Líf segir Ásmund og Jón Magnússon fordómafulla karla og rasista Jakob Bjarnar skrifar 16. september 2015 15:43 Líf telur Jón Magnússon og Ásmund Friðriksson fordómafulla karla og rasista sem eigi ekkert erindi í fjölmiðla. Líf Magneudóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, skrifar ádrepu á Facebooksíðu sína þar sem hún meðal annar beinir spjótum sínum að fjölmiðlum og skammar þá fyrir að veita orðum og sjónarmiðum manna á borð við Ásmund Friðriksson þingmann og Jón Magnússon lögmann og fyrrum alþingismann eftirtekt, en þá segir hún ekki málsmetandi í samfélaginu heldur fordómafulla karla og rasista í þokkabót.Fjölmiðlar eiga að sniðganga fordómafulla karla „Í heimi þar sem sífelld meiri áhersla er lögð á einstaklingshyggju frekar en samkennd og hluttekningu, markaðshyggju og samkeppni frekar en sjálfbærni og jöfnuð og þjóðernisrembu frekar en fjölhyggju og lýðræðislegt margmenningarsamfélag, kemur mér ekkert á óvart að samúðarlausir rasistar fá að vaða uppi í gagnrýnislausum fjölmiðlum til að básúna fordóma sína og ýta undir rakalausan ótta fólks,“ skrifar Líf. Innlegg hennar er beint inn í hatramma umræðu um innflytjendamál en Ásmundur hefur tjáð sig og meðal annars sagt að hann skynji ótta meðal eldra fólks vegna innflytjenda og Jón Magnússon hefur verið virkur í að gagnrýna það sem hann telur andvaraleysi í innflytjendamálum, meðal annars á Facebooksíðu sinni sem og bloggsíðu auk þess sem hann hefur átalið samþykkt í borgarráði um að setja viðskiptabann á Ísrael. Fjölmiðlar hafa fjallað um málið, svo sem Eyjan hér.Fordómafullir karlar og rasistar En, áfram heldur Líf með pistil sinn, sem virðist fjalla í kramið meðal fjölmargra, nú þegar en innan við klukkustund er frá birtingu hans: „En svona á þetta ekki að vera. Við eigum ekki að gefa körlum eins og Ásmundi Friðrikssyni og Jóni Magnússyni svona mikið rými hjá fjórða valdinu til þess að kynda undir vitleysu og rangfærslur. Af hverju hafa þessir karlar svona greiðan aðgang að fjölmiðlum umfram annað fólk sem raunverulega hefur eitthvað til málanna að leggja í umræðu um flóttafólk, fólksflutninga og mannréttindabrot ríkja? Þessir karlar eru ekki málsmetandi menn í samfélaginu. Þetta eru fordómafullir karlar sem hafa ekkert til málanna að leggja og engar lausnir. Þeim er frjálst að tjá sig en það má líka benda þeim á að þó hér sé tjáningarfrelsi þá ber þeim engin skylda til þess. Ég held að samfélagið væri betra ef við þyrftum ekki að hlusta á rasískan og fyrirlitlegan boðskap þeirra. Ég er a.m.k. búin að fá nóg af þeim og öðrum rasistum sem mæla bara heiminn út frá sjálfum sér.“Í heimi þar sem sífelld meiri áhersla er lögð á einstaklingshyggju frekar en samkennd og hluttekningu, markaðshyggju og...Posted by Líf Magneudóttir on 16. september 2015 Flóttamenn Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Líf Magneudóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, skrifar ádrepu á Facebooksíðu sína þar sem hún meðal annar beinir spjótum sínum að fjölmiðlum og skammar þá fyrir að veita orðum og sjónarmiðum manna á borð við Ásmund Friðriksson þingmann og Jón Magnússon lögmann og fyrrum alþingismann eftirtekt, en þá segir hún ekki málsmetandi í samfélaginu heldur fordómafulla karla og rasista í þokkabót.Fjölmiðlar eiga að sniðganga fordómafulla karla „Í heimi þar sem sífelld meiri áhersla er lögð á einstaklingshyggju frekar en samkennd og hluttekningu, markaðshyggju og samkeppni frekar en sjálfbærni og jöfnuð og þjóðernisrembu frekar en fjölhyggju og lýðræðislegt margmenningarsamfélag, kemur mér ekkert á óvart að samúðarlausir rasistar fá að vaða uppi í gagnrýnislausum fjölmiðlum til að básúna fordóma sína og ýta undir rakalausan ótta fólks,“ skrifar Líf. Innlegg hennar er beint inn í hatramma umræðu um innflytjendamál en Ásmundur hefur tjáð sig og meðal annars sagt að hann skynji ótta meðal eldra fólks vegna innflytjenda og Jón Magnússon hefur verið virkur í að gagnrýna það sem hann telur andvaraleysi í innflytjendamálum, meðal annars á Facebooksíðu sinni sem og bloggsíðu auk þess sem hann hefur átalið samþykkt í borgarráði um að setja viðskiptabann á Ísrael. Fjölmiðlar hafa fjallað um málið, svo sem Eyjan hér.Fordómafullir karlar og rasistar En, áfram heldur Líf með pistil sinn, sem virðist fjalla í kramið meðal fjölmargra, nú þegar en innan við klukkustund er frá birtingu hans: „En svona á þetta ekki að vera. Við eigum ekki að gefa körlum eins og Ásmundi Friðrikssyni og Jóni Magnússyni svona mikið rými hjá fjórða valdinu til þess að kynda undir vitleysu og rangfærslur. Af hverju hafa þessir karlar svona greiðan aðgang að fjölmiðlum umfram annað fólk sem raunverulega hefur eitthvað til málanna að leggja í umræðu um flóttafólk, fólksflutninga og mannréttindabrot ríkja? Þessir karlar eru ekki málsmetandi menn í samfélaginu. Þetta eru fordómafullir karlar sem hafa ekkert til málanna að leggja og engar lausnir. Þeim er frjálst að tjá sig en það má líka benda þeim á að þó hér sé tjáningarfrelsi þá ber þeim engin skylda til þess. Ég held að samfélagið væri betra ef við þyrftum ekki að hlusta á rasískan og fyrirlitlegan boðskap þeirra. Ég er a.m.k. búin að fá nóg af þeim og öðrum rasistum sem mæla bara heiminn út frá sjálfum sér.“Í heimi þar sem sífelld meiri áhersla er lögð á einstaklingshyggju frekar en samkennd og hluttekningu, markaðshyggju og...Posted by Líf Magneudóttir on 16. september 2015
Flóttamenn Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira