Innlent

Björt framtíð vill forritun sem skyldufag í grunnskólum landsins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þingmaður Bjartrar framtíðar sagði að mikið vantaði upp á að hlutur forritunarkennslu í íslenskum grunnskólum væri í samræmi við mikilvægi slíkrar kennslu.
Þingmaður Bjartrar framtíðar sagði að mikið vantaði upp á að hlutur forritunarkennslu í íslenskum grunnskólum væri í samræmi við mikilvægi slíkrar kennslu. vísir/getty
Björt framtíð mun leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi í dag þar sem það er lagt til að forritun verði sett inn sem skyldufag í aðalnámskrá grunnskóla hér á landi.

Þingmaðurinn Brynhildur S. Björnsdóttir greindi frá þessu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingi í dag. Sagði hún að mikið vantaði upp á að hlutur forritunarkennslu í íslenskum grunnskólum væri í samræmi við mikilvægi slíkrar kennslu.

Spurði Brynhildur Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra, hvort hann væri tilbúinn til að ryðja brautina að þessu leyti og gera forritun að skyldufagi í grunnskólum landsins.

Ráðherra hrósaði þingflokki Bjartrar framtíðar fyrir tillögugerðina, sagði um áhugavert mál að ræða og að hann myndi skoða það alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×