Gerir kvikmynd um morðin á Sjöundá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2015 12:48 Friðrik Þór tekur hér við verðlaunum á Eddunni 2014 fyrir myndina Hross í oss en hann framleiddi þá mynd. vísir/daníel Kvikmyndaleikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson hyggst gera mynd byggða á bók Gunnars Gunnarssonar, Svartfugli, sem kom út árið 1928. Frá þessu er greint á vef Screen International en Friðrik Þór er nú staddur á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada þar sem hann frumsýnir heimildarmyndina Sjóndeildarhringur. Eins og margir kannast við er söguþráður bókar Gunnars byggður á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað á bænum Sjöundá á Rauðasandi árið 1802. Tvö hjón bjuggu á jörðinni, annars vegar þau Bjarni Bjarnason og Guðrún Egilsdóttir og hins vegar Jón Þorgrímsson og Steinunn Sveinsdóttir. Skömmu eftir að Jón og Steinunn fluttu á jörðina byrjuðu hún og Bjarni að draga sig saman. Jón hvarf svo sporlaust í apríl 1802 og tveimur mánuðum síðar lést Guðrún snögglega. Grunsemdir vöknuðu þá um að þau hefðu verið myrt og játuðu Steinunn og Bjarni eftir miklar yfirheyrslur að hafa myrt maka sína. Þau voru dæmd til dauða fyrir morðin. Mynd Friðriks Þórs hefur verið lengi í bígerð en árið 2003 hlaut Íslenska kvikmyndasamsteypan handritastyrk vegna hennar frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Ingvar E. Sigurðsson mun fara með hlutverk Bjarna í myndinni en enn á eftir að finna leikkonu til að fara með hlutverk Steinunnar. „Ég elska glæpasögur og þessi saga sýnir hversu mikið fólk er tilbúið að fórna fyrir ástina,“ segir Friðrik Þór í samtali við Screen International. Tengdar fréttir Þrestir heimsfrumsýnd í Toronto í kvöld Aðstandendur kvikmyndarinnar Þrestir eru lentir í Toronto í Kanada til að vera viðstaddir heimsfrumsýningu á TIFF hátíðinni í kvöld klukkan 21.30 á staðartíma. 11. september 2015 16:00 Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinsælustu myndunum Leikstjórinn Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinælustu íslensku kvikmyndunum í fullri lengd sem frumsýndar voru á árunum 1996-2013. 16. júlí 2015 12:31 Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndaleikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson hyggst gera mynd byggða á bók Gunnars Gunnarssonar, Svartfugli, sem kom út árið 1928. Frá þessu er greint á vef Screen International en Friðrik Þór er nú staddur á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada þar sem hann frumsýnir heimildarmyndina Sjóndeildarhringur. Eins og margir kannast við er söguþráður bókar Gunnars byggður á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað á bænum Sjöundá á Rauðasandi árið 1802. Tvö hjón bjuggu á jörðinni, annars vegar þau Bjarni Bjarnason og Guðrún Egilsdóttir og hins vegar Jón Þorgrímsson og Steinunn Sveinsdóttir. Skömmu eftir að Jón og Steinunn fluttu á jörðina byrjuðu hún og Bjarni að draga sig saman. Jón hvarf svo sporlaust í apríl 1802 og tveimur mánuðum síðar lést Guðrún snögglega. Grunsemdir vöknuðu þá um að þau hefðu verið myrt og játuðu Steinunn og Bjarni eftir miklar yfirheyrslur að hafa myrt maka sína. Þau voru dæmd til dauða fyrir morðin. Mynd Friðriks Þórs hefur verið lengi í bígerð en árið 2003 hlaut Íslenska kvikmyndasamsteypan handritastyrk vegna hennar frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Ingvar E. Sigurðsson mun fara með hlutverk Bjarna í myndinni en enn á eftir að finna leikkonu til að fara með hlutverk Steinunnar. „Ég elska glæpasögur og þessi saga sýnir hversu mikið fólk er tilbúið að fórna fyrir ástina,“ segir Friðrik Þór í samtali við Screen International.
Tengdar fréttir Þrestir heimsfrumsýnd í Toronto í kvöld Aðstandendur kvikmyndarinnar Þrestir eru lentir í Toronto í Kanada til að vera viðstaddir heimsfrumsýningu á TIFF hátíðinni í kvöld klukkan 21.30 á staðartíma. 11. september 2015 16:00 Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinsælustu myndunum Leikstjórinn Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinælustu íslensku kvikmyndunum í fullri lengd sem frumsýndar voru á árunum 1996-2013. 16. júlí 2015 12:31 Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Þrestir heimsfrumsýnd í Toronto í kvöld Aðstandendur kvikmyndarinnar Þrestir eru lentir í Toronto í Kanada til að vera viðstaddir heimsfrumsýningu á TIFF hátíðinni í kvöld klukkan 21.30 á staðartíma. 11. september 2015 16:00
Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinsælustu myndunum Leikstjórinn Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinælustu íslensku kvikmyndunum í fullri lengd sem frumsýndar voru á árunum 1996-2013. 16. júlí 2015 12:31