Ásgeir Sigurvinsson síðastur til að skora í Hollandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 13:00 Ásgeir Sigurvinsson skoraði síðast fyrir Ísland í Hollandi. vísir/getty Íslenska landsliðið er komið til Hollands þar sem strákarnir bæta Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld í sjöundu umferð A-riðils undankeppni EM 2016 en íslenska landsliðið hefur átt erfitt uppdráttar á hollenskri grundu í gegnum tíðina. Þetta verður sjöundi leikur íslenska landsliðsins í Hollandi og allir hinir sex hafa tapast. Markatala íslenska liðsins í Hollandi er ekki glæsileg eða 23 mörk í mínus (2-25). Hollendingarnir hafa nú skorað 9 mörk í röð á móti Íslandi í Hollandi án þess að íslenska liðið hafi náð að svara fyrir sig. Ásgeir Sigurvinsson skoraði síðasta mark Íslands á hollenskri grundu en það kom úr vítaspyrnu í 4-1 tapi á De Goffert leikvanginum í Nijmegen 31. ágúst 1977. Ásgeir minnkaði þá muninn í 3-1 á 76. mínútu leiksins. Aðeins einn annar íslenskur landsliðsmaður hefur skorað á móti Hollendingum í landsleik í Hollandi og það var Elmar Geirsson sem skoraði í 8-1 tap á móti Hollandi á De Adelaarshorst leikvanginum í Deventer 29. ágúst 1973. Mark Elmars kom á lokamínútu fyrri hálfleiksins og minnkaði hann þá muninn í 4-1. Ísland lék síðast í Hollandi 11. október 2008 þar sem liðið tapaði 2-0. Joris Mathijsen og Klaas-Jan Huntelaar skoruðu fyrir hollenska liðið. Ólafur Jóhannesson var þarna þjálfari Íslands en í liðinu voru nokkrir leikmenn liðsins í dag. Gunnleifur Gunnleifsson, Ragnar Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Birkir Már Sævarsson voru allir í byrjunarliðinu og Theódór Elmar Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson komu inná sem varamenn. Tölfræði íslenska liðsins í Hollandi er ekki sú glæsilegasta en eitt skref til að laga hana væri að ná góðum úrslitum á Amsterdam Arena í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma og fylgst verður með honum hér á Vísi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Sjá meira
Íslenska landsliðið er komið til Hollands þar sem strákarnir bæta Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld í sjöundu umferð A-riðils undankeppni EM 2016 en íslenska landsliðið hefur átt erfitt uppdráttar á hollenskri grundu í gegnum tíðina. Þetta verður sjöundi leikur íslenska landsliðsins í Hollandi og allir hinir sex hafa tapast. Markatala íslenska liðsins í Hollandi er ekki glæsileg eða 23 mörk í mínus (2-25). Hollendingarnir hafa nú skorað 9 mörk í röð á móti Íslandi í Hollandi án þess að íslenska liðið hafi náð að svara fyrir sig. Ásgeir Sigurvinsson skoraði síðasta mark Íslands á hollenskri grundu en það kom úr vítaspyrnu í 4-1 tapi á De Goffert leikvanginum í Nijmegen 31. ágúst 1977. Ásgeir minnkaði þá muninn í 3-1 á 76. mínútu leiksins. Aðeins einn annar íslenskur landsliðsmaður hefur skorað á móti Hollendingum í landsleik í Hollandi og það var Elmar Geirsson sem skoraði í 8-1 tap á móti Hollandi á De Adelaarshorst leikvanginum í Deventer 29. ágúst 1973. Mark Elmars kom á lokamínútu fyrri hálfleiksins og minnkaði hann þá muninn í 4-1. Ísland lék síðast í Hollandi 11. október 2008 þar sem liðið tapaði 2-0. Joris Mathijsen og Klaas-Jan Huntelaar skoruðu fyrir hollenska liðið. Ólafur Jóhannesson var þarna þjálfari Íslands en í liðinu voru nokkrir leikmenn liðsins í dag. Gunnleifur Gunnleifsson, Ragnar Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Birkir Már Sævarsson voru allir í byrjunarliðinu og Theódór Elmar Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson komu inná sem varamenn. Tölfræði íslenska liðsins í Hollandi er ekki sú glæsilegasta en eitt skref til að laga hana væri að ná góðum úrslitum á Amsterdam Arena í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma og fylgst verður með honum hér á Vísi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Sjá meira