Hafa skal það sem sannara reynist Guðríður Arnardóttir skrifar 14. september 2015 07:00 Kjarasamningar framhaldsskólakennara hafa orðið ýmsum að yrkisefni síðustu daga og þrátt fyrir rómaða geðprýði get ég ekki lengur orða bundist. Helstu verkalýðsforkólfar landsins sem og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins virðast nefnilega vera þeirrar skoðunar að þessir samningar okkar hafi komið af stað skriðu sem nú ógnar efnahagslegum stöðugleika. Þannig eiga samningar okkar að hafa lagt línur fyrir gerðardóm og þar með launahækkanir BHM og hjúkrunarfræðinga. Til upprifjunar þá skrifuðu framhaldsskólakennarar undir kjarasamning þann 4. apríl á síðasta ári sem fól í sér uppsafnaða 30% launahækkun á samningstímanum, út október 2016. Ég er reyndar almennt þeirrar skoðunar að við sem stöndum í fylkingarbrjósti verkalýðsbaráttu í landinu (því öll erum við verkalýður sama hvaða prófgráður leynast í handraðanum) eigum að standa saman í stað þess að ráðast hvert gegn öðru, því ég kalla það ekkert annað en árásir þegar forystufólk annarra stéttarfélaga úttalar sig með þessum hætti um kjarasamninga annarra. Við fyrstu sýn má mögulega telja vel í lagt, þ.e. launahækkanir okkar framhaldsskólakennara. En skoðum samningsforsendur okkar og sérfræðinga á hinum almenna markaði nánar.Launaskrið lítið sem ekkert Í aðdraganda kjarasamninga vorið 2014 var unnið með gögn fá árinu 2012 og 2011. Á þeim tíma voru regluleg dagvinnulaun sérfræðinga á almennum markaði rúmum 72% hærri en framhaldsskólakennara. Já sjötíuogtvöprósent! Þrátt fyrir tæplega 16% uppsafnaða launahækkun á árinu 2014 munaði enn 58% á meðaldagvinnulaunum þessara sömu hópa. Það er nefnilega þannig að nokkrir hópar opinberra starfsmanna, þar á meðal kennarar, semja jafnt um lágmarks- og hámarkslaun. Kjarasamningar á almennum markaði, t.d. hjá VR og ASÍ, tryggja lágmarkslaun og sýna gögn að rétt um 5% félagsmanna VR eru á lágmarkstöxtum. Í kjarasamningum framhaldsskólakennara vorið 2014 var í fyrsta skipti viðurkennd sú staðreynd að launaskrið meðal kennara er lítið sem ekki neitt. Aftur og aftur hafa þessar stéttir dregist aftur úr í launum og mátt heyja harða baráttu fyrir sínu, samt stöndum við nú sem fyrr langt að baki félögum okkar á almenna markaðinum þegar kemur að launakjörum. Ég vísa því algjörlega út í hafsauga að kennarar á öllum skólastigum beri einhverja ábyrgð á efnahagslegum óstöðugleika. Ég óska öðrum launþegum alls góðs, sem og forystufólki annarra vinnandi stétta, og vildi óska að okkur tækist að reka hvert um sig kjarabaráttu án þess að tala hvert annað niður. Eitt veit ég þó fyrir víst – framhaldsskólakennarar eru enn eftirbátar í launum í samanburði við launþega á almennum markaði svo það er óþarfi að sjá ofsjónum yfir prósentuhækkunum sem enn eru langt frá því að brúa leiðina frá okkur til þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kjarasamningar framhaldsskólakennara hafa orðið ýmsum að yrkisefni síðustu daga og þrátt fyrir rómaða geðprýði get ég ekki lengur orða bundist. Helstu verkalýðsforkólfar landsins sem og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins virðast nefnilega vera þeirrar skoðunar að þessir samningar okkar hafi komið af stað skriðu sem nú ógnar efnahagslegum stöðugleika. Þannig eiga samningar okkar að hafa lagt línur fyrir gerðardóm og þar með launahækkanir BHM og hjúkrunarfræðinga. Til upprifjunar þá skrifuðu framhaldsskólakennarar undir kjarasamning þann 4. apríl á síðasta ári sem fól í sér uppsafnaða 30% launahækkun á samningstímanum, út október 2016. Ég er reyndar almennt þeirrar skoðunar að við sem stöndum í fylkingarbrjósti verkalýðsbaráttu í landinu (því öll erum við verkalýður sama hvaða prófgráður leynast í handraðanum) eigum að standa saman í stað þess að ráðast hvert gegn öðru, því ég kalla það ekkert annað en árásir þegar forystufólk annarra stéttarfélaga úttalar sig með þessum hætti um kjarasamninga annarra. Við fyrstu sýn má mögulega telja vel í lagt, þ.e. launahækkanir okkar framhaldsskólakennara. En skoðum samningsforsendur okkar og sérfræðinga á hinum almenna markaði nánar.Launaskrið lítið sem ekkert Í aðdraganda kjarasamninga vorið 2014 var unnið með gögn fá árinu 2012 og 2011. Á þeim tíma voru regluleg dagvinnulaun sérfræðinga á almennum markaði rúmum 72% hærri en framhaldsskólakennara. Já sjötíuogtvöprósent! Þrátt fyrir tæplega 16% uppsafnaða launahækkun á árinu 2014 munaði enn 58% á meðaldagvinnulaunum þessara sömu hópa. Það er nefnilega þannig að nokkrir hópar opinberra starfsmanna, þar á meðal kennarar, semja jafnt um lágmarks- og hámarkslaun. Kjarasamningar á almennum markaði, t.d. hjá VR og ASÍ, tryggja lágmarkslaun og sýna gögn að rétt um 5% félagsmanna VR eru á lágmarkstöxtum. Í kjarasamningum framhaldsskólakennara vorið 2014 var í fyrsta skipti viðurkennd sú staðreynd að launaskrið meðal kennara er lítið sem ekki neitt. Aftur og aftur hafa þessar stéttir dregist aftur úr í launum og mátt heyja harða baráttu fyrir sínu, samt stöndum við nú sem fyrr langt að baki félögum okkar á almenna markaðinum þegar kemur að launakjörum. Ég vísa því algjörlega út í hafsauga að kennarar á öllum skólastigum beri einhverja ábyrgð á efnahagslegum óstöðugleika. Ég óska öðrum launþegum alls góðs, sem og forystufólki annarra vinnandi stétta, og vildi óska að okkur tækist að reka hvert um sig kjarabaráttu án þess að tala hvert annað niður. Eitt veit ég þó fyrir víst – framhaldsskólakennarar eru enn eftirbátar í launum í samanburði við launþega á almennum markaði svo það er óþarfi að sjá ofsjónum yfir prósentuhækkunum sem enn eru langt frá því að brúa leiðina frá okkur til þeirra.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar