Fótbolti

Elías Már: Getum ekki borið virðingu fyrir franska liðinu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
„Ég er bara mjög spenntur fyrir þessum leik, hann leggst vel í mig,“ sagði Elías Már Ómarsson, leikmaður Valerenga og íslenska U21 árs landsliðsins, í samtali við Valtý Björn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

„Þeir eru með sterkt landslið en við erum með það líka svo ég á von á erfiðum leik. Við gerum okkar besta og reynum að ná í þrjú stig.“

Elías sagði að þeir bæru virðingu fyrir andstæðingnum á morgun.

„Það er alltaf virðing í fótbolta en við getum ekki sýnt þeim neina virðingu í leiknum. Ég veit ekki hversu mikla virðingu þeir bera fyrir okkur.“

Elías sagði að sigur landsliðsins á  Hollandi hefði kveikt í mönnum.

„Ég veit ekki hvort þeir horfðu á hann en við horfðum á hann og það kveikti í mönnum fyrir þennan leik. Við viljum ná jafn góðum árangri og þeir.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×