Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2015 10:31 Ben Carson og Donald Trump í kappræðum Repúblikana. Vísir/AFP Bandarískir fjölmiðlar virðast sammála um að Donald Trump hafi nokkrum sinnum misstigið sig í kappræðum Repúblikana sem voru sýndar á sjónvarpsstöðinni CNN í gærkvöldi. Frambjóðendurnir Jeb Bush og Carly Fiorina þóttu standa sig með ágætum þar sem þau nýttu sér að Trump var í þeirri óvenjulegu stöðu að vera í vörn mest allt kvöldið.CNN hefur tekið saman nokkur af eftirminnilegustu atvikum gærkvöldsins sem sjá má að neðan.Trump gefur Bush fimmu Aðspurður um hvaða dulnefni frambjóðendur vildu vera kallaðir af leyniþjónustunni svaraði Bush: 'Everready“ og útskýrði það með að segja að það væri orkumikið nafn. Trump hefur í viðtölum gagnrýnt Bush fyrir að vera 'orkulítill“ frambjóðandi og brást úr mikill hlátur í salnum eftir að Bush lét orðin falla. Trump brosti og gaf í kjölfarið Bush 'fimmu“. .@JebBush and @realDonaldTrump share an awkward handshake http://t.co/jcEf6bW9ja #CNNDebate #GOPdebate http://t.co/KItOw0jzqD— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Þessu var þó ekki lokið þar sem skömmu síðar reyndi Trump að gefa frambjóðendanum Ben Carson fimmu eftir að sá síðarnefndi sagðist hafa varað George Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta, við að heyja annað stríð í Írak. Úr varð undarlegt og vandræðalegt handarband þeirra Carson og Trump. High-five/handshake? Donald Trump & Ben Carson share a tender moment. Watch #CNNDebate now: http://t.co/mgAxgYG7Vn pic.twitter.com/rsKW8cEaeW— CNN (@CNN) September 17, 2015 Andlit Fiorina Þegar fundarstjóri gaf frambjóðendanum Carly Fiorona tækifæri að svara orðum Trump um andlit hennar svaraði hún því til að 'allar konur í Bandaríkjunum hafi greinilega heyrt hvað Trump hafi sagt.“ Í viðtali við tímaritið Rolling Stone hafði Trump sagt um Fiorina: 'Sjáið þetta andlit! Myndi einhver kjósa þetta?“ Í stað þess að svara orðum Fiorina eða biðjast afsökunar sagði Trump: 'Mér finnst hún vera með fallegt andlit og hún er falleg kona.“ .@CarlyFiorina responds to @realDonaldTrump's comment about her face #CNNDebate http://t.co/jcEf6bW9ja #GOPDebate http://t.co/m0eDU5NvhT— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Vatnsflaska Marco Rubio 'Ég veit að Kalifornía á við vatnsskort að stríða. Og þess vegna var ég ákvað ég að koma með mitt eigið vatn,“ sagði Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída, og tók fram litla vatnsflösku. Áhorfendum virtist ekki skemmt yfir orðum Rubio, sem líklegast voru ætluð sem brandari. The most awkward moments in the #CNNDebate http://t.co/x6xaADcccP via @JDiamond1 #GOPDebate http://t.co/QR7EUdvRI4— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Beindu myndavélinni út í sal 'Ég vil að þið beinið myndavélinni af mér og út í sal,“ sagði Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey. Farið var að ummælum Christie sem bað þá áhorfendur sem þykir líf sitt hafa batnað í valdatíð Obama forseta að lyfta höndum. Enginn gerði það og sagði Christie að það væri einmitt ástæða þess að hann byði sig fram til forseta. Þetta virtist þó engan veginn hafa haft þau áhrif sem Christie hafði vonast eftir, þar sem áhorfendurnir sátu allir hljóðir. Misheppnaður brandari Eftir að Trump hafði sagt að öldungadeildarþingmennirnir þrír sem væru með honum á sviði bæru einhverja ábyrgð á aðgerðarleysi Obama forseta þegar kæmi að uppgangi ISIS, sneri þáttastjórnandinn sér loks að Ted Cruz, öldungadeildarþingmanni Texas. 'Þú ert þriðji öldungadeildarþingmaðurinn,“ sagði þáttastjórnandinn. Þá svaraði Cruz: 'Ég tel mig vera fyrsta öldungadeildarþingmanninn,“ sagði Cruz, en enginn hló að orðum hans. Sens. @marcorubio, @RandPaul and @tedcruz respond to @realDonaldTrump question on Syria vote http://t.co/jcEf6bW9ja http://t.co/y2u9ey6dTY— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar virðast sammála um að Donald Trump hafi nokkrum sinnum misstigið sig í kappræðum Repúblikana sem voru sýndar á sjónvarpsstöðinni CNN í gærkvöldi. Frambjóðendurnir Jeb Bush og Carly Fiorina þóttu standa sig með ágætum þar sem þau nýttu sér að Trump var í þeirri óvenjulegu stöðu að vera í vörn mest allt kvöldið.CNN hefur tekið saman nokkur af eftirminnilegustu atvikum gærkvöldsins sem sjá má að neðan.Trump gefur Bush fimmu Aðspurður um hvaða dulnefni frambjóðendur vildu vera kallaðir af leyniþjónustunni svaraði Bush: 'Everready“ og útskýrði það með að segja að það væri orkumikið nafn. Trump hefur í viðtölum gagnrýnt Bush fyrir að vera 'orkulítill“ frambjóðandi og brást úr mikill hlátur í salnum eftir að Bush lét orðin falla. Trump brosti og gaf í kjölfarið Bush 'fimmu“. .@JebBush and @realDonaldTrump share an awkward handshake http://t.co/jcEf6bW9ja #CNNDebate #GOPdebate http://t.co/KItOw0jzqD— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Þessu var þó ekki lokið þar sem skömmu síðar reyndi Trump að gefa frambjóðendanum Ben Carson fimmu eftir að sá síðarnefndi sagðist hafa varað George Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta, við að heyja annað stríð í Írak. Úr varð undarlegt og vandræðalegt handarband þeirra Carson og Trump. High-five/handshake? Donald Trump & Ben Carson share a tender moment. Watch #CNNDebate now: http://t.co/mgAxgYG7Vn pic.twitter.com/rsKW8cEaeW— CNN (@CNN) September 17, 2015 Andlit Fiorina Þegar fundarstjóri gaf frambjóðendanum Carly Fiorona tækifæri að svara orðum Trump um andlit hennar svaraði hún því til að 'allar konur í Bandaríkjunum hafi greinilega heyrt hvað Trump hafi sagt.“ Í viðtali við tímaritið Rolling Stone hafði Trump sagt um Fiorina: 'Sjáið þetta andlit! Myndi einhver kjósa þetta?“ Í stað þess að svara orðum Fiorina eða biðjast afsökunar sagði Trump: 'Mér finnst hún vera með fallegt andlit og hún er falleg kona.“ .@CarlyFiorina responds to @realDonaldTrump's comment about her face #CNNDebate http://t.co/jcEf6bW9ja #GOPDebate http://t.co/m0eDU5NvhT— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Vatnsflaska Marco Rubio 'Ég veit að Kalifornía á við vatnsskort að stríða. Og þess vegna var ég ákvað ég að koma með mitt eigið vatn,“ sagði Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída, og tók fram litla vatnsflösku. Áhorfendum virtist ekki skemmt yfir orðum Rubio, sem líklegast voru ætluð sem brandari. The most awkward moments in the #CNNDebate http://t.co/x6xaADcccP via @JDiamond1 #GOPDebate http://t.co/QR7EUdvRI4— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Beindu myndavélinni út í sal 'Ég vil að þið beinið myndavélinni af mér og út í sal,“ sagði Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey. Farið var að ummælum Christie sem bað þá áhorfendur sem þykir líf sitt hafa batnað í valdatíð Obama forseta að lyfta höndum. Enginn gerði það og sagði Christie að það væri einmitt ástæða þess að hann byði sig fram til forseta. Þetta virtist þó engan veginn hafa haft þau áhrif sem Christie hafði vonast eftir, þar sem áhorfendurnir sátu allir hljóðir. Misheppnaður brandari Eftir að Trump hafði sagt að öldungadeildarþingmennirnir þrír sem væru með honum á sviði bæru einhverja ábyrgð á aðgerðarleysi Obama forseta þegar kæmi að uppgangi ISIS, sneri þáttastjórnandinn sér loks að Ted Cruz, öldungadeildarþingmanni Texas. 'Þú ert þriðji öldungadeildarþingmaðurinn,“ sagði þáttastjórnandinn. Þá svaraði Cruz: 'Ég tel mig vera fyrsta öldungadeildarþingmanninn,“ sagði Cruz, en enginn hló að orðum hans. Sens. @marcorubio, @RandPaul and @tedcruz respond to @realDonaldTrump question on Syria vote http://t.co/jcEf6bW9ja http://t.co/y2u9ey6dTY— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira