Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. september 2015 07:00 Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. „Ég tel að borgin geti verið með skýr skilaboð um það að borgin muni ekki kaupa vörur af Ísrael á meðan Ísraelar kúga aðra þjóð á grundvelli kynþáttar og uppruna og múra Palestínumenn inni,“ sagði Björk fyrir afgreiðslu tillögunnar sem var samþykkt á borgarstjórnarfundi í gær. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, var efins um tilskilin áhrif tillögunnar en Sjálfstæðisflokkurinn kaus ekki með henni. Halldór sagði að hann væri þeirrar skoðunar að frjáls viðskipti væru besta leiðin til að tryggja friðinn. „Það þarf að byggja brýr og viðskipti eru eitt besta brúarkerfi sem til er,“ sagði hann. Gréta Björg Egilsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, sagði að flokkurinn gæti ekki greitt atkvæði með tillögunni þar sem ekki væri búið að mynda heildræna stefnu í málaflokknum. Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata, sagði að tillaga Bjarkar gæfi hugsanlega fordæmi fyrir því að innkaupastefna Reykjavíkur taki tillit til mannréttindabrota úti í heimi. „Þessi gjörningur er fyrst og fremst táknrænn,“ sagði S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og oddviti Bjartrar framtíðar. „[tillagan] þykir mér friðsæl leið til að mótmæla óréttlæti.“ Í lok fundar var lausnarbeiðni Bjarkar tekin fyrir. Athygli vakti að Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi kaus gegn lausnarbeiðni Bjarkar þar sem mikil eftirsjá væri að henni. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir aumingjavæðing alveg einstaklega ógeðfellt orð. 11. september 2015 10:28 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. „Ég tel að borgin geti verið með skýr skilaboð um það að borgin muni ekki kaupa vörur af Ísrael á meðan Ísraelar kúga aðra þjóð á grundvelli kynþáttar og uppruna og múra Palestínumenn inni,“ sagði Björk fyrir afgreiðslu tillögunnar sem var samþykkt á borgarstjórnarfundi í gær. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, var efins um tilskilin áhrif tillögunnar en Sjálfstæðisflokkurinn kaus ekki með henni. Halldór sagði að hann væri þeirrar skoðunar að frjáls viðskipti væru besta leiðin til að tryggja friðinn. „Það þarf að byggja brýr og viðskipti eru eitt besta brúarkerfi sem til er,“ sagði hann. Gréta Björg Egilsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, sagði að flokkurinn gæti ekki greitt atkvæði með tillögunni þar sem ekki væri búið að mynda heildræna stefnu í málaflokknum. Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata, sagði að tillaga Bjarkar gæfi hugsanlega fordæmi fyrir því að innkaupastefna Reykjavíkur taki tillit til mannréttindabrota úti í heimi. „Þessi gjörningur er fyrst og fremst táknrænn,“ sagði S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og oddviti Bjartrar framtíðar. „[tillagan] þykir mér friðsæl leið til að mótmæla óréttlæti.“ Í lok fundar var lausnarbeiðni Bjarkar tekin fyrir. Athygli vakti að Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi kaus gegn lausnarbeiðni Bjarkar þar sem mikil eftirsjá væri að henni.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir aumingjavæðing alveg einstaklega ógeðfellt orð. 11. september 2015 10:28 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir aumingjavæðing alveg einstaklega ógeðfellt orð. 11. september 2015 10:28
Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00