% lækkun árið 2017.“Tekjuskattur einstaklinga lækkar Tekjuskattur einstaklinga lækkar í tveimur áföngum og við þann síðari fækkar skattþrepum úr þremur í tvö. Skattprósenta í lægra þrepi verður lækkuð úr 22,86% í 22,68% 1. janúar 2016 og í 22,50% við ársbyrjun 2017. Álag í milliþrep verður lækkað um helming frá ársbyrjun 2016 og fellur það saman við neðsta þrepið um áramótin 2016/2017. Greiðslur barnabóta halda áfram að hækka, en frumvarpið gerir ráð fyrir 3% hækkun bótafjárhæða. Þá er gert ráð fyrir 9,4% hækkun á bótum elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleysisbóta.Sjá meira: Hækka framlög til Þjóðkirkjunnar um rúmar 400 milljónir1,6 milljarða aukning í heilbrigðismálum Ráðherra segir að til hvetja til langtímaleigu á húsnæðismarkaði sé lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leifutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30% í 50%. Þar með muni virk skattbyrði leigutekna lækka úr 14% í 10%.Heildarútgjöld ríkisins fara lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. „Við erum að styrkjast af afli til þess að bera þá þjónustu sem við ætlum að halda úti,“ sagði Bjarni en ekki er gert ráð fyrir aðhaldsaðgerðum vegna almanna- og atvinnuleysistrygginga, menntamála og heilbrigðisstofnana. Framlög til heilbrigðismála aukast um 1,6 milljarða króna, „s.s. með styrkingu á rekstrargrunni sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, auknum framlögum til heilsugæslunnar og til framkvæmdaáætlunar um byggingu nýrra hjúkrunarheimila.“ Þá sé gert ráð fyrir framlögum til að ljúka hönnun meðferðarkjarna Landspítala og byggingu sjúkrahótels. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Tekjur af útvarpsgjaldi hækka um tæpar níu milljónir Framlagið nemur 3.490 milljónir króna. 8. september 2015 13:23 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Gert er ráð fyrir að tekjuafgangur ríkissjóðs verði 15,3 milljarðar króna á árinu 2016. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. Bjarni sagði að stefnt yrði að hallalausum fjárlögum þriðja árið í röð en nú stefndi í að afkoma ríkissjóðs árið 2015 verði betri en gert var ráð fyrir með 21 milljarðs afgang. „Landsframleiðsla hefur aukist samfellt frá árinu 2011. Ef hagspár ganga eftir erum við að ganga í gegnum eitt lengsta samfellda hagvaxtarskeið í nútíma hagsögu Íslands,“ sagði Bjarni og bætti við að heildartekjur lækki fram til ársins 2019, en heildargjöld lækka meira fram til ársins 2019.Greinileg merki um að skuldir heimila séu að lækka Ráðherra sagði kaupmátt hafa vaxið stöðugt, vaxið um 3,7 prósent, og sé kaupmáttur að ná þeim gildum sem hann var á árinu 2007. Þá hafi verðbólga verið hófleg en fari hækkandi á næstu tveimur árum. Þannig er því spáð að hún hækki á nýju, verði milli 4 og 4,5 prósent, en muni svo fara minnkandi. Bjarni sagði atvinnuleysi hafa haldist stöðugt, fjárfesting í atvinnuvegum fari vaxandi og farið yfir langtímameðaltal. „Við sjáum greinileg merki þess að skuldir heimila séu að lækka og eignastaða heimila að batna.“Sjá meira: Bætur hækka um 9,4 prósentÁhersla á að draga úr skuldum ríkissjóðs Kom það jafnframt fram í kynningu ráðherra að vaxtagjöld ríkissjóðs vægu þyngra í opinberum fjármálum en annars staðar. Því yrðu lögð rík áhersla á það að lækka vaxtakostnað ríkisins á næstu árum. „Við munum leggja sérstaka áherslu á að draga úr skuldum ríkisins til þess að draga úr vaxtabyrðinni á næstu árum.“ Heildarskuldir ríkissjóðs standa í 1.177 milljörðum króna en fram til ársins 2018 er að mati Bjarna svigrúm til þess að lækka skuldirnar verulega og myndi söluandvirði á þeim hlut ríkisins í Landsbankanum sem seldur yrði allur nýttur til þess að greiða niður skuldir.Sjá meira: Aukið framlag til hælisleitenda2,6 milljarðar í húsnæðismál Afgangur af frumjöfnuði verður áfram verulegur, eða um 73 milljarðar króna. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir nýju 2,6 milljarða króna framlagi til húsnæðismála og minni skattbyrði leigutekna til að hvetja til langtímaleigu. Þá hækka framlög til heilbrigðismála, menntamála og almannatrygginga. Bjarni sagði stærstu breytingarnar á skattkerfinu árið 2016 snúa að tekjuskatti einstaklinga og afnámi tolla á fatnað og skó. Tollar á fatnað og skó munu falla niður um næstu áramót. Þá sá stefnt að því að allir aðrir tollar en þeir sem leggjast á „tiltekin matvæli“ verði lagðir af í ársbyrjun 2017. „Niðurfelling tolla hefur umtalsverð áhrif á smásöluverð og ætla má að vísitala neysluverðs geti lækkað um allt að 0,5% á árinu 2016 og nái 1% lækkun árið 2017.“Tekjuskattur einstaklinga lækkar Tekjuskattur einstaklinga lækkar í tveimur áföngum og við þann síðari fækkar skattþrepum úr þremur í tvö. Skattprósenta í lægra þrepi verður lækkuð úr 22,86% í 22,68% 1. janúar 2016 og í 22,50% við ársbyrjun 2017. Álag í milliþrep verður lækkað um helming frá ársbyrjun 2016 og fellur það saman við neðsta þrepið um áramótin 2016/2017. Greiðslur barnabóta halda áfram að hækka, en frumvarpið gerir ráð fyrir 3% hækkun bótafjárhæða. Þá er gert ráð fyrir 9,4% hækkun á bótum elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleysisbóta.Sjá meira: Hækka framlög til Þjóðkirkjunnar um rúmar 400 milljónir1,6 milljarða aukning í heilbrigðismálum Ráðherra segir að til hvetja til langtímaleigu á húsnæðismarkaði sé lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leifutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30% í 50%. Þar með muni virk skattbyrði leigutekna lækka úr 14% í 10%.Heildarútgjöld ríkisins fara lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. „Við erum að styrkjast af afli til þess að bera þá þjónustu sem við ætlum að halda úti,“ sagði Bjarni en ekki er gert ráð fyrir aðhaldsaðgerðum vegna almanna- og atvinnuleysistrygginga, menntamála og heilbrigðisstofnana. Framlög til heilbrigðismála aukast um 1,6 milljarða króna, „s.s. með styrkingu á rekstrargrunni sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, auknum framlögum til heilsugæslunnar og til framkvæmdaáætlunar um byggingu nýrra hjúkrunarheimila.“ Þá sé gert ráð fyrir framlögum til að ljúka hönnun meðferðarkjarna Landspítala og byggingu sjúkrahótels.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Tekjur af útvarpsgjaldi hækka um tæpar níu milljónir Framlagið nemur 3.490 milljónir króna. 8. september 2015 13:23 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Tekjur af útvarpsgjaldi hækka um tæpar níu milljónir Framlagið nemur 3.490 milljónir króna. 8. september 2015 13:23