Strákarnir mæta þremur frægum NBA-leikmönnum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2015 12:30 Marco Belinelli, Danilo Gallinari og Andrea Bargnani. Vísir/Getty Íslenska körfuboltalandsliðið mætir Ítalíu í kvöld í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta en bæði lið töpuðu naumlega í fyrsta leik sínum í B-riðlinum í Berlin. Ísland á móti Þýskalandi en Ítalir á móti Tyrkjum. Í liði Ítala eru þrír frægir NBA-leikmenn en þetta eru allt leikmenn sem hafa spilað lengi í NBA og hafa vakið athygli fyrir góðan leik. Danilo Gallinari (Denver Nuggets), Andrea Bargnani (Brooklyn Nets) og Marco Belinelli (Sacramento Kings) hafa allir skapað sér nafn í NBA-deildinni og það verður erfitt verkefni fyrir íslensku vörnina að reyna að stoppa þá í leiknum í dag.Danilo Gallinari átti frábæran leik á móti Tyrkjum í gær en hann skoraði þá 33 stig eftir að hafa hitt úr 9 af 10 skotum sínum utan af velli og 14 af 15 skotum sínum af vítalínunni.Marco Belinelli skoraði 14 stig og gaf 4 stoðsendingar í leiknum en hitti reyndar aðeins úr 2 af 8 þriggja stiga skotum sínum.Andrea Bargnani var með 12 stig og 4 fráköst en Ítalir töpuðu með tíu stigum þær 22 mínútur sem hann spilaði. Bargnani var ekki í byrjunarliði Ítala á móti Tyrkjum í gær.Danilo Gallinari í leik með Denver.Vísir/GettyDanilo Gallinari er 27 ára og 208 sentímetra framherji sem hefur spilað með Denver Nuggets frá 2011. Hann kom inn í NBA-deildina 2008 eftir að hafa verið valinn sjötti í nýliðavalinu af New York Knicks. Gallinari er með 14,2 og 4,5 fráköst að meðaltali í 344 leikjum sínum í NBA-deildinni en hans besta tímabil var 2012-13 (16,2 stig og 5,2 fráköst). Hann missti af 2013-14 tímabilinu vegna meiðsla (krossbandsslit).Andrea Bargnani í leik með New York.Vísir/GettyAndrea Bargnani er 29 ára og 213 sentímetra miðherji. Hann var valinn fyrstur af Toronto Raptors í nýliðavainu 2006 og lék með liðinu til 2013. Undanfarin tvö tímabil hefur hann spilað með New York Knicks en hann samdi við Brooklyn Nets í sumar. Bargnani er með 15,0 og 4,8 fráköst að meðaltali í 504 leikjum sínum í NBA-deildinni en hans besta tímabil var 2010-11 (21,4 stig og 5,2 fráköst).Marco Belinelli í leik með San Antonio.Vísir/GettyMarco Belinelli er 29 ára og 196 sentímetra skotbakvörður sem varð meðal annars NBA-meistari með San Antonio Spurs árið 2014. Hann yfirgaf Spurs í sumar og samdi við Sacramento Kings. Marco Belinelli er eini Ítalinn sem hefur orðið NBA-meistari en í úrslitakeppninni 2014 var hann með 5,4 stig í leik og 42,1 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Sacramento Kings verður hans sjötta NBA-lið en hann hefur einnig spilað með Golden State Warriors, Toronto Raptors, New Orleans Hornets, Chicago Bulls og svo San Antonio Spurs. Belinelli er með 9,4 stig og 39 prósent þriggja stiga skotnýtingu í 502 leikjum sínum í NBA-deildinni en hans besta tímabil var 2011-12 (11,8 stig). Belinelli vann þriggja stiga skotkeppni Stjörnuleikshelgarinnar árið 2014.Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma en fylgst verður með gangi máli hér inn á Vísi. EM 2015 í Berlín NBA Tengdar fréttir Hörður Axel: Við erum engir túristar í Berlín Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í vörninni þegar Íslands tapaði naumlega með sex stigum á móti Þjðoðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015. 5. september 2015 16:01 Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svekktur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. 5. september 2015 15:35 Hlynur um Dirk Nowitzki: Öðruvísi en að mæta einhverjum skógarhöggsmönnum Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, bar sig vel eftir leikinn á móti Þjóðverjum í dag en mikið álag verður á honum eins og öðrum lykilimönnum íslenska liðsins á Evrópumótinu. 6. september 2015 10:00 Jón Arnór átti þátt í fjórtán körfum íslenska liðsins Jón Arnór Stefánsson var allt í öllu í sóknarleik íslenska liðsins enda bæði langstigahæstur í liðinu og sá sem gaf langflestar stoðsendingar. 6. september 2015 11:00 Dramatískur sigur Tyrklands Tyrkland vann dramatískan sigur á Ítalíu í riðli okkar Íslendinga á EM 2015, en riðillinn fer fram í Berlín. Tyrkir unnu tveggja stiga sigur, 89-87, eftir dramatískar lokamínútur. 5. september 2015 21:03 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið mætir Ítalíu í kvöld í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta en bæði lið töpuðu naumlega í fyrsta leik sínum í B-riðlinum í Berlin. Ísland á móti Þýskalandi en Ítalir á móti Tyrkjum. Í liði Ítala eru þrír frægir NBA-leikmenn en þetta eru allt leikmenn sem hafa spilað lengi í NBA og hafa vakið athygli fyrir góðan leik. Danilo Gallinari (Denver Nuggets), Andrea Bargnani (Brooklyn Nets) og Marco Belinelli (Sacramento Kings) hafa allir skapað sér nafn í NBA-deildinni og það verður erfitt verkefni fyrir íslensku vörnina að reyna að stoppa þá í leiknum í dag.Danilo Gallinari átti frábæran leik á móti Tyrkjum í gær en hann skoraði þá 33 stig eftir að hafa hitt úr 9 af 10 skotum sínum utan af velli og 14 af 15 skotum sínum af vítalínunni.Marco Belinelli skoraði 14 stig og gaf 4 stoðsendingar í leiknum en hitti reyndar aðeins úr 2 af 8 þriggja stiga skotum sínum.Andrea Bargnani var með 12 stig og 4 fráköst en Ítalir töpuðu með tíu stigum þær 22 mínútur sem hann spilaði. Bargnani var ekki í byrjunarliði Ítala á móti Tyrkjum í gær.Danilo Gallinari í leik með Denver.Vísir/GettyDanilo Gallinari er 27 ára og 208 sentímetra framherji sem hefur spilað með Denver Nuggets frá 2011. Hann kom inn í NBA-deildina 2008 eftir að hafa verið valinn sjötti í nýliðavalinu af New York Knicks. Gallinari er með 14,2 og 4,5 fráköst að meðaltali í 344 leikjum sínum í NBA-deildinni en hans besta tímabil var 2012-13 (16,2 stig og 5,2 fráköst). Hann missti af 2013-14 tímabilinu vegna meiðsla (krossbandsslit).Andrea Bargnani í leik með New York.Vísir/GettyAndrea Bargnani er 29 ára og 213 sentímetra miðherji. Hann var valinn fyrstur af Toronto Raptors í nýliðavainu 2006 og lék með liðinu til 2013. Undanfarin tvö tímabil hefur hann spilað með New York Knicks en hann samdi við Brooklyn Nets í sumar. Bargnani er með 15,0 og 4,8 fráköst að meðaltali í 504 leikjum sínum í NBA-deildinni en hans besta tímabil var 2010-11 (21,4 stig og 5,2 fráköst).Marco Belinelli í leik með San Antonio.Vísir/GettyMarco Belinelli er 29 ára og 196 sentímetra skotbakvörður sem varð meðal annars NBA-meistari með San Antonio Spurs árið 2014. Hann yfirgaf Spurs í sumar og samdi við Sacramento Kings. Marco Belinelli er eini Ítalinn sem hefur orðið NBA-meistari en í úrslitakeppninni 2014 var hann með 5,4 stig í leik og 42,1 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Sacramento Kings verður hans sjötta NBA-lið en hann hefur einnig spilað með Golden State Warriors, Toronto Raptors, New Orleans Hornets, Chicago Bulls og svo San Antonio Spurs. Belinelli er með 9,4 stig og 39 prósent þriggja stiga skotnýtingu í 502 leikjum sínum í NBA-deildinni en hans besta tímabil var 2011-12 (11,8 stig). Belinelli vann þriggja stiga skotkeppni Stjörnuleikshelgarinnar árið 2014.Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma en fylgst verður með gangi máli hér inn á Vísi.
EM 2015 í Berlín NBA Tengdar fréttir Hörður Axel: Við erum engir túristar í Berlín Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í vörninni þegar Íslands tapaði naumlega með sex stigum á móti Þjðoðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015. 5. september 2015 16:01 Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svekktur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. 5. september 2015 15:35 Hlynur um Dirk Nowitzki: Öðruvísi en að mæta einhverjum skógarhöggsmönnum Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, bar sig vel eftir leikinn á móti Þjóðverjum í dag en mikið álag verður á honum eins og öðrum lykilimönnum íslenska liðsins á Evrópumótinu. 6. september 2015 10:00 Jón Arnór átti þátt í fjórtán körfum íslenska liðsins Jón Arnór Stefánsson var allt í öllu í sóknarleik íslenska liðsins enda bæði langstigahæstur í liðinu og sá sem gaf langflestar stoðsendingar. 6. september 2015 11:00 Dramatískur sigur Tyrklands Tyrkland vann dramatískan sigur á Ítalíu í riðli okkar Íslendinga á EM 2015, en riðillinn fer fram í Berlín. Tyrkir unnu tveggja stiga sigur, 89-87, eftir dramatískar lokamínútur. 5. september 2015 21:03 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Hörður Axel: Við erum engir túristar í Berlín Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í vörninni þegar Íslands tapaði naumlega með sex stigum á móti Þjðoðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015. 5. september 2015 16:01
Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45
Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svekktur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. 5. september 2015 15:35
Hlynur um Dirk Nowitzki: Öðruvísi en að mæta einhverjum skógarhöggsmönnum Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, bar sig vel eftir leikinn á móti Þjóðverjum í dag en mikið álag verður á honum eins og öðrum lykilimönnum íslenska liðsins á Evrópumótinu. 6. september 2015 10:00
Jón Arnór átti þátt í fjórtán körfum íslenska liðsins Jón Arnór Stefánsson var allt í öllu í sóknarleik íslenska liðsins enda bæði langstigahæstur í liðinu og sá sem gaf langflestar stoðsendingar. 6. september 2015 11:00
Dramatískur sigur Tyrklands Tyrkland vann dramatískan sigur á Ítalíu í riðli okkar Íslendinga á EM 2015, en riðillinn fer fram í Berlín. Tyrkir unnu tveggja stiga sigur, 89-87, eftir dramatískar lokamínútur. 5. september 2015 21:03