Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Kristján Már Unnarsson skrifar 3. september 2015 22:45 Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. Framkvæmdastjórinn vonast til að gróskumikið atvinnulíf byggist upp í kringum olíuleitina. Olíuleitarskip ásamt aðstoðarskipi komu inn til Reyðarfjarðar í gær áður en þau héldu á Drekasvæðið í mánaðarlangan rannsóknarleiðangur. Ekki færri en fimm sveitarfélög hafa sóst eftir að þjónusta olíuleitina. Fjarðabyggð hefur augljóslega tekið forystuna og nú hefur verið stofnað þar sérstakt fyrirtæki um þjónustumiðstöð fyrir olíuleit. Það heitir Arctic Supply Base en að því standa ráðamenn olíuleitarfélagsins Eykons og aðilar á Austurlandi. Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri Arctic Supply Base, segir fyrirtækid ætla að veita þjónustu og hýsa önnur fyrirtæki sem vilja veita þjónustu í kringum olíuiðnað, sem vonandi sé að verða til með þessu fyrsta skrefi núna. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Olíuleitarskipið Oceanic Challenger í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Páll Björgvin Guðmundsson, mætti á bryggjuna til að taka á móti rannsóknarskipinu. Hann segir hafnir bæjarins þjónusta sjávarútveg og flutningaskip til og frá landinu. Þetta sé ein viðbótin við það að þjónusta skip sem hér séu á ferðinni. Hann segir svæðið vel í stakk búið að þjónusta olíuleit. „Hér eru ákveðnir innviðir sem eru mjög sterkir. Það eru hafnirnar hér og það er alþjóðlegur flugvöllur á Egilsstöðum. Það er náttúrlega búin að vera gríðarleg uppbygging í kringum álverið þannig að það nýtist núna til frekari þjónustu til annarra verkefna,“ segir bæjarstjórinn. En hvernig umsvif gætu menn séð í kringum olíuleitina? „Þetta er bara svipað og við höfum séð annarsstaðar í heiminum. Eins og við höfum séð í Noregi, Skotlandi eða í St. Johns, og í Færeyjum, þegar það gekk þar. Þannig að ég held að við munum vonandi sjá hérna gróskumikið atvinnulíf í kringum þetta,“ svarar Haukur Óskarsson. Olíuleit á Drekasvæði Byggðamál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Færeyingar fríska upp á olíuborpall Einn stærsti olíuborpallur heims, risapallurinn West Hercules, hefur undanfarinn mánuð verið í viðamikilli klössun í Færeyjum. 21. september 2014 13:30 Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30 Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. Framkvæmdastjórinn vonast til að gróskumikið atvinnulíf byggist upp í kringum olíuleitina. Olíuleitarskip ásamt aðstoðarskipi komu inn til Reyðarfjarðar í gær áður en þau héldu á Drekasvæðið í mánaðarlangan rannsóknarleiðangur. Ekki færri en fimm sveitarfélög hafa sóst eftir að þjónusta olíuleitina. Fjarðabyggð hefur augljóslega tekið forystuna og nú hefur verið stofnað þar sérstakt fyrirtæki um þjónustumiðstöð fyrir olíuleit. Það heitir Arctic Supply Base en að því standa ráðamenn olíuleitarfélagsins Eykons og aðilar á Austurlandi. Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri Arctic Supply Base, segir fyrirtækid ætla að veita þjónustu og hýsa önnur fyrirtæki sem vilja veita þjónustu í kringum olíuiðnað, sem vonandi sé að verða til með þessu fyrsta skrefi núna. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Olíuleitarskipið Oceanic Challenger í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Páll Björgvin Guðmundsson, mætti á bryggjuna til að taka á móti rannsóknarskipinu. Hann segir hafnir bæjarins þjónusta sjávarútveg og flutningaskip til og frá landinu. Þetta sé ein viðbótin við það að þjónusta skip sem hér séu á ferðinni. Hann segir svæðið vel í stakk búið að þjónusta olíuleit. „Hér eru ákveðnir innviðir sem eru mjög sterkir. Það eru hafnirnar hér og það er alþjóðlegur flugvöllur á Egilsstöðum. Það er náttúrlega búin að vera gríðarleg uppbygging í kringum álverið þannig að það nýtist núna til frekari þjónustu til annarra verkefna,“ segir bæjarstjórinn. En hvernig umsvif gætu menn séð í kringum olíuleitina? „Þetta er bara svipað og við höfum séð annarsstaðar í heiminum. Eins og við höfum séð í Noregi, Skotlandi eða í St. Johns, og í Færeyjum, þegar það gekk þar. Þannig að ég held að við munum vonandi sjá hérna gróskumikið atvinnulíf í kringum þetta,“ svarar Haukur Óskarsson.
Olíuleit á Drekasvæði Byggðamál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Færeyingar fríska upp á olíuborpall Einn stærsti olíuborpallur heims, risapallurinn West Hercules, hefur undanfarinn mánuð verið í viðamikilli klössun í Færeyjum. 21. september 2014 13:30 Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30 Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Færeyingar fríska upp á olíuborpall Einn stærsti olíuborpallur heims, risapallurinn West Hercules, hefur undanfarinn mánuð verið í viðamikilli klössun í Færeyjum. 21. september 2014 13:30
Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30
Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34
Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45