Aldraðir eiga mikinn rétt samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar Björgvin Guðmundsson skrifar 2. september 2015 09:30 Fyrir skömmu vannst dómsmál gegn ríkinu, sem höfðað var vegna þess, að svonefndur túlkasjóður greiddi ekki heyrnarlausum lögbundin framlög svo unnt væri að gera þeim kleift að lifa eðlilegu lífi og taka þátt í samfélaginu. Helsta málsvörn ríkisins var sú, að ekki hefðu verið til fjármunir til þess að kosta túlk. Fyrir dómi var þessari málsvörn vísað frá og sagt, að réttur heyrnarlausra væri stjórnarskrárvarinn samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar. Snædís Hjartardóttir fór í prófmál gegn ríkinu, þar eð hún fékk ekki túlkaþjónustu eins og áskilið er. Hún vann málið. Hún gat ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu án túlkaþjónustu. Samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar átti hún rétt á túlkaþjónustu. Lögmaður Snædísar í màlinu var Páll Rúnar M. Kristjánsson.Eiga aldraðir og öryrkjar sama rétt? Aldraðir og öryrkjar eiga einnig rétt á aðstoð frá ríkinu til þess að geta tekið eðlilegan þátt í samfélaginu samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar. Þeir, sem hafa einungis lífeyri frá Tryggingastofnun, geta það ekki. Lífeyrir þeirra er svo naumt skammtaður, að hann dugar ekki fyrir brýnustu útgjöldum og sumir geta hvorki leyst út lyf sín eða leitað læknis. Ég ræddi við eldri borgara, einhleyping, sem aðeins fær 140 þúsund kr. á mánuði frá Tryggingastofnun eftir skatt. Hann er með 50 þúsund kr. á mánuði úr lífeyrissjóði eftir skatt. TR skerðir tryggingabætur hans vegna lífeyrissjóðsins. Það er gagnrýnisvert. Það á ekki að skerða lífeyri frá TR vegna lífeyris úr lífeyrissjóði, þar eð sá lífeyrir er eign eldri borgarans. Alls er þessi eldri borgari með 190 þúsund kr. eftir skatt. Af þeirri fjárhæð þarf hann að borga öll sín útgjöld, húsaleigu,mat, fatnað, lyf, síma, rafmagn og hita, rekstur bíls o.fl. Hann á í miklum erfiðleikum með að láta enda ná saman og hefur stundum orðið að neita sér um læknishjálp og átt erfitt með að leysa út lyfin sín. Hann kemst ekki á tónleika eða í leikhús og getur ekki veitt sér neitt. Vín er ekki inni í myndinni. Hann hefur ekki efni á internetinu. Húsaleiga hans er lág og það má segja, að það bjargi honum þannig að hann geti alltaf keypt mat. Að mínu mati er verið að brjóta á mannréttindum þessa eldri borgara. Það er verið að brjóta stjórnarskrána. Þessi eldri borgari getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu vegna þess hve lífeyrir hans er naumt skammtaður af ríkinu.Brotið á vistmönnum hjúkrunarheimila Annað mál vil ég nefna. Það brýtur gegn lögum og stjórnarskrá og er brot á mannhelgi að svipta eldri borgara nær öllum lífeyri sínum frá TR, þegar þeir eru vistaðir á hjúkrunarheimili eða elliheimili. Slíkt fyrirkomulag tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar fá eldri borgarar lífeyrinn í sínar hendur enda þótt þeir séu komnir á hjúkrunarheimili og síðan greiða þeir sjálfir þann kostnað við dvöl á hjúkrunarheimili, sem þeim ber að greiða. Ég tel þetta fyrirkomulag hér augljóst stjórnarskrárbrot. Ef til vill er það einnig brot á lögum og stjórnarskrá, að skerða lífeyri aldraðra frá TR vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði. Eldri borgarar eru búnir að greiða alla sína starfsævi í lífeyrissjóð og lífeyrir þar er þeirra eign. Sú eign á ekki að skerða greiðslur þeirra frá almannatryggingum. Það verður að afnema þessa skerðingu og það verður að gera það strax. Eldri borgurum er í stjórnarskrá tryggð aðstoð frá ríkinu til þess að lifa eðlilegu lífi og taka fullan þátt í samfélaginu. Þeir eldri borgarar, sem hafa einungis tekjur frá TR hafa fæstir efni á bíl og ekki heldur tölvubúnaði og margir þeirra hafa ekki efni á sjónvarpi eða þvottavél. Allir eldri borgarar eiga að geta lifað eðlilegu lífi eins og borgarar almennt í þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu vannst dómsmál gegn ríkinu, sem höfðað var vegna þess, að svonefndur túlkasjóður greiddi ekki heyrnarlausum lögbundin framlög svo unnt væri að gera þeim kleift að lifa eðlilegu lífi og taka þátt í samfélaginu. Helsta málsvörn ríkisins var sú, að ekki hefðu verið til fjármunir til þess að kosta túlk. Fyrir dómi var þessari málsvörn vísað frá og sagt, að réttur heyrnarlausra væri stjórnarskrárvarinn samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar. Snædís Hjartardóttir fór í prófmál gegn ríkinu, þar eð hún fékk ekki túlkaþjónustu eins og áskilið er. Hún vann málið. Hún gat ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu án túlkaþjónustu. Samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar átti hún rétt á túlkaþjónustu. Lögmaður Snædísar í màlinu var Páll Rúnar M. Kristjánsson.Eiga aldraðir og öryrkjar sama rétt? Aldraðir og öryrkjar eiga einnig rétt á aðstoð frá ríkinu til þess að geta tekið eðlilegan þátt í samfélaginu samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar. Þeir, sem hafa einungis lífeyri frá Tryggingastofnun, geta það ekki. Lífeyrir þeirra er svo naumt skammtaður, að hann dugar ekki fyrir brýnustu útgjöldum og sumir geta hvorki leyst út lyf sín eða leitað læknis. Ég ræddi við eldri borgara, einhleyping, sem aðeins fær 140 þúsund kr. á mánuði frá Tryggingastofnun eftir skatt. Hann er með 50 þúsund kr. á mánuði úr lífeyrissjóði eftir skatt. TR skerðir tryggingabætur hans vegna lífeyrissjóðsins. Það er gagnrýnisvert. Það á ekki að skerða lífeyri frá TR vegna lífeyris úr lífeyrissjóði, þar eð sá lífeyrir er eign eldri borgarans. Alls er þessi eldri borgari með 190 þúsund kr. eftir skatt. Af þeirri fjárhæð þarf hann að borga öll sín útgjöld, húsaleigu,mat, fatnað, lyf, síma, rafmagn og hita, rekstur bíls o.fl. Hann á í miklum erfiðleikum með að láta enda ná saman og hefur stundum orðið að neita sér um læknishjálp og átt erfitt með að leysa út lyfin sín. Hann kemst ekki á tónleika eða í leikhús og getur ekki veitt sér neitt. Vín er ekki inni í myndinni. Hann hefur ekki efni á internetinu. Húsaleiga hans er lág og það má segja, að það bjargi honum þannig að hann geti alltaf keypt mat. Að mínu mati er verið að brjóta á mannréttindum þessa eldri borgara. Það er verið að brjóta stjórnarskrána. Þessi eldri borgari getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu vegna þess hve lífeyrir hans er naumt skammtaður af ríkinu.Brotið á vistmönnum hjúkrunarheimila Annað mál vil ég nefna. Það brýtur gegn lögum og stjórnarskrá og er brot á mannhelgi að svipta eldri borgara nær öllum lífeyri sínum frá TR, þegar þeir eru vistaðir á hjúkrunarheimili eða elliheimili. Slíkt fyrirkomulag tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar fá eldri borgarar lífeyrinn í sínar hendur enda þótt þeir séu komnir á hjúkrunarheimili og síðan greiða þeir sjálfir þann kostnað við dvöl á hjúkrunarheimili, sem þeim ber að greiða. Ég tel þetta fyrirkomulag hér augljóst stjórnarskrárbrot. Ef til vill er það einnig brot á lögum og stjórnarskrá, að skerða lífeyri aldraðra frá TR vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði. Eldri borgarar eru búnir að greiða alla sína starfsævi í lífeyrissjóð og lífeyrir þar er þeirra eign. Sú eign á ekki að skerða greiðslur þeirra frá almannatryggingum. Það verður að afnema þessa skerðingu og það verður að gera það strax. Eldri borgurum er í stjórnarskrá tryggð aðstoð frá ríkinu til þess að lifa eðlilegu lífi og taka fullan þátt í samfélaginu. Þeir eldri borgarar, sem hafa einungis tekjur frá TR hafa fæstir efni á bíl og ekki heldur tölvubúnaði og margir þeirra hafa ekki efni á sjónvarpi eða þvottavél. Allir eldri borgarar eiga að geta lifað eðlilegu lífi eins og borgarar almennt í þjóðfélaginu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun