Þingmaður Pírata gagnrýnir samkomulag rétthafa og fjarskiptafyrirtækja Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. september 2015 12:23 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir samkomulagið Íslenskir rétthafar í samstarfi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins hafa náð samkomulagi um framkvæmd og túlkun lögbanns þar sem lokað verður á síður sem gera út á ólöglega dreifingu á afþreyingarefni á netinu. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir samkomulagið og segir farið framhjá dómstólum við lokun þessara vefsíðna. „Mér lýst náttúrulega bara mjög illa á þetta. Þetta er bara ritskoðun og þarna á sér stað það sem heitir „public-private partnership“ á ensku þar sem einkafyrirtæki, sem sagt rétthafar, eru að gera með sér samning um eitthvað sem dómstólar og lögregluvaldið, eða framkvæmdavaldið, á að vera að sinna,“ segir hún. Lögbannið sem samkomulagið byggir á var sett í Hæstarétti þann 14. október í fyrra, en þá var aðgangi að síðunum Deildu.net og Pirate Bay lokað. „Þarna sýnist mér verið að nota dóm sem fordæmi fyrir því að það eigi að loka öðrum vefsíðum án þess að það fari fyrir dómara sérstaklega út af því að þær hafa einhverja meinta starfsemi, eins og að deila höfundarréttarvörðu efni,“ segir hún. Ásta bendir á að deilisíður séu í raun ekkert annað en leitarvélar og að niðurstöðurnar leiði fólk ekki bara að höfundaréttarvörðu efni. „Þarna er verið að auðvelda fólki að leita, þetta er svona svipað og Google og Yahoo, þannig að af hverju ekki bara að fara alla leið og loka bara öllum leitarsíðum?“ spyr hún. Ásta segist ekki eiga von á öðru en að málið komið til umræðu á Alþingi. „Þetta er náttúrulega bara algjörlega ótækt, í raun og veru, að þarna sé verið að taka fram fyrir hendur dómsvaldsins á Íslandsi. Og það hefur bara sýnt sig – og ítrekað – að það að loka svona síðum eins og er verið að gera þarna virkar ekki. Þarna er ekki verið að taka niður það efni sem er verið að deila, sem er brotið, heldur er verið að búa til svona grunnan vegg sem auðvelt er að fara framhjá,“ segir hún. Alþingi Tengdar fréttir Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Íslenskir rétthafar í samstarfi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins hafa náð samkomulagi um framkvæmd og túlkun lögbanns þar sem lokað verður á síður sem gera út á ólöglega dreifingu á afþreyingarefni á netinu. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir samkomulagið og segir farið framhjá dómstólum við lokun þessara vefsíðna. „Mér lýst náttúrulega bara mjög illa á þetta. Þetta er bara ritskoðun og þarna á sér stað það sem heitir „public-private partnership“ á ensku þar sem einkafyrirtæki, sem sagt rétthafar, eru að gera með sér samning um eitthvað sem dómstólar og lögregluvaldið, eða framkvæmdavaldið, á að vera að sinna,“ segir hún. Lögbannið sem samkomulagið byggir á var sett í Hæstarétti þann 14. október í fyrra, en þá var aðgangi að síðunum Deildu.net og Pirate Bay lokað. „Þarna sýnist mér verið að nota dóm sem fordæmi fyrir því að það eigi að loka öðrum vefsíðum án þess að það fari fyrir dómara sérstaklega út af því að þær hafa einhverja meinta starfsemi, eins og að deila höfundarréttarvörðu efni,“ segir hún. Ásta bendir á að deilisíður séu í raun ekkert annað en leitarvélar og að niðurstöðurnar leiði fólk ekki bara að höfundaréttarvörðu efni. „Þarna er verið að auðvelda fólki að leita, þetta er svona svipað og Google og Yahoo, þannig að af hverju ekki bara að fara alla leið og loka bara öllum leitarsíðum?“ spyr hún. Ásta segist ekki eiga von á öðru en að málið komið til umræðu á Alþingi. „Þetta er náttúrulega bara algjörlega ótækt, í raun og veru, að þarna sé verið að taka fram fyrir hendur dómsvaldsins á Íslandsi. Og það hefur bara sýnt sig – og ítrekað – að það að loka svona síðum eins og er verið að gera þarna virkar ekki. Þarna er ekki verið að taka niður það efni sem er verið að deila, sem er brotið, heldur er verið að búa til svona grunnan vegg sem auðvelt er að fara framhjá,“ segir hún.
Alþingi Tengdar fréttir Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00