Fótbolti

Lilleström og Avaldsnes í úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fríða í leik með Avaldsnes.
Fríða í leik með Avaldsnes. vísir/GRETHE NYGAARD
Það verða tvö Íslendingalið sem leika um norska bikarinn í knattspyrnu kvenna, en Lilleström og Avaldsnes munu leika til úrslita eftir að liðin tryggðu sér sæti í úrslitunum í dag.

Isabell Levn Herlovsen kom LSK yfir eftir undirbúning frá Emilie Haavi á 27. mínútu og lokatölur 1-0. Lisa-Marie Utland jafnaði svo metin fyrir Trondheims-Ørn á 44. mínútu.

Staðan 1-1 í hálfleik, en Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð að sjálfsögðu vaktina í marki LSK. Lene Mykjåland kom LSK aftur yfir á 50. mínútu og lokatölur urðu 2-1 sigur Lilleström sem er á leið í úrslit.

Avaldsnes var komið í vænlega stöðu eftir sautján mínútna leik, en þá höfðu Elise Thorsnes og Rosana skorað mörk Avaldsnes.

Trine Rønning minnkaði svo muninn á 64. mínútu fyrir Stabæk og Rønning var aftur á ferðinni þegar hún tryggði Stabæk dramatíska framlenginu. Hún jafnaði metin í uppbótartíma.

Í framlengingunni leit ekkert mark dagsins ljós, en undir lok framlengingarinnar var Hólmfríður tekin af velli. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni þar sem Avaldsnes hafði betur. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Stabæk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×