42 ár síðan að íslenska landsliðið spilaði síðast í Amsterdam Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 12:00 Johann Cruyff var aðalmaðurinn í hollenska fótboltanum á þessum árum. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Hollendingum í Amsterdam Arena í kvöld en þá fer fram sjöunda umferðin í riðli Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi. Það er orðið mjög langt síðan að íslenska fótboltalandsliðið spilaði leik í höfuðborg Hollands en leikir íslenska landsliðsins í Hollandi undanfarna fjóra áratugi hafa farið fram annars staðar í landinu eins og í Rotterdam, Groningen og fleiri borgum. Ísland hefur þannig fjórum sinnum spilað í Hollandi síðan 1973 en aldrei í Amsterdam. Síðasti leikur íslenska liðsins í Amsterdam var á De Meer leikvanginum 22. ágúst 1973 og Holland vann þá 5-0 eftir að hafa komist í 4-0 eftir hálftíma leik. De Meer leikvangurinn var heimavöllur Ajax-liðsins frá 1934 til 1996 og hollenska landsliðið spilaði einnig landsleiki á vellinum en þó ekki mjög marga. Eftir að Ajax eignaðist Amsterdam Arena fyrir 19 árum þá var De Meer leikvangurinn rifinn og vallarstæðinu breytt í húsabyggð. Hverfið heldur samt aðeins í tengslin sín við fótboltann með því að allar göturnar sem komu þar sem áður var stúka og fótboltagras heita í höfuðið á mörgum þekktum fótboltavöllum heimsins. Þarna er því sem dæmi Wembleylaan, Anfieldroad, Delle Alpihof og BernabeuhofFróðleikur um leikinn fyrir 42 árumÁsgeir Sigurvinsson gat ekki spilað leikinn vegna meiðsla en var meðal áhorfenda. Hann var á þessum tíma leikmaður belgíska félagsins Standard Liege.Johan Cruijff var fyrirliði Hollendinga í leiknum og skoraði tvö markanna. Þetta var síðasti leikur hans á hollenskri grundu áður en hann flaug til Spánar og fór að spila með Barcelona.Johan Cruijff lék tvisvar á móti Íslandi og skoraði fjögur mörk í þessum tveimur leikjum. Daninn Henning Enoksen þjálfaði íslenska liðið í þessum leik en hann þjálfari íslenska landsliðið þarna kauplaust í sumarfríi sínu.Elmar Geirsson var eini atvinnumaðurinn í íslenska liðinu en hann spilaði á þessum tíma með þýska liðinu Hertha Zehlendorf.Keflvíkingar áttu flesta leikmenn í byrjunarliðinu eða fjóra og þar á meðal var fyrirliðinn Guðni Kjartansson.Meðal leikmanna íslenska liðsins voru Hermann Gunnarsson, Jóhannes Eðvaldsson, Guðni Kjartansson og Marteinn Geirsson.Íslenska liðið spilaði báða leikina sína við Holland í undankeppni HM 1974 út í Hollandi en seinni leikurinn fór fram í Deventer viku síðar. Holland vann þann leik 8-1. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Hollendingum í Amsterdam Arena í kvöld en þá fer fram sjöunda umferðin í riðli Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi. Það er orðið mjög langt síðan að íslenska fótboltalandsliðið spilaði leik í höfuðborg Hollands en leikir íslenska landsliðsins í Hollandi undanfarna fjóra áratugi hafa farið fram annars staðar í landinu eins og í Rotterdam, Groningen og fleiri borgum. Ísland hefur þannig fjórum sinnum spilað í Hollandi síðan 1973 en aldrei í Amsterdam. Síðasti leikur íslenska liðsins í Amsterdam var á De Meer leikvanginum 22. ágúst 1973 og Holland vann þá 5-0 eftir að hafa komist í 4-0 eftir hálftíma leik. De Meer leikvangurinn var heimavöllur Ajax-liðsins frá 1934 til 1996 og hollenska landsliðið spilaði einnig landsleiki á vellinum en þó ekki mjög marga. Eftir að Ajax eignaðist Amsterdam Arena fyrir 19 árum þá var De Meer leikvangurinn rifinn og vallarstæðinu breytt í húsabyggð. Hverfið heldur samt aðeins í tengslin sín við fótboltann með því að allar göturnar sem komu þar sem áður var stúka og fótboltagras heita í höfuðið á mörgum þekktum fótboltavöllum heimsins. Þarna er því sem dæmi Wembleylaan, Anfieldroad, Delle Alpihof og BernabeuhofFróðleikur um leikinn fyrir 42 árumÁsgeir Sigurvinsson gat ekki spilað leikinn vegna meiðsla en var meðal áhorfenda. Hann var á þessum tíma leikmaður belgíska félagsins Standard Liege.Johan Cruijff var fyrirliði Hollendinga í leiknum og skoraði tvö markanna. Þetta var síðasti leikur hans á hollenskri grundu áður en hann flaug til Spánar og fór að spila með Barcelona.Johan Cruijff lék tvisvar á móti Íslandi og skoraði fjögur mörk í þessum tveimur leikjum. Daninn Henning Enoksen þjálfaði íslenska liðið í þessum leik en hann þjálfari íslenska landsliðið þarna kauplaust í sumarfríi sínu.Elmar Geirsson var eini atvinnumaðurinn í íslenska liðinu en hann spilaði á þessum tíma með þýska liðinu Hertha Zehlendorf.Keflvíkingar áttu flesta leikmenn í byrjunarliðinu eða fjóra og þar á meðal var fyrirliðinn Guðni Kjartansson.Meðal leikmanna íslenska liðsins voru Hermann Gunnarsson, Jóhannes Eðvaldsson, Guðni Kjartansson og Marteinn Geirsson.Íslenska liðið spilaði báða leikina sína við Holland í undankeppni HM 1974 út í Hollandi en seinni leikurinn fór fram í Deventer viku síðar. Holland vann þann leik 8-1.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira