Vönustu aðstoðarþjálfararnir í dag? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 14:00 Marco van Basten og Ruud van Nistelrooy sitthvoru megin við aðalmanninn Danny Blind. vísir/getty Aðstoðarmenn Danny Blind, landsliðsþjálfara Hollendinga, eru gömlu markakóngarnir Marco Van Basten og Ruud Van Nistelrooy en Ísland mætir einmitt Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld. Hollendingar hafa oft áður nýtt sér þekkingu og innsýn færustu knattspyrnumanna þjóðarinnar áður en sjaldan hafa þeir státað af öðru eins tvíeyki á bekknum. Marco Van Basten og Ruud Van Nistelrooy eru tveir af öflugustu markaskoruum Hollendinga í sögunni og eru báðir leikmenn sem voru taldir í hópi allra berstu framherja heims þegar þeir voru upp á sitt besta. Ruud Van Nistelrooy og Danny Blind voru aðstoðarþjálfarar Guus Hiddink frá því að hann tók við liðinu af Louis van Gaal eftir HM 2014. Þegar Blind fékk stöðuhækkun þegar hann tók við hollenska landsliðinu af Hiddink í lok júní þá vantaði annan aðstoðarþjálfara. Blind sannfærði Marco Van Basten í byrjun júlí um að hætta sem aðstoðarþjálfari AZ Alkmaar og hjálpa hollenska landsliðinu. Van Basten var aðalþjálfari hollenska liðsins frá 2004 til 2008 en hann var þegar búinn að stíga niður sem aðalþjálfari AZ Alkmaar. Báðir áttu þeir Van Nistelrooy og Van Basten frábæra fótboltaferla, Van Nistelrooy gerði það gott hjá bæði og Manchester United og Real Madrid en Van Basten var í lykilhlutverki í góðærinu hjá AC Milan og var aðalmaðurinn þegar Hollendingar urðu Evrópumeistarar 1988. Ruud van Nistelrooy skoraði 35 mörk í 70 landsleikjum fyrir Holland en Marco Van Basten skoraði 24 mörk í 58 landsleikjum. Svona til fróðleiks má minnast á það að Van Basten spilaði einmitt fyrsta landsleik sinn á móti Íslandi 7. september 1983 þegar Holland vann 3-0 sigur í leik þjóðanna í Groningen. Fyrsti leikur hans sem aðstoðarþjálfari verður því einnig á móti Íslandi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira
Aðstoðarmenn Danny Blind, landsliðsþjálfara Hollendinga, eru gömlu markakóngarnir Marco Van Basten og Ruud Van Nistelrooy en Ísland mætir einmitt Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld. Hollendingar hafa oft áður nýtt sér þekkingu og innsýn færustu knattspyrnumanna þjóðarinnar áður en sjaldan hafa þeir státað af öðru eins tvíeyki á bekknum. Marco Van Basten og Ruud Van Nistelrooy eru tveir af öflugustu markaskoruum Hollendinga í sögunni og eru báðir leikmenn sem voru taldir í hópi allra berstu framherja heims þegar þeir voru upp á sitt besta. Ruud Van Nistelrooy og Danny Blind voru aðstoðarþjálfarar Guus Hiddink frá því að hann tók við liðinu af Louis van Gaal eftir HM 2014. Þegar Blind fékk stöðuhækkun þegar hann tók við hollenska landsliðinu af Hiddink í lok júní þá vantaði annan aðstoðarþjálfara. Blind sannfærði Marco Van Basten í byrjun júlí um að hætta sem aðstoðarþjálfari AZ Alkmaar og hjálpa hollenska landsliðinu. Van Basten var aðalþjálfari hollenska liðsins frá 2004 til 2008 en hann var þegar búinn að stíga niður sem aðalþjálfari AZ Alkmaar. Báðir áttu þeir Van Nistelrooy og Van Basten frábæra fótboltaferla, Van Nistelrooy gerði það gott hjá bæði og Manchester United og Real Madrid en Van Basten var í lykilhlutverki í góðærinu hjá AC Milan og var aðalmaðurinn þegar Hollendingar urðu Evrópumeistarar 1988. Ruud van Nistelrooy skoraði 35 mörk í 70 landsleikjum fyrir Holland en Marco Van Basten skoraði 24 mörk í 58 landsleikjum. Svona til fróðleiks má minnast á það að Van Basten spilaði einmitt fyrsta landsleik sinn á móti Íslandi 7. september 1983 þegar Holland vann 3-0 sigur í leik þjóðanna í Groningen. Fyrsti leikur hans sem aðstoðarþjálfari verður því einnig á móti Íslandi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira