Breyttir tímar í samgöngum Dagur B. Eggertsson skrifar 16. september 2015 00:00 Samgönguvika hefst í dag og stendur fram á næsta þriðjudag. Markmið hennar er að hvetja fólk til að nota allskyns leiðir til að komast á milli staða. Við erum öll sammála um að það eigi að vera hagkvæmt, þægilegt og auðvelt að ferðast milli staða í borginni. Þess vegna höfum við reynt að búa til betri skilyrði fyrir hjólreiðafólk og gangandi, styrkt almenningssamgöngur og hvatt til þess að fólk noti fjölbreyttar aðferðir til að komast til og frá. Það er betra fyrir hjólandi, gangandi, þá sem eru í strætó, en líka þá sem eru á bíl.Fjölbreyttar leiðir Næstu skref eru að fjölga hjólastígum og bæta merkingar með það að markmiði að miklu fleiri hjóli til og frá vinnu með hverju ári. Þegar kemur að strætó viljum við fjölga forgangsreinum og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sett stefnuna á afkastameiri almenningssamgöngur. Við höfum óskað eftir viðræðum við innanríkisráðherra um það. Niðurstaða verður hraðvagnar eða léttlestarkerfi, eins og við þekkjum úr sambærilegum borgum. Til skemmri tíma viljum við búa til þétt net forgangsreina og forgangsljósa fyrir strætó – til að þjónustan verði greiðfær og góð.Grænt eða grátt? Miklar breytingar eru að eiga sér stað í samgöngumálum í heiminum. Sem betur fer. Það er snar og mikilvægur þáttur í viðbrögðum við loftslagsbreytingum. Almenningssamgöngukerfi eru að eflast og hjólreiðar sömuleiðis en hvort tveggja er einn stærsti mælikvarðinn á gæði og samkeppnishæfni borga. Umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur eru ein okkar stærsta áskorun á næstu árum. Á sama tíma verðum við að bjóða upp á raunhæfa valkosti fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, í formi lestarkerfis eða hraðvagna, strætó og hágæða hjólastíga. Við opnum Samgönguviku formlega í dag kl. 13 í Bankastrætinu sem verður um leið lokað fyrir bílaumferð niður að Lækjargötu í nokkra klukkutíma. Dagskrá vikunnar er á vef Reykjavíkurborgar en þar á að vera eitthvað fyrir alla. Gleðilega Samgönguviku! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Samgönguvika hefst í dag og stendur fram á næsta þriðjudag. Markmið hennar er að hvetja fólk til að nota allskyns leiðir til að komast á milli staða. Við erum öll sammála um að það eigi að vera hagkvæmt, þægilegt og auðvelt að ferðast milli staða í borginni. Þess vegna höfum við reynt að búa til betri skilyrði fyrir hjólreiðafólk og gangandi, styrkt almenningssamgöngur og hvatt til þess að fólk noti fjölbreyttar aðferðir til að komast til og frá. Það er betra fyrir hjólandi, gangandi, þá sem eru í strætó, en líka þá sem eru á bíl.Fjölbreyttar leiðir Næstu skref eru að fjölga hjólastígum og bæta merkingar með það að markmiði að miklu fleiri hjóli til og frá vinnu með hverju ári. Þegar kemur að strætó viljum við fjölga forgangsreinum og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sett stefnuna á afkastameiri almenningssamgöngur. Við höfum óskað eftir viðræðum við innanríkisráðherra um það. Niðurstaða verður hraðvagnar eða léttlestarkerfi, eins og við þekkjum úr sambærilegum borgum. Til skemmri tíma viljum við búa til þétt net forgangsreina og forgangsljósa fyrir strætó – til að þjónustan verði greiðfær og góð.Grænt eða grátt? Miklar breytingar eru að eiga sér stað í samgöngumálum í heiminum. Sem betur fer. Það er snar og mikilvægur þáttur í viðbrögðum við loftslagsbreytingum. Almenningssamgöngukerfi eru að eflast og hjólreiðar sömuleiðis en hvort tveggja er einn stærsti mælikvarðinn á gæði og samkeppnishæfni borga. Umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur eru ein okkar stærsta áskorun á næstu árum. Á sama tíma verðum við að bjóða upp á raunhæfa valkosti fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, í formi lestarkerfis eða hraðvagna, strætó og hágæða hjólastíga. Við opnum Samgönguviku formlega í dag kl. 13 í Bankastrætinu sem verður um leið lokað fyrir bílaumferð niður að Lækjargötu í nokkra klukkutíma. Dagskrá vikunnar er á vef Reykjavíkurborgar en þar á að vera eitthvað fyrir alla. Gleðilega Samgönguviku!
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar