Svart-hvít umræða um flóttafólk Jónína Sólborg Þórisdóttir skrifar 14. september 2015 23:17 Sem trúleysingi (sumir myndu segja „herskár” trúleysingi) þá skal ég vera fyrst til að gagnrýna íslam sem hugmyndafræði. Það sem kemur mér samt sífellt meira á óvart er hversu margir eiga í erfiðleikum með að aðskilja hugmyndafræði íslam frá einstaklingum sem kallast múslímar. Það er eitt að gagnrýna hugmyndir en allt annað og verra að hatast út í einstaklinga sem aðhyllast þær að hluta eða í heild. Í ljósi umræðu um sýrlenska flóttamenn er einmitt mjög mikilvægt að aðskilja þetta tvennt. Það er eins með þjáningar flóttafólks og allt annað slæmt í þessari veröld - rótin er skipulögð trúarbrögð. Þau eru sökudólgurinn hvað varðar Ísrael-Palestínu, hið sama á við um stríðið í Sýrlandi, nýlendustefnu Vesturlanda (það verður auðvitað að „kristna þessa villimenn“ með hjálp kaþólsku kirkjunnar) og svo mætti lengi telja. Öll eigum við okkur sögu, reynslu og bakgrunn sem samanlagt litar hegðun okkar og heimsmynd. Ætti það ekki að sameina okkur gegn grimmd heimsins frekar en að sundra okkur í „með-og-á-móti” fylkingar? Þegar við föllum í þessa gildru að setja jafnaðarmerki á milli einstaklinga og hugmyndafræði þá sjálfkrafa rýrnar einn fallegasti eiginleiki mannfólksins; að geta sett sig í spor annarra.Glittir í andúð Sýrlendingar eru annálaðir fyrir að vera gestrisin þjóð svona svipað og við. Sögur af gestrisni Íslendinga eru reyndar farnar að minna mig á einhvers konar „urban legend“ undanfarna daga og vikur en það er önnur saga. Manni fallast hendur við að sjá hversu mikið glittir í ótrúlega andúð á erlendum borgurum almennt (meira að segja á túristum) og hræðslu við „þessa múslíma” í kommentakerfum og fésbókarfærslum. Svo er talað um að flóttamenn eigi eftir að mergsjúga kerfið þar til ennþá minna verði til skiptanna fyrir aldraða og öryrkja. Þetta er elsta stjórnunartaktík í heimi; að etja hópum þjóðfélagsins saman þannig að auðveldara sé að stjórna „skrílnum” eins og við erum vafalítið kölluð í reykfylltum bakherbergjum. Þessi aðferð er vinsæl í Bandaríkjunum þar sem andúð milli svartra og hvítra lifir enn góðu lífi. Með þessu móti tökum við síður eftir spillingarfnyknum sem leggur af yfirvöldum. Innflytjendur (flóttamenn verða innflytjendur á einhverjum tímapunkti) enda með því að greiða sig upp og gott betur en það. Með tímanum munu þeir leggja meira til samfélagsins en þeir taka frá því og það á bæði við um menntaða og ómenntaða, hvort sem þeir vinna verkamannastörf eða ekki. Þeir hafa góð áhrif á vinnuaflið og jafnvel yngja það aðeins upp ef eitthvað er og ekki veitir af þar sem heilsufar fer batnandi og fólk lifir lengur en áður.Áhrif jákvæð á endanum Auk þess koma þeir sterkir inn með nýja og ferska fagkunnáttu og færni sem við hin getum mögulega lært af. Einnig er bara þjóðsaga að þeir valdi launalækkunum og að þeir „steli“ störfum af innfæddum. Meiri skatttekjur þýða meiri nýsköpun og þar með fleiri störf. Þess vegna hljótum við að sjá að á endanum mun þetta hafa jákvæð áhrif fyrir þá efnaminni sem þurfa að treysta á félagslega kerfið. Ég geri mér grein fyrir hversu auðvelt er að fordæma útlendingafóbíu hjá þegnum í Austur Evrópu sitjandi hér uppi á frímerki sem er umkringt Atlantshafinu. Við vitum lítið hvernig er að búa á meginlandi Evrópu núna og hvernig er að taka á móti svona fjölda af skelfingu lostnu fólki. Þannig að mér dettur ekki í hug að fordæma einn né neinn fyrir öðruvísi skoðanir. Ég fordæmi hins vegar trúarbrögð fyrir að ýta undir ofsóknir, ofbeldi og kúgun á minnihlutahópum. Það skiptir mig litlu hvað þau eru kölluð. Sem kona, þá hugnast mér ekki að fá í hausinn að ég sé skítug þegar ég er á túr eða eigi að þegja og vera undirgefin ef ég sit inni í einhverri trúarbyggingunni, burtséð frá því hvort það sé stundað í praxís eða ekki. Sumir myndu segja að þessar skoðanir mínar séu svart-hvítar og öfgakenndar. Þetta eru samt skoðanir sem byggjast á því sem ég hef lesið í ýmsum trúarritum. Trúarrit eru dauðir hlutir. Það er ekkert að því að hafa svart-hvítar skoðanir á hugmyndum og dauðum hlutum. Það er ekki í lagi þegar fólk er annars vegar. Fólk er ekki svart-hvítt. Íslendingar eru ekki svart-hvítir og ekki flóttamenn frá Sýrlandi heldur. Það þarf einfaldlega að hjálpa fólkinu og það strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Skoðun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sem trúleysingi (sumir myndu segja „herskár” trúleysingi) þá skal ég vera fyrst til að gagnrýna íslam sem hugmyndafræði. Það sem kemur mér samt sífellt meira á óvart er hversu margir eiga í erfiðleikum með að aðskilja hugmyndafræði íslam frá einstaklingum sem kallast múslímar. Það er eitt að gagnrýna hugmyndir en allt annað og verra að hatast út í einstaklinga sem aðhyllast þær að hluta eða í heild. Í ljósi umræðu um sýrlenska flóttamenn er einmitt mjög mikilvægt að aðskilja þetta tvennt. Það er eins með þjáningar flóttafólks og allt annað slæmt í þessari veröld - rótin er skipulögð trúarbrögð. Þau eru sökudólgurinn hvað varðar Ísrael-Palestínu, hið sama á við um stríðið í Sýrlandi, nýlendustefnu Vesturlanda (það verður auðvitað að „kristna þessa villimenn“ með hjálp kaþólsku kirkjunnar) og svo mætti lengi telja. Öll eigum við okkur sögu, reynslu og bakgrunn sem samanlagt litar hegðun okkar og heimsmynd. Ætti það ekki að sameina okkur gegn grimmd heimsins frekar en að sundra okkur í „með-og-á-móti” fylkingar? Þegar við föllum í þessa gildru að setja jafnaðarmerki á milli einstaklinga og hugmyndafræði þá sjálfkrafa rýrnar einn fallegasti eiginleiki mannfólksins; að geta sett sig í spor annarra.Glittir í andúð Sýrlendingar eru annálaðir fyrir að vera gestrisin þjóð svona svipað og við. Sögur af gestrisni Íslendinga eru reyndar farnar að minna mig á einhvers konar „urban legend“ undanfarna daga og vikur en það er önnur saga. Manni fallast hendur við að sjá hversu mikið glittir í ótrúlega andúð á erlendum borgurum almennt (meira að segja á túristum) og hræðslu við „þessa múslíma” í kommentakerfum og fésbókarfærslum. Svo er talað um að flóttamenn eigi eftir að mergsjúga kerfið þar til ennþá minna verði til skiptanna fyrir aldraða og öryrkja. Þetta er elsta stjórnunartaktík í heimi; að etja hópum þjóðfélagsins saman þannig að auðveldara sé að stjórna „skrílnum” eins og við erum vafalítið kölluð í reykfylltum bakherbergjum. Þessi aðferð er vinsæl í Bandaríkjunum þar sem andúð milli svartra og hvítra lifir enn góðu lífi. Með þessu móti tökum við síður eftir spillingarfnyknum sem leggur af yfirvöldum. Innflytjendur (flóttamenn verða innflytjendur á einhverjum tímapunkti) enda með því að greiða sig upp og gott betur en það. Með tímanum munu þeir leggja meira til samfélagsins en þeir taka frá því og það á bæði við um menntaða og ómenntaða, hvort sem þeir vinna verkamannastörf eða ekki. Þeir hafa góð áhrif á vinnuaflið og jafnvel yngja það aðeins upp ef eitthvað er og ekki veitir af þar sem heilsufar fer batnandi og fólk lifir lengur en áður.Áhrif jákvæð á endanum Auk þess koma þeir sterkir inn með nýja og ferska fagkunnáttu og færni sem við hin getum mögulega lært af. Einnig er bara þjóðsaga að þeir valdi launalækkunum og að þeir „steli“ störfum af innfæddum. Meiri skatttekjur þýða meiri nýsköpun og þar með fleiri störf. Þess vegna hljótum við að sjá að á endanum mun þetta hafa jákvæð áhrif fyrir þá efnaminni sem þurfa að treysta á félagslega kerfið. Ég geri mér grein fyrir hversu auðvelt er að fordæma útlendingafóbíu hjá þegnum í Austur Evrópu sitjandi hér uppi á frímerki sem er umkringt Atlantshafinu. Við vitum lítið hvernig er að búa á meginlandi Evrópu núna og hvernig er að taka á móti svona fjölda af skelfingu lostnu fólki. Þannig að mér dettur ekki í hug að fordæma einn né neinn fyrir öðruvísi skoðanir. Ég fordæmi hins vegar trúarbrögð fyrir að ýta undir ofsóknir, ofbeldi og kúgun á minnihlutahópum. Það skiptir mig litlu hvað þau eru kölluð. Sem kona, þá hugnast mér ekki að fá í hausinn að ég sé skítug þegar ég er á túr eða eigi að þegja og vera undirgefin ef ég sit inni í einhverri trúarbyggingunni, burtséð frá því hvort það sé stundað í praxís eða ekki. Sumir myndu segja að þessar skoðanir mínar séu svart-hvítar og öfgakenndar. Þetta eru samt skoðanir sem byggjast á því sem ég hef lesið í ýmsum trúarritum. Trúarrit eru dauðir hlutir. Það er ekkert að því að hafa svart-hvítar skoðanir á hugmyndum og dauðum hlutum. Það er ekki í lagi þegar fólk er annars vegar. Fólk er ekki svart-hvítt. Íslendingar eru ekki svart-hvítir og ekki flóttamenn frá Sýrlandi heldur. Það þarf einfaldlega að hjálpa fólkinu og það strax.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar