Hafa skal það sem sannara reynist Guðríður Arnardóttir skrifar 14. september 2015 07:00 Kjarasamningar framhaldsskólakennara hafa orðið ýmsum að yrkisefni síðustu daga og þrátt fyrir rómaða geðprýði get ég ekki lengur orða bundist. Helstu verkalýðsforkólfar landsins sem og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins virðast nefnilega vera þeirrar skoðunar að þessir samningar okkar hafi komið af stað skriðu sem nú ógnar efnahagslegum stöðugleika. Þannig eiga samningar okkar að hafa lagt línur fyrir gerðardóm og þar með launahækkanir BHM og hjúkrunarfræðinga. Til upprifjunar þá skrifuðu framhaldsskólakennarar undir kjarasamning þann 4. apríl á síðasta ári sem fól í sér uppsafnaða 30% launahækkun á samningstímanum, út október 2016. Ég er reyndar almennt þeirrar skoðunar að við sem stöndum í fylkingarbrjósti verkalýðsbaráttu í landinu (því öll erum við verkalýður sama hvaða prófgráður leynast í handraðanum) eigum að standa saman í stað þess að ráðast hvert gegn öðru, því ég kalla það ekkert annað en árásir þegar forystufólk annarra stéttarfélaga úttalar sig með þessum hætti um kjarasamninga annarra. Við fyrstu sýn má mögulega telja vel í lagt, þ.e. launahækkanir okkar framhaldsskólakennara. En skoðum samningsforsendur okkar og sérfræðinga á hinum almenna markaði nánar.Launaskrið lítið sem ekkert Í aðdraganda kjarasamninga vorið 2014 var unnið með gögn fá árinu 2012 og 2011. Á þeim tíma voru regluleg dagvinnulaun sérfræðinga á almennum markaði rúmum 72% hærri en framhaldsskólakennara. Já sjötíuogtvöprósent! Þrátt fyrir tæplega 16% uppsafnaða launahækkun á árinu 2014 munaði enn 58% á meðaldagvinnulaunum þessara sömu hópa. Það er nefnilega þannig að nokkrir hópar opinberra starfsmanna, þar á meðal kennarar, semja jafnt um lágmarks- og hámarkslaun. Kjarasamningar á almennum markaði, t.d. hjá VR og ASÍ, tryggja lágmarkslaun og sýna gögn að rétt um 5% félagsmanna VR eru á lágmarkstöxtum. Í kjarasamningum framhaldsskólakennara vorið 2014 var í fyrsta skipti viðurkennd sú staðreynd að launaskrið meðal kennara er lítið sem ekki neitt. Aftur og aftur hafa þessar stéttir dregist aftur úr í launum og mátt heyja harða baráttu fyrir sínu, samt stöndum við nú sem fyrr langt að baki félögum okkar á almenna markaðinum þegar kemur að launakjörum. Ég vísa því algjörlega út í hafsauga að kennarar á öllum skólastigum beri einhverja ábyrgð á efnahagslegum óstöðugleika. Ég óska öðrum launþegum alls góðs, sem og forystufólki annarra vinnandi stétta, og vildi óska að okkur tækist að reka hvert um sig kjarabaráttu án þess að tala hvert annað niður. Eitt veit ég þó fyrir víst – framhaldsskólakennarar eru enn eftirbátar í launum í samanburði við launþega á almennum markaði svo það er óþarfi að sjá ofsjónum yfir prósentuhækkunum sem enn eru langt frá því að brúa leiðina frá okkur til þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kjarasamningar framhaldsskólakennara hafa orðið ýmsum að yrkisefni síðustu daga og þrátt fyrir rómaða geðprýði get ég ekki lengur orða bundist. Helstu verkalýðsforkólfar landsins sem og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins virðast nefnilega vera þeirrar skoðunar að þessir samningar okkar hafi komið af stað skriðu sem nú ógnar efnahagslegum stöðugleika. Þannig eiga samningar okkar að hafa lagt línur fyrir gerðardóm og þar með launahækkanir BHM og hjúkrunarfræðinga. Til upprifjunar þá skrifuðu framhaldsskólakennarar undir kjarasamning þann 4. apríl á síðasta ári sem fól í sér uppsafnaða 30% launahækkun á samningstímanum, út október 2016. Ég er reyndar almennt þeirrar skoðunar að við sem stöndum í fylkingarbrjósti verkalýðsbaráttu í landinu (því öll erum við verkalýður sama hvaða prófgráður leynast í handraðanum) eigum að standa saman í stað þess að ráðast hvert gegn öðru, því ég kalla það ekkert annað en árásir þegar forystufólk annarra stéttarfélaga úttalar sig með þessum hætti um kjarasamninga annarra. Við fyrstu sýn má mögulega telja vel í lagt, þ.e. launahækkanir okkar framhaldsskólakennara. En skoðum samningsforsendur okkar og sérfræðinga á hinum almenna markaði nánar.Launaskrið lítið sem ekkert Í aðdraganda kjarasamninga vorið 2014 var unnið með gögn fá árinu 2012 og 2011. Á þeim tíma voru regluleg dagvinnulaun sérfræðinga á almennum markaði rúmum 72% hærri en framhaldsskólakennara. Já sjötíuogtvöprósent! Þrátt fyrir tæplega 16% uppsafnaða launahækkun á árinu 2014 munaði enn 58% á meðaldagvinnulaunum þessara sömu hópa. Það er nefnilega þannig að nokkrir hópar opinberra starfsmanna, þar á meðal kennarar, semja jafnt um lágmarks- og hámarkslaun. Kjarasamningar á almennum markaði, t.d. hjá VR og ASÍ, tryggja lágmarkslaun og sýna gögn að rétt um 5% félagsmanna VR eru á lágmarkstöxtum. Í kjarasamningum framhaldsskólakennara vorið 2014 var í fyrsta skipti viðurkennd sú staðreynd að launaskrið meðal kennara er lítið sem ekki neitt. Aftur og aftur hafa þessar stéttir dregist aftur úr í launum og mátt heyja harða baráttu fyrir sínu, samt stöndum við nú sem fyrr langt að baki félögum okkar á almenna markaðinum þegar kemur að launakjörum. Ég vísa því algjörlega út í hafsauga að kennarar á öllum skólastigum beri einhverja ábyrgð á efnahagslegum óstöðugleika. Ég óska öðrum launþegum alls góðs, sem og forystufólki annarra vinnandi stétta, og vildi óska að okkur tækist að reka hvert um sig kjarabaráttu án þess að tala hvert annað niður. Eitt veit ég þó fyrir víst – framhaldsskólakennarar eru enn eftirbátar í launum í samanburði við launþega á almennum markaði svo það er óþarfi að sjá ofsjónum yfir prósentuhækkunum sem enn eru langt frá því að brúa leiðina frá okkur til þeirra.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar